Vikan


Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 19

Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 19
Dyrnar opnast aftur meö bjölluhljómi en í þetta sinn er ekki viðskiptavinur á ferö held- ur einn af félögunum sem stormar inn, fær sér hnífapör og tekur til viö aö snæða há- degisverðinn. Blaöamaöur kfkir yfir borðiö og sér dýrindis nautakjötsrétt meö kartöflum og grænmeti. Verkstæðið ilm- ar af matarlykt og blaðamaður spyr gestinn hvori Sigmar eigi ekki að fá af matnum. „Hann er alveg nógu feitur," segir gesturinn, heldur áfram að borða og hugsar ekkert um Sigmar. Þeir hlæja báðir og tónninn á milli þeirra er kank- vís og hárfínn. Þarna var á ferðinni Árni Höskuldsson gullsmiður, hinn allra skemmtilegasti maður og var mikið fjör á litla verkstæð- inu á meðan hann hafði stans. Sigmar segir mér að á þessu „veitingahúsi" megi sleikja hnífinn og sé það eigin- lega regla fremur en undan- tekning. Stuttu síðar kemur gamall maður inn og þeir tala í lágum hljóðum um það er hann féll niður um vök á ís fyrir fimmtíu árum, þá ungur maður. Gamli maðurinn var fagnandi yfir því að hafa bjargast og þeir sam- glöddust, félagarnir, yfir kaffi- bolla. Ekki líður á löngu þar til Siggi Flateyingur birtist og býður okkur oblátur, með Guðs orð á vörunum. Reyndar voru þær úr súkkulaði en trúin var ekta og bað Siggi blaða- manni Vikunnar Guðs bless- unar, ævinlega og fór með rfmur eftir sjálfan sig þar á eftir. „Siggi er héraðsskáld, allt að því þjóðskáld," segir Sig- mar og segir að þeir Siggi séu gamlir herbergisfélagar frá Laugaskóla í Þingeyjarsýslu. Siggi syngur fyrir okkur og fer með stöku um Höllu sem er nemi í gullsmíðum hjá Sigmari en er jafnframt lærður kennari. Um leið og Siggi kveður biður hann Guð að blessa löggur heimsins og þar með hverfur hann út í hringiðu lífsins. En hann á eftir að koma aftur. - Hvernig fer listamaðurinn að því að fá hugmyndir og orku til að smíða svona fallega hluti, Sigmar? „Snemma á morgnana, áður en bærinn vaknar, fer ég í kvöldbíltúrinn. Ég fer til að sjá litina á sjónum, hvort hann sé blár, grænn eða svartur sem blek. Núna er hann farinn að verða Ijósgrænn, flösku- grænn. Það er farið aö vora. Mér líður vel nálægt sjónum. Tunglið hefur líka mikil áhrif á mig og hefur alltaf haft. í gamla daga í sveitinni heyrði ég stundum sagt: „Hvað ertu að glápa á fjárans tunglið?" Ég er tengdur tunglinu, fer út að ganga á kvöldin, í fullu tungli. Silfrið, sem ég smíða mest úr, er nefnt mánaskin svo þarna eru einhvertengsl.“ Bjallan hringir aftur og er þar kominn sjálfur landpósturinn og sérlegur póstmeistari Sigmars, Stefán V. Jónsson frá Möörudal eða Stórval eins og hann ritar á málverkin sín. „Stefán er eiðsvarinn maður, gamall landpóstur, en það var mikið ábyrgðarstarf hér áður fyrr,“ segir Sigmar og sést glöggt að hér er á ferðinni einn af heiðursfélögum hússins. „Stefán á málverk á söfnum bæði á íslandi og erlendis. Frægasta mynd hans, Vorleik- ur, er á Listasafni alþýðu og einnig á hann myndir á söfn- um í New York og París. Hann er orðinn 84 ára en er enn í fullu fjöri, miklu fjöri." Það sést glöggt að Sigmar nýtur þess að hafa félaga sína hjá sér. Hann situr samt og smíðar allan tímann þegar ekki er afgreiðsla. „Lagerstaðan er óvenju góð um þessar mundir, frekar ró- legt í búðinni," segir Sigmar og brosir. Hann hefur selt mik- ið af trúlofunarhringum í gegn- um árin og finnst gaman að taka þátt í þessum gleðistund- um hjá fólki. „Einu sinni voru hringarnir þrír því maðurinn vildi ekki gera upp á milli kvenna sinna," segir hann og má sjá að hvergi speglast mannlífið betur en einmitt á svona stað. Þar leitar fólk að gjöfum við öll hugsanleg tækifæri - til að tjá hug sinn og tilfinningar. Einu sinni enn hringir bjallan og beðið er um meistarann sjálfan. Maður kom með gaml- an kross sem hann hafði fund- ið fyrir þrjátíu árum og langaöi til að gefa barnabarni sínu í fermingargjöf ásamt annarri gjöf. „Svona táknrænt," segir hann og þeir ræða um kross- inn. „Endist í hundruð ára,“ segir Sigmar. „Óforgengileg- ur.“ Maðurinn gat vitjað kross- ins síðar um daginn en þá hafði Sigmar pússað hann upp og krossinn varð sem nýr. Það hlýtur að vera ánægju- legt aö geta liðsinnt fólki á þennan einstæða hátt, vera að sinna list sinni og reka svo óvenjulegt menningarsetur sem þetta, enda hefur Sigmar alltaf talið sig gæfumann. □ Tökum eftir gömlui myndum fÉo „ ^ ^ s/ ^MEMA LANGAR ÞIG LÖGLEGA TIL BANDARÍKJANNA? Með öruggum samtökum með mikla reynslu? Þá eru „Au Pair in America" réttu samtökin fyrir þig. Samtökin hafa sent 13.000 ungmenni á aldrinum 18-25 ára á síðustu sex árum. í BODI ER: Fríar ferðir G Frftt fæði og húsnæði O Fjögurra daga námskeið í New York, dvalið á fjögurra stjörnu hóteli á Manhattan þér að kostnaðarlausu ♦ Frítt námskeið í bandarískum skóla G 6.000 ísl. kr. á viku í vasapening. G 15.000-100.000 USD sjúkra- og slysatrygging í 13 mánuði + Vegabréfsáritun J-1 í 13 mánuði G Klúbbur Au Pair með afsláttarkorti í versl- anir, ársáskrift að tímariti sam- takanna svo og skemmtileg gjöf til þín G Sérþjálfaður ráðgjafi úti allt árið ♦ Brottför í hverjum mánuði ♦ ATH.: Engin um- sóknargjöld ♦ Kynntu þér mál- ið hjá fulltrúa samtakanna, Berglindi Hallgrfmsdóttur. Sími 91-611183. 9. TBL. 1992 VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.