Vikan


Vikan - 30.04.1992, Page 35

Vikan - 30.04.1992, Page 35
Fyrir um þaö bil einu ári ákvað Lína Rut aö fá Unni Guðnýju Gunnarsdóttur, sem við sjáum á meðfylgjandi myndum, tii að sitja fyrir í þessum þáttum. Það hefur þó dregist þar til nú. Fleiri hafa greinilega haft augastað á Unni og fundist hún hafa sitthvað til að bera til að njóta sín fyrir framan myndavélina því í millitíðinni tók hún þátt í Elite-keppn- inni. Hér er hún sem sagt mætt. Unnur er sextán ára og er nemandi í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en óhætt er að segja að hún eigi framtíðina fyrir sér í fyrirsætu- störfum. Á svarthvítu myndinni notar Lína Rut svarta og gula liti í kringum augun, eins og jafnan þegar hún farðar fyrir þannig myndir. Á litmyndunum hefur hún bætt brúnum lit við. Litirnir eru fengnir úr miklu úrvali lita í MAKE-UP FOREVER snyrti- vörunum sem eru á boðstólum í Förðunarmeistaran- um í Borgarkringl- unni. Eins og einhverjir taka sjálfsagt eftir eru myndirnar að þessu sinni nokkuð óvenjulegar en hér er á ferðinni Ijósmyndari sem er nýkominn heim frá Kanada, kannski með nýja tækni og hugmyndir í farteskinu. Hann heitir Gústaf Guðmundsson og verður spennandi að sjá meirafrá honum. STAKKASKIPTI MEÐ MAKE-UP FOREVER

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.