Vikan


Vikan - 30.04.1992, Side 10

Vikan - 30.04.1992, Side 10
Sjálfur er ég ósköp hógvær og vil engum illt gera. Ég er alinn upp í KFUM hjá séra Friðrik, sem fermdi mig og kenndi mér latínu og sögu undir skóla ... voru einkaritarar hans, en hann þekkti þær ósköp lítið. Þetta var gert aðallega fyrir blaðamenn til að taka myndir af og skrifa um, því hann taldi það vera ódýra auglýsingu. Eitt kvöld vorum við að borða í Naust- inu og það var orðið áliðið, en strangar reglur giltu um lokunartíma veitingahús- anna. Klukkan var orðin tólf og við þurft- um því að fara út af Naustinu. Þá var ein- hver einn staður opinn lengur, líklega Klúbburinn við Borgartún. Spies þótt auðvitað ótækt sem dönskum og alþjóð- legum ferðaskrifstofukóngi að fara að sofa svona snemma og spurði hvort ekki væri hægt að komast inn í Klúbbinn. Ég sagði að það væri útilokað, enda fullt út úr dyrum. Þá sagði hann: „De skal bare sige det er Sgies, som kommer med sit harem. (Segðu bara, að Spies sé vænt- anlegur með kvennabúrið sitt). Aldrei varð af því að Spies skipulegði ferðir hingað til lands, en við höfðum ágætt samband meðan hann lifði. Og ég þekki vel þá fáu sem eftir eru í fyrirtæki hans, sem voru þar á hans tíma. Á sín- um tíma, þegar ég var á kafi í flugrekstri, þá lánaði hann mér flugstjóra frá Conair, þegar við þurftum á að halda, en Conair var flugfélag í eigu Spies. Samstarfið við Spies var því ágætt. SUNNA BORGAÐI ALLAR SKULDIR - Hvenær var Sunna stofnuð? - Sunna var stofnuð 1958 og starfaði til 1979. Þá var svo komið að allt flug út úr landinu var á einni hendi, hjá Flugleið- um. Sunna var þá langstærsta ferðaskrif- stofan og Flugleiðir vildu að hún borgaði meira fyrir leiguflug en aðrir. í lok sumar- vertíðar '79 blasti við sú staðreynd að ekki væri starfsgrundvöllur fyrir stóra ferðaskrifstofu, sem ekki væri í náinni samvinnu við Flugleiðir. Þá ákvað ég að hvíla mig á þessari starfsemi og hætti rekstri Sunnu þegar allir voru komnir úr sumarferðum sínum og setti ekkert vetr- arprógramm upp. Ég ákvað að miða við það, að við hefð- um efni á að borga skuldir okkar, áður en við færum að stofna til reksturs í von- lausri samkeppni. Þess vegna er ferða- skrifstofan Sunna ennþá til og gæti opn- að ferðaskrifstofu á morgun ef því er að skipta. Með eðlilegum endurnýjunartíma hefur Sunna meira að segja flugrekstrar- leyfi sitt líka. - Þið gengust fyrir námskeiði fyrir far- arstjóra skömmu áður en Sunna hætti störfum. - Já, það var einmitt veturinn og vorið 1979 og aðalkennari á námskeiðinu var Magnús Oddsson, nú markaðsstjóri Ferðamálaráðs. Þetta var nýlunda því að áður höfðu ekki verið haldin námskeið fyrir fararstjóra sem vildu starfa með ís- lendingum erlendis. - Hvað tók Guðni Þórðarson sér svo fyrir hendur, þegar starfsemi Sunnu lagð- ist niður? - Ég sneri mér að útflutningi á fiskaf- urðum og fór í nokkrar markaðsferðir fyrir SÍF, til Suður-Ameríku og víðar. Ég sinnti þessu í tvö ár en þá höguðu atvik því svo til að Árni Guðjónsson lögfræðingur bað mig að hjálpa nokkrum kunningjum mín- um, sem áttu Iscargo, að stjórna áætlun- arflugi. Þeir höfðu þá fengið leyfi til áætl- unarflugs til Amsterdam. Ég vildi gjarna stuðla að því að ein- okun í flugi linnti eitthvað og tók því að mér að stjórna þessu áætlunarflugi Iscargo. Það gekk Ijómandi vel, með leiguvél, hollenskri Boeing-þotu. Veturinn eftir fór ég aftur í saltfisksölumálin um tíma, en þá seldum við Arnarflugi áætl- unarflugleyfið. LENTI AFTUR t VÖRPUNNI Eyþór Heiðberg, kunningi minn, var þá búinn að stofna ferðaskrifstofu og ég fór að aðstoða hann í þeim málum. Og síðan lenti ég í vörpunni og eftir nokkur ár tók ég við þessari starfsemi af honum. Fyrir rúmu ári greip ég svo tækifærið, þegar stofnað var íslenskt leiguflugfélag, og fór enn inn á þá braut að rjúfa þá einokun í flugi sem löngum hefur verið hér viðloðandi. Við hófum leiguflug til borga í Evrópu, London, Kaupmannahafnar og Hamborg- ar, sem gekk Ijómandi vel, og svo í haust sem leið til Edinborgar. Á þessu síðasta ári fluttum við um 11.000 farþega. - Guðni, úr því að við erum komnir „á flug”, - þú áttir Air Viking á sínum tíma. Segðu mér aðeins frá því. - Allt frá árinu 1970 hafði ég verið með flugrekstur öðru hverju og leigt þotur til leiguflugs. Við keyptum tvær Boeing 720 þotur frá United Airlines. Vinur minn, Andreas Hagstrand, forstjóri Sterlingflug- félagsins, fór með mér til Ameríku. Hann keypti fjórtán Caravellur, allan Cara- velluflota United Airlines, á einu bretti og Boeingþoturnar tvær fylgdu með í kaup- unum á hagstæðu verði. Þetta voru traustar og góðar vélar. Og á þriðja árinu bættum við þriðju Boeing 720 vélinni við. Air Viking hóf pílagrímaflug, fyrst ís- lenskra flugfélaga, og flutti nokkur þús- und pílagríma frá Vestur-Afríku til Mekka. Einnig fluttum við mörg þúsund pílagríma til Mekka frá Súdan og Jemen. Við flug- um áætlunarflug fyrir Saudi Arabian Air- lines til Asíulanda, Hong Kong, Suður- Kóreu og Singapore, og á rúmlega tveimur árum höfðum við borgað meira en helming af þessum flugvélum. Síðan gerðist það af einhverjum und- arlegum ástæðum, að okkur var sagt upp samningi um tveggja mánaða greiðslukjör og eitt fyrirtæki, sem ég ætla ekki að nefna, gjaldfelldi þessa reglulegu úttekt, áður en við áttum að fá útborg- aðan umsaminn arð af henni, og bað um gjaldþrot á Air Viking. Aðilar þessu fyrir- tæki skyldir keyþtu síðan þrotabúið og fengu vélarnar þrjár fyrir slikk. Þeir seldu síðan eina þeirra til Bandaríkjanna og verðið nægði til að borga hinar tvær upp. Síðan stofnuðu þeir sitt flugfélag, Arnar- flug, og nutu viðskiptasambanda minna í arabaheiminum og víðar. Sunna var stærsti viðskiptavinur þeirra fyrsta árið. Frh. á bls. 40 10 VIKAN 9. m. 1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.