Vikan


Vikan - 09.02.1993, Page 18

Vikan - 09.02.1993, Page 18
Ragnhei6- ur Elfa Arnardótt- ir leikur móðurina. komast til sjálfs mín á ný og rölti rólega ( burtu en fólkið stóð eftir furðu lostið. Eftir þetta ár hjá Helga Skúlasyni fórum við Þorsteinn saman í inntökupróf í Leiklist- arskólann og komumst báðir inn. Þá voru einu skilyrðin þau að vera orðinn nítján ára en nú er krafist stúdentsprófs. Hluti af inntökuprófinu er próf í ís- lensku. Ég féll auðvitað á því enda var ég næstum óskrif- andi. Ég var því skikkaður til að taka íslensku og nokkur önnur fög ( öldungadeild í Menntaskólanum við Hamra- hlíð. Stór hluti af náminu í Leik- listarskólanum fyrstu tvö árin er bóklegt. Mikið er lagt upp úr íslensku og listasögu enda eru þetta fög sem er nauðsyn- legt fyrir leikara að kunna góð skil á. Ég er mjög ánægður með Leiklistarskólann að mörgu leyti. Sumt af því sem við vor- um að læra þar virtist ekki hafa neinn tilgang en nýtist manni þegar á reynir.“ - Nú fékkstu frekar stór hlutverk í þeim leikritum sem þið settuð upp í Nemendaleik- húsinu. Heldur þú að það hjálpi leiklistarnemum, þegar þeir fara að leita sér að vinnu eftir að þeir útskrifast, ef þeir hafa fengið bitastæð hlutverk í Nemendaleikhúsinu? „Örugglega. Leikstjórar og annað leikhúsfólk kemur í Nemendaleikhúsið til að leita að nýju fólki. Þess vegna er mjög mikilvægt að jöfnuður ríki innan Nemendaleikhúss- ins þannig að sama fólkið fái ekki alltaf stærstu hlutverkin. Hingað til hafa leikstjórar valið hlutverk alveg óháð því hvort viðkomandi hefur fengið stórt hlutverk í öðrum verkum sem hafa verið sett upp í skólan- um. Þessu þarf að breyta. í Nemendaleikhúsi eiga allir að fá tækifæri til að sannna sig. Það er rosaleg barátta í þessu starfi. Ég er til dæmis ekki fastráðinn og hef því ekki atvinnuöryggi í meira en þrjá til fjóra mánuði í einu. Það er ekkert sjálfgefið að ég fái eitt- hvað að gera næstu árin þó mér hafi gengið vel þessi tvö ár sem ég hef verið á vinnu- markaðinum. Eins getur svo farið að leikarar, sem hafa ekkert haft að gera fyrstu árin eftir að þeir útskrifuðust, fái nóg að gera seinna meir. Starf leikarans er mjög fjöl- breytt og ekki eingöngu bundið við leikhúsið sjálft. Til dæmis hef ég verið á samn- ingi hjá Stöð 2 í vetur við að lesa inn á teiknimyndir. Einnig lék ég í finnskri sjón- varpsmynd ( sumar og fór í sleik við Ara Matt í myndinni Veggfóður. Þar að auki starfa ég með hljómsveitinni Silfur- tónum sem er, eins og allir vita, einhver vinsælasta og skemmtilegasta hljómsveit síðari tíma. Vinna leikarans getur því verið mjög krefjandi og tíma- frek. Þessa dagana geri ég lít- ið annað en að vinna og sofa og kannski knúsa kærustuna mína. Málið er bara að leiklist- in gefur mér svo mikið að ég er tilbúinn að fórna ýmsu fyrir hana.“ 18VIKAN 3.TBL.1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.