Vikan


Vikan - 26.08.1993, Síða 25

Vikan - 26.08.1993, Síða 25
FORRÉTTIR Eggaldinsalat (Melitzanosalata): 1-2 stór eggatdin 1 lítill laukur, smátt skorinn 1 hvítlauksrif, smátt saxað 60 ml ólífuolía 1 tsk. vínedik eða safi úr hálfri sítrónu salt og svartur pipar steinselju stráð yfir í lokin Eggaldinin bökuð í ofni í 40 mín. (pikkuð með gafli áður en þau fara í ofninn). Hýðið tekið af þeim og mjúkur inn- maturinn settur ( blandara ásamt hinu hráefninu og blandað vel saman. Grísk jógúrtsósa (Tzatziki): 1 msk. ólífuolía 1 tsk. vínedik 1-2 lauf pressaður hvítlaukur 2 box hrein jógúrt 1/2 gúrka, rifin með rifjárni (má taka hýðið af) 1/2 tsk. dill Saltið og piprið örlítið og setjið síðan 3-4 svarfar ólífur ofan á sósuna til skrauts. Grískt salat að hætti þorpsbúa: 6 tómatar 1 agúrka 2 rauðlaukar fetaostur í litlum teningum svartar ólífur (eftir smekk) ólífuolía vínedik (ef vill) oregano stráð yfir AÐALRÉTTUR Djúpsteiktur saltfiskur (Bakalau): Útvatnaður saltfiskur í bitum sleiktur í ólífuolíu eftir að hafa verið dýft ofan í orly-deig. Þykk hvítlaukssósa (Skorðalfa): 4 rifin hvítlauksrif 6 brauðsneiðar, bleyttar í vatni í 10 mín. 2 msk. vínedik salt 4-5 msk. ólífuolía 1-2 msk. vatn 50 g muldar valhnetur Öllu blandað saman í blandara Tómat- og kartöfluréttur (Yachni): 3 laukar, smátt skornir 2 dósir heilir tómatar 4 msk. ólífuolía 8 stórar kartöflur, afhýddar og skornar í sneiðar Soðið saman í potti og framreitt með fiski eða kjöti. Einnig notað sem aðalréttur og þá með niðurskornum feta- osti sem laugaður er í ólífuol- íu og oregano stráð yfir. □ 17.TBL. 1993 VIKAN 25

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.