Vikan


Vikan - 30.04.1992, Síða 37

Vikan - 30.04.1992, Síða 37
algjörlega stjórn á sér ef þær fara án mannsins síns á sólar- strönd? Viö spurðum sálfræö- ing og hér kemur álit hennar: - Fyrst vil ég undirstrika aö þaö eru ekki bara konur sem umturnast á sólarströnd, karl- menn eru engu betri. Þaö er frekar aö konurnar haldi sig á mottunni í heimalandi sínu heldur en þeir, þrátt fyrir að ýmsir freisti þeirra. Þeim viröist ekki eins áhættusamt aö eiga í ástarsambandi á sólarströnd, það er minni hætta á því aö þaö komist upp, það er án skil- yrða og lýkur þegar heim er komiö. Svo er heldur varla hætta á að náunginn skjóti upp kollinum í heimalandi kon- unnar og valdi hneyksli. Það gerist yfirleitt ekki. Hver er raunveruleg ástæða þess að konur með fullu viti láta hafa sig út í þetta, borga jafnvel fúlgur fjár fyrir gjafir handa þessum mönnum? - Hvaö þaö síðastnefnda áhrærir eru gjafir form á greiðslu fyrir veitta þjónustu. Þaö væri meira niðuriægjandi að þurfa að láta manninn fá ákveðna upphæð fyrir veitta þjónustu þegar konan fer heim, ekki satt? Sumum kon- um finnst hins vegar sjálfsagt að borga fyrir góða þjónustu og skammast sín ekki fyrir að kalla þetta réttu nafni. Sumar eru einmana og þetta er skammtímalausn fyrir þær. Sumum finnst að öðruvísi geti þær ekki náð sér í náin kynni við karlkynið. Jafnréttisbarátt- an hefur líka komið af stað söknuði hjá sumum konum. Við höfum misst hluta af róm- antíkinni og þá stimamýkt sem karlmenn sýndu okkur einu sinni. Við fáum ekki bæði sleppt og haldið, þrátt fyrir að við viljum það. Við föllum í staðinn fyrir dökkum, brosandi augum og rauðum rósum. Hugsaðu þér bara kven- kynsforstjóra sem fer í frí til sól- arlanda. Hún er yfirmaður margra karlmanna, þarf að haga sér eins og karlmaður og geta það sama og þeir. Hún er sterk og töff og kemur vel fyrir. Kannski finnur hún fyrir ríkri þörf fyrir að láta þjóna sér eins og veikbyggðu blómi þegar hún kemur á sólarströnd. Kon- ur hafa þörf fyrir aö láta þjóna sér. Auðvitað mun hún skammast sín á eftir og vona að enginn komist að þessu. Samt er freistandi að veröa sér úti um ofurlitla rómantík í smátíma. Ljúft er að láta sig dreyma ... Gætið þess bara að vakna ekki upp með martröð. □ HVERER MADURINN? Tilvonandi unnusti hennar var mjög hávaxinn samanborið viö hana, sem var rétt um 160 sm á hæð. Mörgum þótti hún vera glæsilegasta stúlkan í há- skólanum. Hugrakkur ungur maður hafði tekið af skarið og boðið henni upp í dans. Flestir karlkyns áhorfendur fylgdust öfundsjúkir með parinu þar sem það leið um dansgólfið. Einn þeirra var sá sem við leit- um að. Aldrei fyrr hafði hann séð svo sæta og myndarlega stúlku, honum fannst hann verða að gera eitthvað í mál- inu. Svo fljótt sem hann gat olnbogaði hann sig í gegnum mannmergðina á dansgólfinu, gekk til hennar og fékk góðfús- legt leyfi hennar til að dansa við hana næsta dans. Það neistaði á milli þeirra þegar við fyrsta augnatillit. Hann hafði samt ekkert til að bjóða sinni heittelskuðu nema ef vera skyldi metnaður hans og vilji að komast áfram í líf- inu. Hann átti varla föt til skipt- anna. Á stúdentagarðinum bjuggu tíu þúsund manns. Fyrir kom að allt að fimmtán stúdentar þurftu að deila með sér einu herbergi og við slíkar aðstæður bjó einmitt okkar maður. Eins og félagar hans geymdi hann aleigu sína í lítilli ferðatösku undir rúmi sínu. Hann var ekki áhugamaður um íþróttir og tileinkaði sér ekkert slíkt á skólaárunum. Hann hafði ekkert sérstaka söngrödd og kunni ekki að leika á neitt hljóðfæri. - Engu að síður var honum ýmislegt til lista lagt. Hann var mjög metn- aðargjarn í námi og sat því oft langt fram eftir nóttu yfir skóla- bókunum. Hann neytti hvorki áfengis né varði tímanum í að hlaupa á eftir stelpum. Það tók hug hans allan að mennta sig og þroskast svo hann mætti komast áfram f lífinu. Hann lagði mikið á sig til þess að komast til háskólanáms þar sem hann hafði hug á að leggja stund á eðlisfræði. Hon- um gekk aftur á móti illa í skrif- legu prófi á fyrsta árinu svo hann venti sínu kvæði i kross og fór að læra lögfræði. Stúlkan glæsilega gerði sér fljótlega grein fyrir því að hún hafði fundið fjársjóð og aö pilt- urinn, sem hún hafði hitt, var óslípaður demantur. Hún vissi líka að hennar biði mikið starf við að vinna úr honum. Þegar hann byrjaði í háskóianum var hann í raun afar illa að sér og sjóndeildarhringur hans var takmarkaður. Hann var til dæmis algjörlega úti á þekju hvað varðaði myndlist, bók- menntir og tónlist. „IHvað er eiginlega þetta sem kallað er ballett?" spurði hann skólafé- laga sinn. Stúlkan lét hendur standa fram úr ermum í því skyni að koma unnusta sínum á bragðið. Hún dreif hann því með sér í bókaverslanir og hin ýmsu lista- og bókasöfn - svo og í leikhús og á listsýningar. Það tók hana nokkur misseri að leiða unnustann í allan sannleikann en þá var hann líka orðinn býsna vel að sér á flestum sviðum. Enginn kom lengur að tómum kofanum hjá honum, hvort sem var á sviði íþrótta, lista, bókmennta eða kvikmynda svo örfá dæmi séu nefnd. Brúðkaupið var haldið með pompi og prakt - þó svo að hvorki hinn ungi herra né fest- armey hans ættu nokkurt fé handa á milli til ráðstöfunar í þessu skyni. Herbergisfélagar hans sýndu fyllstu tillitssemi og fengu sér næturskjól ann- ars staðar svo þau nýgiftu gætu eytt brúðkaupsnóttinni saman í friði. Þegar háskólanáminu lauk tók við mikil og erfið vinna hjá okkar manni. Það kom í Ijós að stúlkan glæsilega hafði valið sér mannsefni skynsamlega á sínum tíma. Með hennar hjálp náði hann miklum árangri í starfi og átti glæstan feril í heimalandi sínu. En þrátt fyrir erilinn og oft erfiðar aðstæður áttu hjónin þess kost að taka sér frí öðru hverju. Þau óku til dæmis um Frakkiand eitt árið og bööuðu sig í sólinni á Sikil- ey skömmu síðar. Okkar mað- ur hefur alla tíð tekið tillit til þess sem konan hans hefur lagt til málanna og sumir segja að hún sé ævinlega höfð með í ráðum þegar hann tekur mikilvægar ákvarðanir. Þrátt fyrir upphefð og háar stöður hefur hann ekki borist mikið á né látið sína nánustu njóta áhrifa sinna á einn eða annan hátt. Öldruð móöir hans býr enn í litlu íbúðinni sinni i smábænum Privolnoye (um 300 íbúar) þar sem hann sleit barnsskónum. Gamla konan hefur ekki aðrar tekjur en fá- tækleg eftirlaun. Hún hugsar enn sjálf um hænsnin og grís- ina í bakgarðinum og þaö er stutt síðan hún fékk sér nýtt lita- sjónvarp í stað gamla svart- hvíta garmsins. Okkar maður á dóttur sem hann er ákaflega stoltur af og starfar sem leikari. Hann á líka bróður sem er hátt settur í hernum. Vegna starfs síns hefur hann hitt margar þekktar per- sónur hvaðanæva úr heimin- um. Hann hefur til dæmis hlegið með Ronald Reagan Bandaríkjaforseta aö bröndur- um hins síðarnefnda og rætt heimsmálin við sjálfan páfann. Hann hefur jafnvel heimsótt frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands. Margrét Thatcher, þáverandi forsætis- ráðherra Bretlands, var mjög taugaóstyrk þegar hún fór til fundar við hann í mars 1987. Það breyttist heldur betur þeg- ar þau hittust því hann braut alla varnarmúra hennar með aðlaðandi framkomu sinni. Þegar fundinum lauk var and- rúmsloftið ekki þvingaðra en svo að „járnfrúin" sparkaði af sér skónum og tók af sér eyrnalokkana til þess að geta verið frjálslegri. Árið 1990 fékk hann ein mest metnu verðlaun sem nokkrum manni geta hlotnast. Síðan þá hefur margt breyst í heimalandi hans og hefur veg- ur hans minnkað þar þó virð- ing hans sé lítið breytt á al- þjóðlegum vettvangi. Hann hehirtil dæmis hlegið með Ronald Reagan Banda- rikjafor- seta að bröndur- um hins siðar- nehtda og rætt heims- málin við sjáHan pátann. SJA SVAR A BLS. 74 9. TBL. 1992 VIKAN 27 TEXTI: ANDERS PALM/ÞÝÐING: HJb

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.