Vikan


Vikan - 30.04.1992, Qupperneq 25

Vikan - 30.04.1992, Qupperneq 25
Leikararnir bíða rólegir, hver á sínum stað, en sýningarstjónnn er allt annað en rólegur. Nú er beðið eftir áhorfendunum til að sýn- ingin geti hafist, uppselt er á sýninguna og ekki annars að vænta en byrjuninni geti seink- að um tvær mínútur. „Hey, hvað er að gerast, strákar? Það er enn verið að loka hurðum. Ég vil fara að byrja á þessu, einn tveir og ... KK, tilbúinn! ... nú!“ Immý er í miklum ham. Tuttugasta sýningin á Þrúg- unum er að hefjast I Borgar- leikhúsinu og Vikan er á staðnum til að fylgjast með sýningarstjóranum, Ingibjörgu Bjarnadóttur, og spjalla við hana þegar færi gefst. Tilefnið er fyrst og fremst þaö að sá er þetta ritar hefur fylgst með æfingum í Borgarleikhúsinu á nokkrum verkum og tekið eftir því að þegar eitthvað vantar eða út af bregður er það fyrsta sem heyrist: „IMMMMÝÝÝ! mig vantar... “ og svo fram- vegis. Hver er þessi Immý með harða, norðlenska fram- burðinn, sem reddar málunum og stjórnar öllu með harðri hendi? Hver er þessi rödd í kallkerfinu sem gellur við yfir leikurunum sem eru rétt hálfn- aðir með súpuna sína í pás- unni og skipar þeim á svið inn- an tveggja mínútna? Hver er hún? Ingibjörg er Ak(h)ureyringur og virðist stolt(h) af því. Hún er fædd fyrir tæpum þrjátíu árum og hefur víða komið við frá þeim merkisdegi, leigði gest- um og gangandi Akureyring- um til dæmis reiðhjól til skamms tíma. Og enn í dag virðist hún bera þessa einhver merki því hún er bókstaflega á hjólum, sýninguna út í gegn. Meðan allt var í rólegheitum, leikararnir að klæðast búning- um sínum og í sminki, var Immý á reglubundinni eftirlits- ferð sinni um sviðin, bak og aðal. „Það er örugglega eins og ég geri ekkert hérna, labbi bara um og stjórni," segir hún við blaðamann sem lafmóður hefur varla við henni á hlaup- um um húsið. Þegar stund gefst milli stríða þannig að hægt er að spyrja hvað sýn- ingarstjórinn geri annað en labba um og stjórna kemur í Ijós að á herðum hans, hennar í þessu tilviki, hvílir mestur þungi sýningarinnar. MAGAKVEISA EÐA HVAÐ? „Hér úti í búrunum eru Ijósa- menn og hljóðmenn og við hliðina á mér, niðri, baksviðs, er sviðsmaðurinn sem sér meðal annars um að stýra sviðinu og hórunni," segir Immý en með hinu síðar- nefnda á hún við fyrirbærið „horizon" eða sjóndeildarhring sem látinn er síga niður þegar svo ber undir í sýningunum. Síðan er leikmunavörður, smiðir og margir fleiri. „Mitt helsta hlutverk er að sameina og samhæfa allt þetta fólk og alla þá þætti sem gera sýninguna að einni sam- felldri heild," segir Immý og í þann mund kemur kona í smekkbuxum og strigaskóm með vaskafat og setur það við fótskör sýningarstjórans eins og hann, hún í þessu tilviki, eigi vanda til að fá í magann undir mikilli pressu sem jafnan hvílir á leikhúsfólki meðan á sýningum stendur. Vaskafatið er þó ekki ætlað Ingibjörgu heldur einum leikaranum sem nú kemur askvaðandi og gríp- ur fatið með sér aftur inn á sviðið. Immý bendir á smekk- buxnakonuna og segir að hún sé nánast goðsagnapersóna í lifanda lífi innan leikhússins. „Þetta er Heiða props, hún sér um leikmunina og hefur aldrei, ekki einu sinni, klikkað á því að koma með stykkin ná- kvæmlega á réttum tírna," segir Immý og bætir við að hún þoli sjálf ekki skipulags- leysi. Bak við Immý situr Karl V. Magnússon sviðsmaður við heljarinnar tölvuborð. Sat, væri ef til vill réttara að segja því hann er horfinn. Og þegar hann kemur til baka er hann allur skítugur í framan og undarlega til fara í flesta aðra staði. Skýringin kemur fljót- lega þegar hann tekur aftur til fótanna og þýtur inn á sviðið, hann er líka statisti, það er að segja kemur inn í sýninguna sem aukaleikari þegar mikið er um að vera og margir þurfa að vera á sviðinu í einu. Þegar hann kemur aftur setja þau Immý á sig heyrnartólin og sitja síðan eins og flugmenn í flugstjórnarklefa með öll þessi Ijós og skjái. Immý segir eitt- hvað í hljóðnemann sem er áfastur heyrnartólunum og þau hlæja sig máttlaus. Hvað þeim fór þarna á milli er engin leið um að segja því allt er hvíslað í hálfum hljóðum, sýn- ingin er í fullum gangi. Og meðan á henni stendur eiga leikararnir ótt og títt leið framhjá Immý þegar þeir fara inn á sviðið. Stundum þurfa þeir að hinkra aðeins og þá er grín í gangi alveg fram til þess að brosið dettur skyndilega af leikurunum, þeir hrista sig aðeins og eru þotnir inn í graf- alvarlega senu. Eftir situr Immý við stjórnborðið, skelli- hlæjandi. Trúbador sýningarinnar, Kristján Kristjánsson, sem enginn þekkir nú orðið öðru- vísi en undir nafninu KK, virtist hafa sérlega gaman af því að slá á létta strengi við Ingi- björgu sýningarstjóra áður en hann hóf slátt á stálstrengi fyrir áhorfendur. Þannig er and- rúmsloftið kringum Immý bak- sviðs í Borgarleikhúsinu, létt og skemmtilegt. LCRÐI SÝNINGAR- STJÓRNUN Meðan rólegheitaatriði rennur í gegn á sviðinu næst sam- band við Immý um stundar- sakir sem því atriði nemur. Hún varð stúdent frá Verk- menntaskólanum á Akureyri. „Þá var ég á viðskiptabraut en vann mikið í leikhúsinu með námi og var sýningarstjóri þar í tvö ár eftir stúdentsprófið. Pétur Einarsson, sem einmitt leikur hér í Þrúgunum núna, var leikhússtjóri þá og hann réð mig eftir að ég hafði farið í viðtal sem umsækjandi um starf sviðsstjóra. Þarna fyrir ▼ Immý læröi sýn- ingastjórn- un í Eng- landi. „Hér vita allir hvaö þeir eiga að gera og hvenær.“ TEXTI: JÓHANN GUÐNI REYNISSON / UÓSM,: BINNI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.