Vikan


Vikan - 09.02.1993, Qupperneq 18

Vikan - 09.02.1993, Qupperneq 18
Ragnhei6- ur Elfa Arnardótt- ir leikur móðurina. komast til sjálfs mín á ný og rölti rólega ( burtu en fólkið stóð eftir furðu lostið. Eftir þetta ár hjá Helga Skúlasyni fórum við Þorsteinn saman í inntökupróf í Leiklist- arskólann og komumst báðir inn. Þá voru einu skilyrðin þau að vera orðinn nítján ára en nú er krafist stúdentsprófs. Hluti af inntökuprófinu er próf í ís- lensku. Ég féll auðvitað á því enda var ég næstum óskrif- andi. Ég var því skikkaður til að taka íslensku og nokkur önnur fög ( öldungadeild í Menntaskólanum við Hamra- hlíð. Stór hluti af náminu í Leik- listarskólanum fyrstu tvö árin er bóklegt. Mikið er lagt upp úr íslensku og listasögu enda eru þetta fög sem er nauðsyn- legt fyrir leikara að kunna góð skil á. Ég er mjög ánægður með Leiklistarskólann að mörgu leyti. Sumt af því sem við vor- um að læra þar virtist ekki hafa neinn tilgang en nýtist manni þegar á reynir.“ - Nú fékkstu frekar stór hlutverk í þeim leikritum sem þið settuð upp í Nemendaleik- húsinu. Heldur þú að það hjálpi leiklistarnemum, þegar þeir fara að leita sér að vinnu eftir að þeir útskrifast, ef þeir hafa fengið bitastæð hlutverk í Nemendaleikhúsinu? „Örugglega. Leikstjórar og annað leikhúsfólk kemur í Nemendaleikhúsið til að leita að nýju fólki. Þess vegna er mjög mikilvægt að jöfnuður ríki innan Nemendaleikhúss- ins þannig að sama fólkið fái ekki alltaf stærstu hlutverkin. Hingað til hafa leikstjórar valið hlutverk alveg óháð því hvort viðkomandi hefur fengið stórt hlutverk í öðrum verkum sem hafa verið sett upp í skólan- um. Þessu þarf að breyta. í Nemendaleikhúsi eiga allir að fá tækifæri til að sannna sig. Það er rosaleg barátta í þessu starfi. Ég er til dæmis ekki fastráðinn og hef því ekki atvinnuöryggi í meira en þrjá til fjóra mánuði í einu. Það er ekkert sjálfgefið að ég fái eitt- hvað að gera næstu árin þó mér hafi gengið vel þessi tvö ár sem ég hef verið á vinnu- markaðinum. Eins getur svo farið að leikarar, sem hafa ekkert haft að gera fyrstu árin eftir að þeir útskrifuðust, fái nóg að gera seinna meir. Starf leikarans er mjög fjöl- breytt og ekki eingöngu bundið við leikhúsið sjálft. Til dæmis hef ég verið á samn- ingi hjá Stöð 2 í vetur við að lesa inn á teiknimyndir. Einnig lék ég í finnskri sjón- varpsmynd ( sumar og fór í sleik við Ara Matt í myndinni Veggfóður. Þar að auki starfa ég með hljómsveitinni Silfur- tónum sem er, eins og allir vita, einhver vinsælasta og skemmtilegasta hljómsveit síðari tíma. Vinna leikarans getur því verið mjög krefjandi og tíma- frek. Þessa dagana geri ég lít- ið annað en að vinna og sofa og kannski knúsa kærustuna mína. Málið er bara að leiklist- in gefur mér svo mikið að ég er tilbúinn að fórna ýmsu fyrir hana.“ 18VIKAN 3.TBL.1993
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.