Vikan


Vikan - 30.04.1992, Síða 51

Vikan - 30.04.1992, Síða 51
afar sérstakri reynslu morgun einn árið 1970. Þá var hann við daglega jógaiðkun sína og allt í einu gerðist það að hinar heföbundnu jógastöður breytt- ust og urðu að ósjálfráöum hreyfingum sem stjórnaö var innan frá af einhverju afli, lífs- orkunni. Þessu fylgdi síðan djúp hugleiðsla. Þetta varð upphafiö að Krip- aiujóga en Gurudev nefndi það eftir lærimeistara sínum, Shri Kripalvanandji. Þaö bygg- ist á svonefndum Hathajóga- stöðum en áhersla hvílir á lík- ama, huga og lífsorkunni. Það hjálpar til við að beisla hugann sem svo oft ræður feröinni. Við ▼ Dóttir meistarans, sú til vinstri eins og sjá má, hélt námskeið hér á landi síðastliðið haust. Hér er hún ásamt Guðnýju Maríu Hreiðarsdóttur, starfsmanni Heimsljóss. borðum til dæmis þótt viö séum södd, erum þreytt en hvílumst ekki, segjum já þótt við hefðum kosið hiö gagn- stæða og svo framvegis. Krip- alujóga er því aðferð til að nema skilaboð líkamans, auka flæði lífsorkunnar og takast á við sjálfan sig.“ LÍFSORKAN - LÍKAMI - HUGUR - Hvað er átt við þegar tal- að er um jógastöður? „Með aðstoð viljans er byrj- að á því að fara í tiltekna jóga- stöðu. Henni er haldið í ákveð- inn tíma og um leið er fylgst með því hvað gerist hið innra. Upp koma ýmsar tilfinningar eins og ótti, mótþrói, óþolin- mæði eða gleði. Öllu þessu er leyft að flæða og með hjálp öndunarinnar er leitast við aö slaka á og finna fyrir skynjun- um líkama og sálar. Lífsorkan nær að flæða um líkamann til innri líffæra, vefja, tauga, kirtla og vöðva. Blóðstreymið eykst, meltingin styrkist, hugsunin verður skýrari og einbeitingin eykst. Líkaminn geymir gamla spennu, tilfinningar, venjur, skoðanir, gildi og hugtök sem haida okkur föngnum og valda tilfinningalegu jafnvægisleysi. Jógastöðurnar skapa spennu í ákveðnum líkamshlutum á meðan slakað er á öðrum. Ýmsar tilfinningar tengdar þessum hlutum líkamans koma upp á yfirborðið. Um leið og gengist er við þeim losnar um þær og þá skapast léttir og vellíðan." - Er rétt öndun eins mikil- væg fyrir andlega vellfðan og líkamlega? „Öndunin endurspeglar líð- an okkar. Andardrátturinn verður til dæmis stuttur við uppnám og spennu. Þegar við hægjum á honum komast hug- ur og tilfinningar í jafnvægi og ró færist yfir okkur. Ef við náum stjórn á henni þá náum við stjórn á lífi okkar yfirleitt. Öndunin er sérlega mlkil- væg í Kripalujóga. Hún tengir okkur við lífið og auðveldar okkur að finna tengslin við okkur sjálf. Með hennar hjálp slökum við á í stöðunum og leyfum lækningarmætti henn- ar að njóta sín. Við það að fylgjast með önduninni bægj- um við utanaðkomandi hugs- unum frá og leyfum þar með visku líkamans að taka völd- in.“ LÍFSSTÍLL EÐA TRÚAR- BRÖGÐ? - Þetta virðist nokkuð flókið í fyrstu umferð. Er þetta ekki spurning um lífsstíl eða jafnvel trúarbrögð? Ekki trúarbrögð en þeir sem tileinka sér Kripalujóga temja sér að sjálfsögðu ákveöinn lífsstíl. Þetta er leið til að lifa lífinu og við yfirfærum stöðurn- ar yfir á lífið sjálft. Við lærum smám saman að velja úr það sem nærir okkur og er í sam- ræmi við lífsorku okkar. Hún eykur meðvitund okkar og við förum að taka eftir öllu, lík- amsstöðu, líðan, samskiptum við líkama okkar sem og við aðra og þar fram eftir götun- um. Samspil hugar og líkama veröur augljóst. Tökum sem dæmi mann sem er úti að ganga. Hann er niðurlútur og hokinn og silast áfram. Með því að nota meðvitundina, fara í aðra stöðu og rétta úr sér, tengist hann lífsorkunni og togar sig upp á við. Þannig notar hann stööuna til þess að lyfta sér upp úr neikvæðinu." Vonandi eru lesendur ein- hverju nær af þessu stutta við- tali við Kristínu Norland, starfsmann Heimsljóss, en engin leið er að skýra þetta náið út nema í miklu lengra máli. Þeim sem áhuga hafa á að kynnast Kripalujóga nánar er bent á að hafa sambandi við samtökin og skrá sig jafn- vel á námskeiðið sem fer fram helgina 26.-28. júní. VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: ANDLITSBÖÐ, HÚÐHREINSUN, LITUN, FÓTSNYRTING, HANDSNYRTING, DAG- OG KVÖLDSNYRTING, VAXMEÐFERÐ. Opið alla virka daga frá kl. 9-6 nema fimmtudaga til kl. 7. S 676330 HVERAFOLD I-3 GRAFARVOGI HOFUÐLAUSNIR HÁRSNYRTISTOFA OS c Snyrlistofn & snyrliröruverslun Engihjalla 8 (hús Kaupgarðs) 200 Kópavogi s: 40744 Alhliða snyrting - Litgreining Katrín Karlsdóttir fótaadgerda- og snyrtifræðingur hArsnyrtistofan s GRAMDAVEGI47 0 626162 Hársnyrting fyrir dömur og herra OPIÐ A LAllGARDÖOUN SÉRSTAKT VERÐ PYRIR ELLILlPEYRISÞEQA Veitum 10% afslatt við afhendingu þessa korts! Hrafnhildur Konrádsdóttir hárgreidslumeistari tielena Hólm hárgreiðslumeistari Ásgerdur Felixdóttir hárgreiðslunemi mf133M X RA/CARA- & HÁRqREtÐSCMSTDFA HVERFISGÖTU 62 ■ 101 REYKJAVÍK 9.TBL. 1992 VIKAN 51

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.