Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 23
Óperuna eða leikhúsin. Hér
heima eru söngvarar að
kenna, stjórna kórum, syngja
við jarðarfarir, á skemmtunum
og tónleikum, svo fólk nær
ekki að einbeita sér að list
sinni. Þar eð fyrirtækið heitir
Óperusmiðjan í Reykjavík er
draumurinn vissulega sá að fá
einhvern fastan bás hjá
Reykjavíkurborg," bætir hann
við. „Við höfum haft samband
við borgarstjórn og bíðum nú
spennt eftir svari. Fyrst þetta
fyrirtæki rúllar svona skemmti-
lega af stað verður kannski úr
að þeir fastráði okkur.“
„Óperuvinnan bíður skaða
af allri þessari hliðarvinnu,"
tekur Jóhann Smári undir.
„Það er streituvaldur að þurfa
að vera að fara á milli staða, til
að kenna í klukkutíma, æfa tíu
til fjögur og vera svo á kór-
æfingu um kvöldið. Röddin
þolir heldur ekki endalaust
álag,“ bætir hann við, þó erfitt
sé að gera sér í hugarlund að
nokkuð gæti hrinið á þessari
djúpu bassarödd.
„Flest erum við í annarri
vinnu eða námi,“ segir Sigurð-
ur. „Við kennum, erum með
kóra og syngjum eins og við
getum en erlendis erum við
gagnrýnd á sama grundvelli
og atvinnusöngvarar. Til þess
að standa jafnfætis atvinnu-
söngvurum getum við þurft að
vinna langt fram á nætur. Þeg-
ar ég til dæmis er búinn að
Ijúka mínu dagsverki, um ell-
efuleytið á kvöldin, fer ég niður
í skóla og æfi mig langt fram á
nótt.“
Á síðasta ári söng Sigurður
í Beethovenhúsi í Bonn og
kv.eið því mjög fyrir tónleikana
að eiga að láta gagnrýna sig á
sama grundvelli og atvinnu-
fólkið. Hann hlaut þó mikið lof
fyrir söng sinn og fékk strax
umboðsmann í Þýskalandi
sem þegar hefur útvegað hon-
um konserta erlendis fram til
ársins 1994. [ framhaldi af því
má geta þess að Ólafur
Bjarnason tenór varð þess
heiðurs aðnjótandi að prýða
forsíðu Opern Welt í Þýska-
landi á dögunum en hann
syngur sem stendur öll
stærstu tenórhlutverk óperu-
sögunnar í Þýskalandi, þar
sem hann hefur hlotið al-
menna viðurkenningu og lof.
DÝRMÆT
LANDKYNNING
Eru íslendingar að komast í
það að verða eldisstöð fyrir
óperusöngvara?
„Það liggur við,“ segja
félagarnir einum rómi. Jóhann
lætur þess getið að hann hafi
sótt námskeið hjá ítalskri
söngkonu, Önnu Ratti, sem
kemur hingað ár eftir ár og tel-
ur sönggáfu landans með ólík-
indum.
„Þess vegna væri gaman og
vel mögulegt að fara til útlanda
með sýningu," segir Sigurður.
„Gott listafólk eykur hróöur ís-
lands og getur hreinlega verið
söluvara eins og óskarsverð-
launatilnefning Friðriks Þórs
sýndi svo rækilega um daginn.
Góður söngvari, sem kemst
aö hjá virtu plötufyrirtæki, aug-
lýsir menningu okkar gífurlega
mikið úti í heimi. Tökum Sig-
rúnu Eðvaldsdóttur sem
dæmi; hvers vegna er ekki
eitthvert fyrirtæki búið að fjár-
festa í fiðlunni hennar? Hún er
að keppa við bestu fiðluleikara
heims á einhverja skólafiðlu.
Þó við hugsum einungis um
peninga þá eru svo sannar-
lega peningar í þeirri kynningu
sem framúrskarandi listamað-
ur gefur þjóð sinni. Umboðs-
maðurinn minn hringdi í mig
á dögunum til að biðja mig að
syngja prógramm eftir Jón
Leifs því hann væri svo heitur
í Bretlandi eftir að sýndur var
þáttur með honum í BBC. Á
döfinni er að gefa út geisladisk
í Bretlandi með verkum eftir
Jón Leifs, en verkin hans þóttu
frábær erlendis þó enginn vildi
hlusta á þau hérna heima.
Einnig er verið að gefa út verk-
ið Baldr, sem Paul Zukowsky
stjórnaði, í Bandaríkjunum."
Islensk list og íslenskir lista-
menn eru dýrmæt landkynning
og þannig mikilvægur útflutn-
ingur. Menning okkar, saga og
þjóðhættir persónugerast í
getu og hæfileikum þeirra lista-
manna sem ná stórum sigr-
um á alþjóöavettvangi, svo
sem Kristjáni Jóhannssyni og
Friðriki Þór. í óperuheiminum
er skortur á tenórum og
bassaröddum svo hvarvetna
eru umboðsmenn og óperu-
hús á höttunum eftir efnilegum
nýgræðingum og tilbúin að
gera við þá samninga fyrir óþ-
eruhús og plötufyrirtæki. Sú til-
finning vonar og stolts sem
greip um sig þegar Börn nátt-
úrunnar fékk tilnefninguna til
óskarsverðlauna sýnir okkur
að framtíð okkar sem menn-
ingarþjóðar felst í því að
styðja þá einstaklinga sem
skara fram úr á listasviðinu,
þannig að sköpunargleði
þeirra og kraftur hverfi ekki úr
landi til frambúðar. □
Hróp miðaldra kenu
Eg get ekki skrifað nema
ég sé hamingjusöm,
öskraði ég og hrópin
heyrðust áreiðanlega út á
götu. Þarna hrópaði kona á
miðjum aldri á hamingjuna og
hreint og beint krafðist þess að
fá næði til að vera hamingju-
söm í friði. Ég á nefnilega
virkilega auðvelt með að vera
hamingjusöm ef ég fæ næði til
þess að gera það sem mér
finnst notalegt, til dæmis að
hugsa. Ég hugsa og hugsa og
ræði málin fram og aftur, kynni
mér nýjustu hugmyndir mínar
af sjálfri mér og öðru fólki og
stundum skemmti ég mér svo
vel að ég hlæ mig máttlausa.
Það gerist oft þegar ég er í
gufubaði eða á hvíldarbekkn-
um í sundlaugunum. Reynið
það bara sjálf.
Þetta telst andstæða hug-
ræktar, að ég held, þvf í henni
á maður að tæma hugann og
verða aö engu, en það hef ég
ekki hugsað mér að gera í
bráð. Það sést ef til vill utan á
mér hvað ég hugsa mikið og
er lífleg í augunum, en þegar
ég mætti á andlega ráðstefnu
síðastliðið sumar eftir nokk-
urra ára „andlega hvíld“ sagði
ein konan við mig um leið og
ég birtist: „Velkomin." Mikiö er
ég búin að skemmta mér yfir
þessu orði og geta mér til
hvaða meining hefur verið
þarna á bak við. Velkomin til
okkar og mikið er gott fyrir þig
að þú sért aftur að snúa frá
villu þíns vegar. Eitthvað í
þeim dúr en þar skjátlaðist
henni því ég var þarna aðeins
í fylgd andlega þenkjandi eig-
inmanns í eins konar sumar-
leyfi og til þess að skoða með
röntgenaugunum, reyna að
sjá á bak við, til þess að
hugsa.
Auðvitað átti ég að segja:
Velkomin sjálf, svona til að
svara fyrir mig en ég varð svo
hissa á að það þyrfti að bjóða
mig sérstaklega velkomna á
ráðstefnu um andleg málefni
að mér varð augnablik orða
vant.
En ekki lengur. Hamingja
mín er ekki háð því sem aðrir
segja við mig, hugsa um mig.
Hún er ég sjálf, stundum
ósköp vingjarnleg, stundum
ósköp glöð, stundum dálítið
döpur og einstaka sinnum
mjög hávær að hrópa á ham-
ingjuna í orðsins fyllstu merk-
ingu og með fullum rétti.
FYRIR KONUR OG
FÁEINA MENN
Ég skrifa
hamingjuljóð
fyrir konur
segi þeim
að hlusta
á rigninguna
og hlæja á
fullu tungli
og leyfa engum
að fjötra sig.
Pá komast þær
i eigið hjarta
heim.
9.TBL. 1992 VIKAN 23
ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR SKRIFAR