Vikan


Vikan - 30.04.1992, Page 14

Vikan - 30.04.1992, Page 14
f war *_ ■ ! Bl j v '' wmfí /■% i- K-i (H V / ■ AgJj! HIkK™ t&Æ Sigrún Eva Kristinsdóttir, sem varð í öðru sæti keppninnar í fyrra, krýnir hér Maríu hinu eftirsótta höfuðdjásni. Henni á hægri hönd situr Heiðrún, sem varö í öðru sæti, og á vinstri hönd Pórunn, sem hreppti þriöja sætið. SVIÐSVANAR DÍSIR Dagskráin hófst með því að dísirnar átján komu fram í glæsilegum pelsum frá Eggerti feldskera, - og var ekki seinna vænna svona á síðasta vetrar- dag. Á meðal verðlauna þeirra sem sigurvegarans biði var einmitt ein þessara hlýju og fallegu flíka. Stúlkurnar tóku sig vel út í pelsunum og auð- vitað var þessi sýning ágæt upphitum fyrir áhorfendur, því innan skamms var von á kepp- endum aftur fram á sviðið og þá klæddum sundbolum og síðan i þriðja sinn búnar sam- kvæmiskjólum. Stúlkurnar báru af sér góð- an þokka og var framkoma þeirra einkar aðlaðandi. Það eina sem finna mætti að var heldur sérkennilegt göngulag þeirra, en slíkt mun eiga við af einhverjum ástæðum. Það fór ekki á milli mála að undirbún- ingurinn hafði verið strangur enda fór ekkert úrskeiðis og kynning keppenda var hnökra- laus. Þó stúlkurnar væru fæst- ar mjög veraldarvanar, - enda flestar ekki nema 19 ára gamlar, var ekki að sjá á þeim neinn viðvangingsbrag og tígulegar voru þær hvort sem var í sundbolum eða síðum og íburðamiklum samkvæmis- kjólum. Kvöldið leið hratt þó það liti svolítiö illa út í byrjun að vita til þess að þurfa að sitja og fylgj- ast með í heilar fimm klukku- stundir. Keppnin sjálf var augnkonfekt á að horfa og skemmtiatriðin stóðu líka und- ir nafni, danssýningar, söngur og tískusýningar. Þó ekki sé ætlunin að gera upp á milli verður ekki hjá því komist hér að nefna tvennt sem vakti sérstaka athygli. Er þá annars vegar átt við dansatriði 11 og 12 ára barna úr dansskóla Hersmanns Ragnars, þeirra Daníels og Hrefnu Rósu. Bæði voru þau klædd að hætti hefðarfólks og óhætt er að segja að þau hafi dansað hvern samkvæmisdansinn af öðrum, enskan vals sem tangó, eins og heimsmeistar- ar. Ágætur söngur og eðlileg sviðsframkoma þeirra Páls Óskars Hjálmtýssonar og Mar- grétar Eir Hjartardóttur vakti einnig óskipta athygli. Pál Óskar þekkja flestir nú orðið en að honum ólöstuðum má segja að Margrét hafi stolið senunni, svo frábærlega söng hún. Þarna er komin söngkona sem er mikill fengur fyrir ís- lenska dægurtónlist. MARÍA RÚN HREPPTI HNOSSIÐ Eftir því sem leið á keppnina var greinilegt að áhorfendur fóru smám saman að draga ályktanir og mynda sér skoðanir um sigurlíkur hinna ýmsu keppenda. Aðstandend- ur þeirra sátu víða í salnum og heyra mátti mikið klapp og árnaðarköll sitt á hvað eftir þvi hver í hlut átti hverju sinni. Spennan jókst stig af stigi og fyrr en varði var komið að því að úrslit skyldu kunngjörð. Kynnir kvöldsins, Sigursteinn Másson fréttamaður á Stöð 2, var vel með á nótunum og átti sinn þátt í því að halda damp- inum, - og dómnefndin lét heldur ekki bíða eftir sér þegar komið var að úrslitastundinni. Stúlkurnar höfðu raðað sér á sviðið aftan við krýningar- stólana þegar Sigursteinn opnaði fyrsta umslagið, þar sem tiltekið var nafn þeirrar stúlku sem kjörin skyldi sú vin- sælasta í hópnum - og það reyndist vera Erla Dögg Ingj- aldsdóttir, 18 ára Seltirningur. Titilinn Ijósmyndafyrirsæta ársins hlaut því næst María Rún Hafliðadóttir, 19 ára Reykjavíkurmær. Þá var talið niður og tilkynnt úrslit frá 5. til 1. sæti. í fimmta sæti varð Jóhanna Dögg Stefánsdóttir úr Garðabæ, í 4. sæti Ragn- hildur Sif Reynisdóttir úr Reykjavík, Þórunn Lárusdóttir úr Mosfellsbæ varð í því 3. og Heiðrún Anna Björnsdóttir í 2. sæti. - Ungfrú ísland 1992 var kjörin María Rún Hafliðadóttir. Hún er nítján ára gömul, fædd 19. október 1972. Hún stundar nú nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð og mun útskrifast þaðan í vor. Síðan mun hún halda til Mílanó, þar sem hún ætlar að vinna við fyrirsætu- störf. Raunar má segja, að leiðir hinnar nýkjörnu fegurðar- drottningar hafi legið víða. Hún er fædd í Lúxemborg, þar sem foreldrar hennar, Hafliði Örn Björnsson og Maja Guð- mundsdóttir bjuggu þá. Þar bjó María Rún í 12 ár en þá fluttist fjölskyldan til íslands. María Rún hefur unnið sem fyrirsæta að undanförnu, bæði á (talíu og í Þýskalandi. Þá hefur hún ferðast mikið og komið meðal annars til Arabíu, Japans og Bandaríkjanna. Að auki hefur hún ferðast um Evrópu þvera og endilanga. Hún hefur að sjálfsögu náð góðum tökum á ýmsum erlendum tungumálum og stefnir á BA próf í þeim fræðum. Hvað áhugamálin varðar, eru skíðaferðir og körfubolti ofarlega á blaði hjá henni. María Rún mun keppa fyrir íslands hönd um titilinn ungfrú heimur, „Miss World", f nó- vember næstkomandi. GÓÐ FRAMKVÆMD Framkvæmd Fegurðarsam- keppni íslands var til mikillar fyrirmyndar og er sama hvar borið yrði niður í hinum ein- stöku liðum kvöldsins. Ef við byrjum á hlut starfsfólks Hótel íslands, þjónum og kokkaliði á þá eiga allir skilda rós í hnappagatið. Þjónustan var hröð og elskuleg og maturinn góður og fagurlega fram reidd- ur. Punkturinn yfir i-ið var þó þegar kokkarnir komu skyndi- lega upp úr iðrum sviðskjallar- ans, skerandi niður nautalund- irnar við eld frá kyndlum og dynjandi tónlist og Ijósaflóð. Þetta var skemmtilegur gjörn- ingur. Tæknivinna öll þetta kvöld var með miklum ágætum, - tónlist, Ijós og hvaðeina. Þessi mikilvægu atriði sáu til þess að skapa rétt andrúmsloft hverju sinni. - Framkvæmd á heims- mælikvarða. Framkvæmd sjálfrar keppn- innar var líka til fyrirmyndar og hefði þess vegna verið unnt að sjónvarpa frá þessum viðburði í gegnum gerfihnött hvert sem er, þó aðeins Stöð 2 hafi sýnt hluta úr dagskránni i beinni út- sendingu fyrir sína notendur. Tíðindamaður Vikunnar á staðnum þakkar fyrir sig, - en fer þess á leit við aðstandend- ur að hugsað verði fyrir betra borði næst, þar eð oft var undir hælinn lagt hvort hann gat yfir- leitt séð úr sæti sínu það sem fram fór á sviðinu. □ 14 VIKAN 9. TBL.1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.