Vikan


Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 22

Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 22
Ingibjörg Guðjons- dótlir og Þorgeir J. Andresson i hlutverkum sinum i La Bohéme. og brauð, svo það líf var mjög svipað líferni listamannanna í La Bohéme. ítölsk hús eru einnig afar illa kynt svo lopa- peysan og ullarsokkarnir komu sér vel margan vetrar- daginn," segir hann. Sigurður lærði í Mílanó á Ítalíu en hann er baríton cantabile. Flest stærstu hlutverkin í óperunni eru sungin af tveimur söngvur- um sem skiptast á og þegar blaðamaður Vikunnar ræðir við þá félaga eftir fyrstu sýn- ingu á óperunni hefur Sigurður enn ekki stigið á sviðið sem Marcello en bandaríski söngv- arinn Keith Reed söng hlut- verk hans á frumsýningu. í raun verður um að ræða aðra frumsýningu þegar skipt verð- ur út, því frá Þýskalandi kemur Ólafur Bjarnason, tenór, og tekur við hlutverki Rodolfos sem Þorgeir J. Andrésson söng glæsilega á frumsýn- ingu. Sigurður og Jóhann Smári geta þess sérstaklega hve mikill heiður hafi verið að því að fá Kristján Jóhannsson sem frumsýningargest en Kristján hefur, sem kunnugt er, sungið Rodolfo í La Bohéme, bæði í uppfærslu Þjóðleikhússins og víðar. Af öðrum heimsfrægum tenórum hafa bæði José Carreras og Luciano Pavarotti sungið hlut- verk Rodolfos gegnum árin. Jóhann Smári er 25 ára gamall, sem er óvenju ungur aldur fyrir bassasöngvara. Algengt er að bassasöngvarar Ijúki söngnámi um 25 ára aldur en eftir það þurfa þeir alla jafna að bíða í ein fimm ár eftir því að röddin nái þeim þroska sem æskilegur er. Dökku raddirnar eiga iðulega sinn hápunkt þegar söngvarinn er kominn undir fimmtugt, þó létt- ar og lýrískar raddir eigi sinn hápunkt fyrr. DRAUMURINN RÆTTIST Jóhann Smári hóf söngferil sinn með Karlakór Keflavíkur en hann er enn í söngnámi, hjá Siguröi Demetz í Nýja tón- listarskólanum. „Mér fannst stórkostlegt þegar ég heyrði fyrst í einsöngvara með karla- kór og mig dreymdi um að geta einhvern tima sungið ein- söng með karlakór," segir hann. „Ég dreif mig í nám í Tónlistarskóla Keflavíkur og eftir tvö ár rættist draumurinn," segir hann og hlær alsæll. Jóhann er nýbúinn að fá í hendurnar gagnrýni Jóns Ás- geirssonar í Morgunblaðinu þegar við ræöum saman og segist hreinlega vera „alveg i skýjunum“. Hann bætir því við að það sé mjög þægileg tilfinn- ing að fá slíka umbun eftir alla þá vinnu sem átt hefur sér stað. Hann má vissulega vel við umsögnina una en Jón segir hann vera þann af ný- græðingunum sem „kom, sá og sigraði". Jóhann Smári stefnir á söng- nám í Osimo á Adríahafs- strönd Ítalíu. Þar er nú fræg- asta söngakademía í Evrópu en Jóhann Smári fer utan í sumar og syngur þar fyrir kennara. Katia Riccarelli er einn velunnara skólans en þangað koma heimsfrægir söngvarar og æfa með nem- endum og eiga jafnvel til að syngja með þeim í uppfærsl- um. Meðal þeirra íslendinga sem þar hafa lært er Guðjón Óskarsson, bassi, sem nú syngur við Óperuna í Osló. MIKIÐ UM GÓÐA SÖNGVARA Blaðamaður spyr hvort ekki sé nóg að hafa eina starfandi óperu í ekki stærra landi. Sigurður verður fyrst fyrir svörum: „Óperusmiðjan er ekki hugsuð sem samkepni við Óp- eruna heldur til að skapa meiri breidd í tónlistarlífið. Því miður hafa þær raddir heyrst frá fólki sem stendur framarlega í tón- listarlífinu að á íslandi finnist ekki fleiri góðir söngvarar en þeir sem þegar hafa hlotið al- menna viðurkenningu og þess vegna sé ekki hægt að gefa fleirum tækifæri. Þetta er alger firra eins og sannast á þessari sýningu okkar. Mörg okkar hafa verið starfandi við söng meira og minna í tíu ár, sungið á tónleikum og í óperum er- lendis, en ekki fengið sömu auglýsingu og aðrir. Það er orðið mjög mikið til af góðum söngvurum á íslandi en til að þeir fái notið sín þurta þeir ■ Það er orðið mjög mikið af góðum söngvur- um á íslandi en til að þeir fái not- ið sín þurfa þeir stöðugt að vera í eldlínunni. ■ Það er streituvaldur að þurfa að fara á milli staða til að kenna í klukku- tíma, æfa tíu til fjögur og vera svo á kóræfingu um kvöldið. stöðugt að vera i eldlínunni - á sviðinu. Fái þeir ekki að syngja geta þeir misst allt nið- ur á örfáum árum.“ Jóhann Smári tekur undir þetta: „Þegar fólk er búið að ná upp röddinni er næsta mál á dagskrá að fá reynslu - að fá að syngja." Hann nefnir sem dæmi að hans rödd hafi gjör- breyst við vinnuna að La Boh- éme, stækkað í allar áttir og orðið fyllri. „Það skiptir öllu máli að fá að vinna, þess vegna er ekki hægt að leggja dóm á fólk sem söngfólk fyrr en það hefur fengið reynslu." Hann tekur Keith Reed sem dæmi um söngvara sem vaxið hafi gífurlega á því að vera í stöðugri vinnu. LISTAGYÐJUNNI FÆRÐAR FÓRNIR Að baki uppsetningu Óperu- smiðjunnar liggur árs vinna, í að funda, skipuleggja, sækja um styrki og syngja á tónleik- um til þess að geta staðið straum af kostnaði viö upp- setninguna. Það er erfitt að spá fyrir um framtíðina en draumur Smiðjufólksins er vit- anlega sá að geta haldið áfram aö setja upp óperur að staðaldri. „Mér finnst þær raddir, sem hér eru að syngja, ekki síðri en það fólk sem mest hefur sung- ið í Óperunni," segir Sigurður. „Það væri stórkostlegt skref ef stjórnvöld gætu boðið söngv- urum nokkrar fastar stöður við 22 VIKAN 9.TBL.1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.