Vikan


Vikan - 30.04.1992, Page 20

Vikan - 30.04.1992, Page 20
TEXTI: ÞÓRDÍS BACHMANN / LJÓSM.: GUÐMUNDUR INGÓLFSSON ÍMYND perusmiöjan í Reykja- vík frumsýndi sem kunnugt er óperuna La Bohéme eftir Puccini í apr- ílbyrjun. f sýningunni starfa reyndir og óvanir hlið viö hliö og voru flestir á einu máli um að frumraun smiöjunnar heföi tekist hið besta. Tveir söngv- aranna komu aö máli viö Vik- una, þeir Sigurður Bragason, sem syngur hlutverk málarans Marcello á móti Keith Reed, og Jóhann Smári Sævarsson, sem syngur hlutverk heim- spekingsins Colline. Við byrj- um á því aö ögra þeim dálítiö, með því aö spyrja hvaða gagn sé aö listinni, hvort ekki sé nóg aö eiga bara harðfisk. „Þetta veraldlega amstur nægir ekki til að þroska mann- eskjuna - eöa þaö er mín skoðun," svarar Siguröur al- varlegur í bragði. „Listin auög- ar lífið og gefur okkur betri skilning á lífinu líka. Ef viö veltum tilgangi lífsins fyrir okk- ur er vel hugsanlegt aö lífið sé þroskaleið - eða þaö finnst mér. Tónlistin er einn þeirra þátta sem geta hjálpað okkur aö ná fullum þroska." „Ég upplifi kafla á tónleikum þar sem maöur hreinlega svíf- ur og spyr sig hvaðan þessi fegurð komi," segir Jóhann Smári. „Þegar ég uppgötvaöi óperu fannst mér hún svo stór- kostlegt fyrirbæri aö ég vildi aö allir fengju að heyra og skynja og reyna aö hafa jafngaman af henr.i og ég. Ég er alltaf aö finna nýjar og nýjar óperur og 20 VIKAN 9. TBL. 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.