Vikan


Vikan - 30.04.1992, Side 55

Vikan - 30.04.1992, Side 55
Bréfritari spyr m.a. að því hvort skyggni smábarna sé algeng? „Er vitað til að dulrænir hæfileikar séu smábörnum hættulegir? Hvernig getum við veitt syni okkar sem bestan stuðning?“ ar og framliönir eru sömu einstaklingarnir er erfitt aö fullyröa nokkuð um. Sjálf hef ég þá trú að góö manneskja, sem yfirgefur jarðlíkamann, veröi kær- leiksríkur engill í ríki Drottins að loknu jarðlífinu. í allri umfjöllun sem tengist englum er greinilega veriö aö tala um himneskar verur sem eru kærleiks- ríkar og alls ekki í venjulegum jarðneskum líkama. en eru samt og virðast hafa verið um ómunatíð sýnilegar lifendum. Þær eru nefnilega í andlegum líkama sem virðist vera eins og sá líkami sem við höfum á jörðinni og þess vegna geta skyggnir séð þá eins og þeir væru hérna megin grafar. Eini mun- urinn á þessum einstaklingum er að jarðneski lík- aminn er efnislegur og háður efninu en sá andlegi andlegur og þar af leiðandi óháður lögmálum efnis- ins. Ef sonur þinn sér einstaklinga sem ekki eru í efn- islegum líkama heldur andlegum en lýsir þeim eins og þeir væru efnislegir er augljóst að um verur er að ræða sem kalla mætti engla alveg eins og eitt- hvað annað og jarðneskara og þá mun meira vill- andi og mögulega niðrandi. Þú spyrð hvaða stefnu hyggilegast væri fyrir ykkur hjónin að taka í trúar- legu tilliti. Það verður að segjast eins og er að þarna er mér nokkur vandi á höndum. Vissulega má segja sem svo að ef þú ert í kristnu trúfélagi vitir þú eins og ég að Kristur lagði mikla áherslu á að við dæmd- um ekki hvert annað. RANGT AÐ FORDÆMA Það er varla hægt að fordæma manneskju fyrir að hafa fæðst I þennan heim með skyggni eða sjón á þann heim sem bíður okkar handan hins jarðneska lífs - og fáránlegt sé um skyggni smábarna að ræða sem þau geta bara ekki varist og hafa satt best að segja heldur lítil áhrif á. Hún bara er og verður án þess að barnið fái nokkru um það ráðiö. Þetta ber að hafa í huga þegar við erum vegna for- dóma eða þekkingarleysis að gera lítið úr því sem öðrum er eðlilegt og þeir geta alls ekki losnað við svo vel fari, þrátt fyrir löngun til þess. Við sem þann- ig erum höfum hreint ekkert val. Við erum svona og verðum að líta svo á þannig gáfur að þær séu eins og aðrar náðargáfur, gjöf frá Guði. Hitt er svo annað mál - eins og þú hefur tekið eftir með son þinn og ég get staðfest úr eigin sálrænni reynslu - að hann er ekkert frekar en ég og aðrir sjáendur að gera kröfur til látinna um að birtast sér. Það á reyndar ekki að óska eða kalla á samneyti við látna. Málið er bara að þeir virðast birtast honum nákvæmlega eins og mér og algjörlega ótilneyddir verð ég að staðfesta. Um það fær maður litlu ráðið, satt best að segja. Þó sumir efist stórlega um sann- leiksgildi þessara upplýsinga minna er þessum mál- um samt svo háttað. DÁNIR BIRTAST LIFENDUM Sjálf hef ég verið skyggn frá því ég man eftir mér og harðneita því að ég hafi að fyrra bragði sóst eftir samneyti við látið fólk. Það hefur einfaldlega gert sig sýnilegt minni ágætu persónu þannig að sannanlegt hefur verið þeim ástvinum sem lifa, eftir að ég hef gefið þeim ítarlegar lýsingar á þeim látnu sem þeim hafa tengst á jörðinni og þá með þeim óumdeilan- lega hætti að vart hefur tekið því aö efast um skyggnigáfu þá sem mér er eiginleg. Þá skyggni- gáfu hefur verið hyggilegra að þroska fremur en ekki, þannig að ég að minnsta kosti geri mér í dag fulla grein fyrir að henni fylgir mikil blessun ef hún er notuð syrgjendum til huggunar og léttis, án þess að hún sé beinlínis sviðsett. Skyggni er gáfa sem virðist virkari við vissar að- stæður en aðrar og þá sér i lagi kemur hún fram þegar látnir sjá í sálrænni manneskju möguleika á að nálgast sína með því að birtast þeim skyggna í nálægð ástvinar í von um að sá skyggni segi frá því sem hann sér og skynjar. Það er því hæpið að halda því fram að í öllum til- vikum hafi lifendur verið að ónáða látna þegar þeir hafa orðið þeim sýnilegir. Það hefur oftar en ekki verið fullyrt heldur óvarlega þannig jafnvel að það hefur bæði sært mann og svekkt og stundum hefur maður hreinlega óskað að Guð bara tæki þetta frá manni. Vissulega má segja í mínu tilviki að þannig óskir séu fremur tengdar fortíðarfjötrum tilkomnum vegna skilningsleysis þeirra sem hafa hæðst ótæpi- lega að manni og gert lítið úr sérstökum náðargáf- um sem orðið hafa, svo óumdeilanlegt er, blessun þeim sem þær hafa upplifað fremur en ekki. SKYGGNIGÁFA BARNA Hvað varðar skyggnigáfu sonar þíns er ágætt að hafa í huga að næmt barn eins og hann er ákaflega heppið að foreldrar séu trúaðir og rækti andlega hlið tilveru sína og sinna. Bænir eru nefnilega mikilvæg-' ar og staðföst trú á guðlega forsjá öllum þeim sem eru sálrænir og reyndar öllum ef betur er að gáð. Það er því ekki böl heldur blessun séuð þið nátengd samfélagi við Jesú Krist og getur aldrei orðið annað fyrir drenginn nema fordómar fjötri sjálf ykkur gagn- vart þeim eðlisþáttum sem honum eru eiginlegir. Ef þið að auki temjið ykkur og hafið þroskaðan skilning á aðalatriðum kristindómsins, sem er meðal annars trú á mikilvægi óskilyrts kærleika manna á milli, er heldur ósennilegt að þiö þurfið að vænta fordæm- ingar trúbræðra ykkar vegna einhvers sem þið báð- uð ekki um. Sonur ykkar er skyggn og hefur sennilega eitt- hvert sálrænt næmi og það eru náðargáfur sem við vitum öll að þið berið ekki ábyrgð á að hann fæddist með. Það hefur verið Guðs vilji eins og það er vænt- anlega hans vilji lika að einmitt þið áttuð þennan sérstaka dreng en ekki einhverjir aðrir og kannski ögn trúaðri á tilvist þeirra sem yfirgefið hafa jarð- neskan líkama sinn. TILVILJUN EÐA EKKI Það var dálítið sérstakt að læknirinn skyldi upplifa skyggnigáfu sonar ykkar einmitt meðan hann átti að vera að ganga úr skugga um geðheilbrigði hans. Sérstakt er líka að hann skyldi jafnframt hafa hug- rekki til að fullyrða aö það sem drengurinn taldi sig hafa séð var móðir hans sáluga, sem heldur hæþið er að fjögurra ára drengur hefði áhuga á að hitta. Þetta styður áðursagða fullyrðingu mína um að það eru látnir sem koma sér fyrir í sjónmáli við okkur sem erum skyggn en ekki endilega að við séum að kalla eftir samneyti við þá. Það var mjög jákvætt að læknirinn skyldi þó hafa þann manndóm til að bera að gefa þessari sýn barnsins gaum og viðurkenna möguleika á sönnun- argildi hennar eins og hann gerði. SMÁBARNASKYGGNI OG ÁRAN Hvað varðar spurningu þína um hvort skyggnigáfa sé algeng meðal barna er þetta að segja: Það er engu líkara en svo sé og þá aðallega fyrir fimm ára aldur. Það virðist ekkert endilega vera bundið við að um sé að ræða dulræna erfðaþætti eins og trúlega er í tilviki sonar þíns. Það sem sennilegast er og gerir skyggni smábarna þónokkuð algenga er að orkusvið barna er ákaflega mismunandi þétt eða stöðugt í styrk og er þá átt við það sem stundum er kallað blik eða ára viðkomanda. Blikið er til aæmis mun fíngerðara hjá þeim börnum - eftir því sem ég hef reyndar uppgötvað með lang- vinnum samanburðarrannsóknum minum - sem fædd eru af mæðrum sem hafa til dæmis verið undir of miklu tilfinningalegu álagi á meðgöngutímanum og óþarflega miklu vinnuálagi heldur en hjá börnum mæðra sem voru ekki undir þannig álagi. Þetta þýð- ir einfaldlega að börnin fæðast með ákaflega fíngert og veiklað blik sem ekki styrkist nema á löngum tíma og þá betur og fyrr ef til þess er tekið tillit að þannig er ástatt fyrir barninu. Málið er nefnilega að ef blik ungra barna er veikl- að eru þau fyrir það fyrsta næmari fyrir öllum geð- hrifum og annars konar andlegu álagi svo sem mikilli taugaspennu. Þau þola illa missvefn og óstöðugt heimilislíf. Eins er að þessi börn virðast skynja skilin á milli heimanna mun meira en til dæmis börn sem hafa sterkt og þétt blik. Af því að svona er ástatt um blik mjög margra barna er vitan- lega ekkert óeðlilegt við að töluvert mikið beri á skyggni meðal smábarna. Hvort í tilviki sonar þíns geti verið um að ræða þessar skýringar mínar er alls ekki víst. Til þess að geta fullyrt slíkt þyrfti ég að horfa um stund á andlegt litróf hans. ERFÐATENGD DULRÆNA Eins er Ijóst á því sem þú upplýsir að dulrænt næmi er sennilega erfðatengt í þinni fjölskyldu, samanber bræður þina tvo og ömmu. Ekki er nefnilega óal- gengt að hvers kyns erfðatengdar dulargáfur eins og hoppi yfir eina kynslóð eða komi bara einfaldlega meira fram hjá barnabörnum en börnum þeirra sem eru þannig fæddir. Þegar á allt er litið mótast blik fólks og styrkist með aldrinum og hugsanlega vax- andi þroska og þá fremur ef barnið býr við þægileg sálræn og tilfinningaleg skilyrði heima fyrir. Þess Frh. á næstu opnu 9. TBL.1992 VIKAN 55

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.