Vikan


Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 31

Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 31
THE COMMITMENTS: VOL. II HNÍFURINN OG MJÓLKUR- KÝRIN Eins og flestir vita sló myndin The Commitments eftir Alan Parker (The Wall, Midnight Express, Birdy) hressilega í gegn á síðasta ári. Sú varð einnig raunin með tónlistina - sálartónlistina - í myndinni en kvikmyndin lýsir stormasömu lífi sálarsveitarinnar The Commitments í Dublin á Ir- landi. Velgengni plötunnar er mestmegnis að þakka hinum kornunga en frábæra söngv- ara, Andrew Strong. Hann var aðeins sextán ára þegar tökur á myndinni hófust. Sumir kalla hann „hinn nýja Otis Redding“ eða „nýjan Joe Cocker". Tón- listin er eftir reynda sálar- hunda og margt góðra laga var í boði, svo sem Mustang Sally (eftir Wilson Pickett), Try a Little Tenderness (eftir Otis Redding) og Take Me to the River (eftir Al Green). Að hætti sannra peninga- manna er nú komin plata núm- er tvö og er hún á sömu nótum og sú fyrri en inniheldur sjö lög sem ekki eru í myndinni. Það á að mjólka þetta alveg í botn og svo sem allt í lagi þegar svo ágætir flytjendur eiga í hlut. Margt verra hefur verið gert. Sem fyrr er það A. Strong sem er toppurinn á plötunni, í lög- um á borð við Show Me (eftir Joe Tex) og Grits Ain’t Grocer- ies (eftir Titus Turner). Einnig eru þarna lögin Nowhere to Run sem ein bakraddasöng- konan, Niamh Kavanagh, syngur vel og Bring It on Home to Me (eftir Sam Co- oke), dúett í flutningi Roberts Arkins og Angeline Ball. Flutn- ingurinn er í góðu lagi á Vol. II en lögin eru bara ekki eins góð og á fyrri plötunni. Þar stendur hnífurinn í mjólkurkúnni. STJÖRNUGJÖF: ★★★ HUÓMSVEITIN PRIMAL SCREAM FRÁ SKOTLANDI STANSAÐ DANSAÐ ÖSKRAÐ! að er ekki hægt að segja að hann sé með fríðari mönnum, söngv- arinn í Primal Scream, Bobby Gillespie. En hann er í þeirri aðstöðu að vera í þeirri hljóm- sveit sem bresku tón- listartímaritin Melody Maker og Select völdu sveit ársins 1991 og hjá fleiri blöðum lenti sveitin ofarlega á blaði í árs- uppgjöri. Plata Primal Scream, sem varð í fyrsta sæti hjá Mel- ody Maker, ber heitið Scream- adelica og ersú þriðja í röðinni hjá sveitinni. Lag af þessari plötu, hið magnaöa Higher than the Sun, lenti í þriðja sæti hjá MM en því fyrsta hjá New Musical Express. Eins og svo margar aðrar góðar poppsveitir kemur Prim- al Scream frá Skotlandi, nánar tiltekið frá Glasgow. Hana skipa auk fyrrgreinds söngv- ara Denise Johnson (söngur), Andrew Innes (gítar), Toby Tomamov, Martin Duffy (hljómborð) og Hugo Nichol- son sem sér um tölvurnar. Tónlist hljómsveitarinnar hefur verið lýst sem samblandi af gömlu Stones-gítarrokki, Happy Mondays-rytma (ein frægasta Manchester-sveitin um þessar mundir) og jafnvel Byrds-melódíum. Hérerþann- ig um blöndu af gömlu og nýju að ræða, uppskrift sem hefur verið mikið notuð að undan- förnu við góðar undirtektir. TÓNLISTIN VAR HÁVAÐI í FYRSTU Það var um miðjan síðasta áratug að Bobby Gillespie fór að fikta við tónlist og var meö- al annars um tíma í hljóm- sveitinni Jesus and Mary Chain, lék þar á trommur en hætti fljótlega vegna vangetu, að eigin sögn. Upp úr þessu stofnaði hann Primal Scream. „I fyrstu framleiddum við eigin- lega bara hávaða sem leysti vissa hluti úr læðingi og okkur fannst tilfinningagöfgandi. Ég veltist um öskrandi og æpandi, það var æðislegt. Smám sam- an varð tónlist okkar þó mel- ódískari,” segir Bobby. Og tónlist hljómsveitarinnar, eins konar frumgerð hins óháða rokks, sem er hampað svo mjög á Englandi, hafði áhrif á aðrar sveitir, svo sem The Stone Roses. Árið 1990 braut sveitin ísinn og sló í gegn með laginu Loaded sem hét upprunalega l’m Loosing More than l’ll Ever Have. Óþekktur plötusnúður, Andy Weatherall, fór höndum um lagið og eftir það breyttist það í Loaded og var óþekkjan- legt. „Við vissum að Andy lík- aði tónlist okkar og á þessum tíma var það sjaldgæft. Okkur líkaði einnig það sem hann spilaði í útvarpinu, vissum að hann pældi í góðri tónlist og hafði jákvætt hugarfar. Því gerðum við þessa tilraun með lagið og það var mikill plús að Andy hafði aldrei verið í hljóð- veri. Ég vil samt ekki skýra nákvæmlega frá því sem við gerðum, það er og verður ráð- gáta.” Lagið settist á vinsældalist- ana og það er það sem skiptir máli í popptónlistinni. Síðan þetta gerðist hefur sveitin ver- ið í sviðsljósinu og hefur nú náð hápunkti á ferlinum með plötunni Screamadelica. DANSAÐ, DÓPAÐ, ÖSKRAÐ Það er fleira sem skiptir máli hjá meðlimum Primal Scream, nefnilega dansinn og dópið. Viröist líka raunin vera sú að þetta fólk lifi hátt og skammist sín ekkert fyrir að tala um eit- urlyf opinberlega, enda er lyfið ecstasy, sem margir dansfíkl- ar nota, mjög vinsælt og er stundum kallað „ástarlyf”. Bobby er ófeiminn þegar hann talar um eiturlyf. „Ég held að eiturlyf geti haft áhrif á tónsmíðar okkar og þau eru að mínu áliti bara hluti af reynsluheimi lífsins. Fólk lærir af því sem það lendir í þegar það er í vímu. Þetta getur al- veg eins gerst þegar fólk hefur drukkið áfengi. Ég er alls ekki að segja að þeir sem neyta eit- urlyfja séu á hærra plani en þeir sem gera það ekki.” Margir aðdáenda Primal Scream og annarra sveit á svipaðri línu (danstónlist, skynvillupopp/rokk) neyta eit- urlyfja og áfengis til þess aö ná markmiði sínu, sem er yfir- leitt það sama hjá flesíum; að fríka algerlega út í tónlistinni og dansa úr sér allt vit. Bobby er líka algert dansfrík sjálfur. „Dans er frábær. Dansinn frelsar og hreinsar hugann al- gerlega. Það er til dæmis frá- bært að dansa við sinn eigin skugga og framkvæma eigin munstur með skuggum hand- anna. Það er líka gaman að dansa við aðra persónu eöa hóp af fólki, dansinn getur virk- að eins og samskiptaform. Ég hef alltaf verið mikið fyrir að dansa og get dansað þó engar trommur séu í lagi, ég bara finn taktinn. Markmiðið hjá okkur í Prim- al Scream er að fá áhorfendur til að sleppa sér algerlega, gefa tónlistinni völdin. Til þess aö þetta geti gerst verðum við að sleppa okkur líka. Þetta er tilgangur Primal Scream,” segir Bobby Gillespie, hinn 27 ára gamli söngvari þeirrar hljómsveitar sem nú svífur hæst á stjörnuhimni breskrar popptónlistar. Og aðdáend- urnir öskra af gleði. ▲ Bobby Gillespie, söngvarí Primal Scream. „Markmið- ið hjá okk- ur i Primal Scream er að fá áhorfend- ur til þess að sleppa sér alger- lega, gefa tónlistinni völdin.“ co b' z (D > £ % I- co co o 9.TBL. 1992 VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.