Vikan


Vikan - 30.04.1992, Side 42

Vikan - 30.04.1992, Side 42
TEXTI: ANNA HILDUR HILDIBRANDSDÓTIR / LJÓSM.: GÍSLI ÞÓR GUÐMUNDSSON Sykurmolarnir hafa undan- fariö látið að sér kveða í bresku tónlistarlífi eftir nokkurt hlé. Öll helstu tónlistar- tímaritin í Bretlandi birtu viðtöl og umfjallanir um hljómsveitina þeg- ar smáskífan Hit kom út þar um áramótin. Sykurmolarnir komu fram í vinsælum sjónvarpsþáttum og tónlist sveitarinnar hljómaði oft í útvarpi. Á breska vinsældalistanum, þar sem velgengni stjórnast af sölu hljómplatna, náði Hit 17. sæti og undirbjó jarðveginn fyrir breið- skífuna Stick Around for Joy sem kom út 10. febrúar. Platan fór í 16. sæti breska vinsældalist- ans viku eftir að hún kom út og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Þótt hún dytti fljótt út af listanum aftur tróndi hún nokkrar vikur á toppi óháöa listans. Liklegt er að nafni þeirra Mola skjóti aftur upp á vin- sældalistanum þar sem smá- skífa þeirra, Walkabout, kom út 30. mars en á henni eru valin lög af breiðskífunni. Það var að vonum gleðiefni þegar loks var Ijóst að Sykurmol- arnir myndu fylgja hljómplötuút- gáfu sinni eftir með tónleikahaldi erlendis. Sveitin hélt fyrst til höf- uðstöðvanna í Bretlandi og tróð upp í fjórum borgum. Fyrstu tón- leikarnir voru haldnir fyrir troöfullu húsi í Brixton Academy í London 7. mars. Hljómsveitin kom dans- andi upp á sviðið og gladdi 3500 aðdáendur með tónlistarsköpun sinni í hálfan annan tíma. „Það er gott að vera aftur hér og við eru glöö að sjá ykkur," sagði Einar Örn við upphaf tón- leikanna og sú gleði var gagn- kvæm því áhorfendur klöppuðu Sykurmolana tvisvar upp í lokin. HZ!M2Z3m „Þetta voru skemmtilegir tónleik- ar,“ sagði Francis á leiðinni út af tónleikunum. „Ég keypti plötuna þeirra, Stick Around for Joy, en vissi ekkert um þá áður. Ég ákvað strax og ég frétti að þeir yrðu hér með tónleika að fara og ... þeir voru góðir!“ „Þetta voru frábaerir tónleikar, þeir bestu sem ég hef farið á í langan tíma,“ sagði Julian sem var á sínum fyrstu Sykurmoiatónleikum. Hann hafði ekki eingöngu áhuga á tónlistinni því hann bætti við nokkuð sannfærandi: „Mig langar að giftast hijómborðsleikaranum, en ég sá að hún var ólétt. Ég er mjög reiður út af því en hún var frábær og hljómsveitin öll var frabær," sagði hann brosandi. „Mér fannst þau góð,“ sagði Isa. Hann sá Sykurmolana þegar þeir tróðu fyrst upp í Bretlandi og hefur fylgst með þeim allar götur síðan. Aðspurður hvort honum fyndist hljómsveitin betri núna sagði Isa: „Þau eru öðruvísi, þau hafa breytt um stíl. Mér finnst þau ekkert verri eða betri - þau eru bara alltaf góð.“ Það eru alls staðar Islendingar þar sem Sykurmolarnir troða upp og auðvitað létu þeir sig ekki vanta í London. Ásdís og Orri (til hægri) eru búsett í London en Helgi og Hrannar voru í viðskiptaleiðangri. Blaðamaður frétti að þeir hefðu misst af flugvél til Amsterdam, þangað sem leið þeirra átti að liggja og orðið strandaglópar í London. Hvort sem það var nú viljandi eða óviljandi áttu þeir félagar góða kvöldstund i félags- skap Sykurmolanna og aðdáenda þeirra í Brixton Academy þetta kvöld. 42 VIKAN 9. TBL. 1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.