Vikan


Vikan - 26.08.1993, Side 8

Vikan - 26.08.1993, Side 8
TEXTI: LOFTUR ATLIEIRÍKSSON Kvikmyndaunnendur á öllum aldri þekkja leik- arann góðkunna Lloyd Bridges. Hann er hátt á átt- ræðisaldri en hefur síður en svo lagt árar í bát og á undan- förnum árum hefur hann leikið í hverri gamanmyndinni á fæt- urannnari. Segja má að tilviljun hafi ráðið því að Lloyd Bridges gerðist leikari en hann nam stjórnmálafræði í háskóla með það í huga að gerast lög- fræðingur. í skólanum kvikn- aði áhugi hans á leiklist fyrir nein nöfn. Það eru margir fleiri en forsetarnir sem ég hafði í huga. í gegnum lífið hef ég hitt alls konar fólk sem þykist vera með allt á hreinu og setur upp sterkan „front“. Þegar betur er að gáð og litið inn fyrir framhliðina er stund- um ekkert þar að baki.“ MEÐ YDDARA f EYRANU - Var erfitt að leika þetta hlut- verk vegna þess að það er í svo litlum tengslum við raun- veruleikann? i alvöru og leikritahöfundur frá New York var svo ánægður með frammistöðu hans í skólaleikriti að hann bauð honum hlutverk í leikriti á Broadway. Eftir það varð ekki aftur snúið og Lloyd starfaði í leikhúsum á austurströndinni næstu árin. Samkepþnin í leikhúsunum er mikil og Lloyd tók því feg- ins hendi föstum samningi við Columbia kvikmyndaverið og fluttist til kvikmyndaborgarinn- ar til að einbeita sér að leik í kvikmyndum og sjónvarps- þáttum. Frægastar af eldri myndunum hans eru Home of the Brave, A Walk in the Sun og High Noon. Þeir sem fylgd- ust með Kanasjónvarpinu á sínum tíma minnast líklega einnig Sea Hunt þáttanna sem nutu mikilla vinsælda um árabil. Synir Lloyds, Beau og Jeff Bridges, fengu þar sína fyrstu alvörureynslu fyrir fram- an kvikmyndavélarnar en eru núna báðir heimsfrægir leikar- ar. Lloyd lék á móti Jeff í mynd Francis Ford Coppola um bílaframleiðandann Tucker og Beau leikstýrði föð- ur sínum í sjónvarpsmyndinni Thanksgiving Promise. Það má segja að aldurinn hafi að mörgu leyti unnið með Lloyd Bridges því hann er með silfurgrátt hár og virðu- legt útlit roskins manns en i gamanhlutverkunum gengur framkoma hans þvert á þessa ímynd. i nýjustu myndinni, Hot Shots, Part Deux, kemur þessi eiginleiki sér vel því Lloyd fer á kostum í hlutverki Lloyd Bridges í hlutverki sínu í Hot Shots þar sem hann lék sjálfan Bandaríkjaforseta. Fullyrt er að George Bush hafi verió fyrirmyndin. forseta Bandaríkjanna. Hug- myndin að myndinni var mót- uð í kringum hlutverk hans en í fyrri Hot Shots myndinni gerði hann herforingjann Tug Benson ógleymanlegan. Nú fylgjumst við með Tug Ben- son í forsetakosningunum en slagorð hans er „Tug Benson, The Simple Solution" (Tug Benson er einfaldasti kostur- inn eða eitthvað í þá áttina) og gæti ekki hitt betur í mark því hann er gjörsamlega glær í gegn. Ég hitti Lloyd Bridges ný- lega að máli í Los Angeles og eftir að hafa séð hann í Hot Shots, Part Deux daginn áður var erfitt að halda brosinu í skefjum. Hann var að ein- hverju leyti fastur í hlutverki Tugs Benson og virkaði svo- lítið kalkaður fyrst en fljótlega komst ég að því að hann var bara að grínast. - Þetta er í fyrsta skipti sem þú leikur forseta Banda- rikjanna í kvikmynd, varst þú með George Bush í huga? „Nei, ekki bara hann heldur ýmsa fleiri." - Hverja þá helst? „Ég þori ekki að svara því.“ - Hvað meinar þú? „Ég er demókrati og ég held að það væri ekki sann- gjarnt af mér að fara að nefna „Nei, það gerir það bara skemmtilegra. Þessi maður á að hafa verið í flughernum og flogið 194 ferðir og næstum því alltaf verið skotinn niður og lent í ýmsum ævintýrum. Hann er með járnplötu í hausnum og hefur keramik- augu. Hann var'Skotinn inn um annað eyrað og skotið kom út um hitt og í fyrri Hot Shots myndinni renndi hann vasaklút sömu leið til að hreinsa úr eyrunum á sér. í þessari mynd er annað eyrað á honum orðið að rafmagns- yddara sem hann stingur blý- anti inn í ef hann þarf að ydda. Þótt hann geti ekki lagt saman tvo og tvo lifir hann í heimi þar sem hann hefur svör við öllum þeim vanda- málum sem hann fæst við og útkoman úr samskiptum hans við annað fólk verður þvl oft- ast ævintýraleg.“ - Hvaða þýðingu hefur það haft fyrir þig að hafa verið í mörgum af vinsælustu gam- anmyndum síðustu ára eftir að hafa staðið að nokkru leyti fyrir utan sviðsljósið árin á undan? „Ég og fjölskylda mln erum náttúrlega mjög ánægð með hvernig leikferill minn hefur þróast á undanförnum árum. Þegar ég var í Sea Hunt sjón- varpsþáttunum átti ég mikið af ungum aðdáendum. Ég hafði síðan ekki tækifæri til að gera neitt fyrir unga fólkið næstu fimmtán til tuttugu árin fyrr en ég lék í Airplane. Það var mjög ánægjulegt því ég hafði leikið töluvert af grínhlutverk- 8 VIKAN 17.TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.