Vikan


Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 57

Vikan - 30.04.1992, Blaðsíða 57
„Þér megið fara heim á rnorgun," sagði læknirinn við sjúklinginn. „En munið: Salt- lausan mat og ekkert feitmeti, aðeins létta fæðu, ekkert tóbak eða áfengi." „Þá hef ég bókstaflega ekkert að gera heim.“ Hinn þekkti prófessor Parkinson (þessi með lögmálið sitt) hefur stúderað heilmargar „toppfígúr- ur“ þessa heims og komist að þeirri niðurstöðu að þegar þær hafi loksins náð „toppinum" séu þær orðnar alltof útslitnar til þess að gera nokkurt verulegt gagn. - Hvað heldurðu að konan þín segi þegar þú kemur svona seint heim og í þessu ástandi? - Ég veit vel hvað hún segir. En það er annað verra, hvað á ég að segja? Enginn maður er of gamall til að horfa eftir konu og engin kona er svo Ijót að hún missi vonina um að karlmaður horfi á eftir henni. Þegar þau voru í funheitum faðmlögum taldi Helgi að rétti tíminn væri til að segja Jónu það. „Elskan," hvíslaði hann, „ég vil að þú vitir hvað mér finnst þú vera dásamleg stúlka og að ég kann vissulega að meta - uh -félagsskap þinn, en að hjóna- band hef ég ekki í huga.“ Jóna svaraði ekki en stundi bara ánægjulega. „Ég meina,“ hélt Helgi áfram einfeldnislega, „að þú ert að- eins eins og systir mín fyrir mig.“ Þá opnaði Jóna sín guðdóm- legu augu og varirnar opnuð- ust af undrun. „Jesús minn,“ tautaði hún, „hvers lags heimilislíf er hjá þér?“ - Nei, sagði stúlkan, ég gifti mig alls ekki heiðingja. - Hvað meinarðu? Þú sagðir sjálf að þú dýrkaðir mig. Jón hafði fengið skilnað og stóð illa í skilum með lögbund- ið meðlag þangað til hann fékk eftirfarandi bréf frá konunni: - Ef þú sendir mér ekki pen- ingana strax ógildi ég skilnað- inn! FINNDU 6 VILLUR Finniö sex villur eöa fleiri á milli mynda STIÖRNUSPÁ HRÚTURINN 21. mars - 19. apríl Fyrsta helgi maímánað- ar verður góð. Þú ert önnum kafnari og kannski ergilegri en vanalega en fólki finnst kyn- þokkinn geisla af þér. Áhrif frá Mars styrkja ímynd þína enn frekar eftir 5. maí. Gættu þess bara að laða ekki að þér ranga tegund aðdáenda. NAUTIÐ 20. apríl - 20. maí Næstu tvær vikur verða þér tími rannsókna og fortíðar- fíknar. Þetta gæti lýst sér í því að þú verður gripin(n) löngun til að kaupa þér eitthvað, til dæmis föt eða snyrtivörur. Þér verður töluvert úr peningunum. Róm- antíkin verður hins vegar fremur hversdagsleg. TVÍBURARNIR 21. maí - 21. júní Óeigingirni í ástarmál- um er sterkasta hlið þín um þessar mundir. Ef þú ert ekki ástfangin(n) núna, ættirðu að líta í kring um þig. Góðar tilfinn- ingar streyma til þín og fólk gæti leitað aðstoðar þinnar. Þetta ástand nálgast hámark um miðj- an maí. KRABBINN 22. júni - 22. júlí Þú hefur mikla ánægju af samskiptum við vinafólk í maí. Eftir þann 4. ferðu að kom- ast vel áfram á áhugasviði þínu. Líklega geturðu farið að Ijúka ákveðnu verkefni sem sýnir hvað í þér býr. Vorið hefur yfir- leitt góð áhrif á dæmigert krabbafólk. LJÓNIÐ 23. júlí - 23. ágúst w Þú beinir mikilli orku í samskipti við ókunnuga eða fólk af ólíkum uppruna. Hugur þinn er opinn fyrir nýrri þekkingu, sérstaklega eftir 5. maí. Fólk virðist laðast að þér en samt þarftu að sýna því þolinmæði og umburðarlyndi af og til. tMEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Nú er góður tími til að áforma nánustu framtíð. Eftir 5. maí fer mikið af orku þinni í fjármál og langtímaöryggi. Rómantíkin virðist hins vegar vera í biðstöðu, að minnsta kosti fram undir miðjan mánuð. Einbeittu þér því að eigin mál- um fyrst um sinn. VOGIN 24. sept. - 23. okt. Fjármálin eru ofarlega á baugi hjá þér næstu tvær vikur. Þér verður vel ágengt í að ná því sem þér ber með réttu. Fyrstu þrír dagar maímánaðar verða fremur tíðindalitlir en skriður kemst á náin samskipti eftir 5. maí vegna áhrifa frá Mars. SPORÐDREKINN 24. okt. - 21. nóv. Enn einu sinni er þér ráðlagt að huga vel að heils- unni; fara til dæmis varlega í umferðinni. Þú þarft líka að leggja hart að þér til að ná venjulegum afköstum. Þetta stendur þó til bóta. Eftir 11. maí hefurðu hugann við persónuleg sambönd. BOGMAÐURINN 22. nóv. - 21. des. Hugsanlega lendirðu í spennandi ævintýri á næstunni. Sértu óbundin(n) bendir allt til ástarævintýris. Mars kyndir undir ástríðum þínum frá 5. maí, þannig að þú verður ástríðufyllri en vanalega. Fram- undan eru því tvær eftirminni- legar vikur. STEINGEITIN 22. des. - 19. janúar Þú ert opin(n) fyrir nýrri tækni eða aðferðum sem gætu stutt þig á framabrautinni. Þú býrð yfir meira víðsýni en venju- lega og lánið virðist leika við þig á köflum. Fyrri hluti maímánað- ar er heppilegur fyrir stutt ferða- lag. Njóttu lífsins. VATNSBERINN 20. janúar -18. febrúar Nú er rétti timinn til að fegra heimilið og umhverfi þitt. Fjölskyldutengsl eru góð og 2. maí (fullt tungl) eiga þínir nán- ustu hug þinn allan. Eftir 5. maí ferðu að fá spennandi hug- myndir og meðfylgjandi útgeisl- un þín laðar að sér skemmtilegt fólk. FISKARNIR 19. febrúar - 20. mars Fjármálin taka toll af tíma þínum í maí, hvort sem þér líkar það betur eða verr. Reyndu að eyða ekki um efni fram. Tjáskipti þín eru með besta móti og þú getur valið og hafnað hvaða kunningsskap sem er. Þú hefur sem sé góða stöðu í tafli lífsins. 9. TBL. 1992 VIKAN 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.