Vikan


Vikan - 30.04.1992, Síða 28

Vikan - 30.04.1992, Síða 28
utan flugstöðina var varla nokkurn bíl að sjá nema tvo leigubíla og við fórum að sjálf- sögðu að grennslast fyrir um hvort ekki væri fáanlegt far með öðrum hvorum bílnum. Bílstjórarnir voru báðir í fasta svefni og tóku því ekkert of vel þegar þeir voru vaktir af tveim- ur næpuhvítum íslendingum. Að eigin sögn rötuðu þeir ekkert um Havana og þar að auki héldu þeir að þeir ættu að bíða eftir einhverju fólki. Ein- hvern veginn voru þeir hálf- óvissir um tilvist sína fyrir utan það að þeir voru syfjaðir svo við sáum okkur þann kost vænstan að bíða átekta og abbast ekki meira upp á þá. Þarna var að vísu opin skrif- stofa, greinilega ætluð ferða- mönnum þar sem hún bar áletrunina „Við erum vinir þínir á Kúbu“. Fjöldi starfsmanna var þar innandyra í hrókasam- ræðum og virtust skemmta sér hið besta svo ekki var með nokkru móti hægt að vekja at- hygli á sér. Þegar hér var komið sögu taldi ég mig fyrir víst hafa rek- ist á löt og ofdekruð börn hins sósíalíska velferðarkerfis sem ekkert þyrftu fyrir lífinu að hafa. Ég var nærri farinn að rífa hár mitt og bölva í hljóði af alkunnri íslenskri óþolinmæði þegar ungur maður birtist skyndilega, gekk á hvern ferðamann sem fyrir honum varö og tók niður þá sem vant- aði far í bæinn. Hann sá síðan um að allir kæmust þangað sem þeir vildu fara. Það fór ekkert á milli mála að þessi ungi maður var eldhugi bylt- ingarstarfsins og ég þakkaði guði mínum fyrir að hafa rekist á hann. Þess ber þó að geta að aldrei aftur rákumst við á vandamál af þessu tagi. Allir voru ávallt boðnir og búnir að aðstoða okkur eftir fremsta megni, hvar sem var. Okkur var ekið aö Hotel Habana libre, eina hótelinu ▲ Kát og falleg börn á götu í Havana. sem við höfðum haft spurnir af i Havana áður en að heiman var farið. Við áttum ekki frátek- ið herbergi og svo óheppilega vildi til að hvert einasta rúm var upptekið, reyndar einnig á öllum hótelum borgarinnar svo og í nágrenni hennar. Starfs- fólkið var hið almennilegasta og gerði allt sem mögulegt var, en án árangurs. Og þarna stóðum við með pokann okkar, ferðalúin eftir fjórtán tíma flug frá Lúxem- borg og sáum fram á að þurfa að gista á götunni í þessari ó- kunnu borg. Svo heppilega vildi þá til að fólk var að yfir- gefa hótelið stuttu eftir að við höfðum fengið fullvissu um plássleysi Havanaborgar og við fengum inni. Hotel Habana libre var Hilt- on-hótel fyrir valdatöku bylt- ingarmannanna 1959 og er eflaust eitt glæsilegasta hótel sem auralítill og ævintýragjarn bakpokaferðalangur getur lát- ið sig dreyma um að gista á. Það er í engu eftirbátur evr- ópskra lúxushótela. Hvernig er það svo fyrir ís- lenskan ferðalang aö spáss- era um götur Havanaborgar og upplifa andartak líðandi stundar? í samanburði við önnur ríki, sem ég hef sótt heim og telja sig fylgja þjóð- félagskenningum Marx og Leníns, er Kúba skemmtilega frábrugðin. Þaö var fátt sem minnti mig á Norður-Kóreu. Þar gengu til dæmis allar kon- ur í nákvæmlega eins skóm og þar var þegnunum skylt að ganga með barmmerki af leið- toganum, Kim II Sung. Ekki bar heldur á þeirri persónu- dýrkun á þjóðarleiðtoganum sem tíðkast í Kóreu og kemur meðal annars fram í fjölmörg- um myndum og stórum stytt- um um alla borg. Fátt fannst mér líka minna á Sovétríkin nema einna helst farartæki, svartamarkaðsbrask og vöru- skortur. Það sem mér fannst ein- kenna kúbanskt götulíf var meira í ætt við götulíf vest- rænna borga, að undanskildu því að manni voru hvergi boð- in eiturlyf og hvarvetna gekk maður óhultur fyrir ribböldum, hvort sem var i fátækasta borgarhlutanum eða annars staðar. Að horfa inn í þröngar götur gömlu Havana, með niður- níddum húsum, léttklæddum börnum og hópum af starandi fólki, minnti mig í fyrstu á fá- tækrahverfi Bandaríkjanna og veigruðum við okkur í fyrstu að leggja leið okkar þangað. 28 VIKAN 9.TBL.1992

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.