Vikan - 26.08.1993, Qupperneq 26
SALARKIMINN
SIGTRYGGUR JÓNSSON SÁLFRÆÐINGUR
SVARAR LESENDUM
Bréf til Sigtryggs geta snúist um samskipti kynjanna, sam-
skipti barna og foreldra, samskipti milli hjóna, kynlíf og
annaö þaö sem lýtur aö sálfræöi og sálfræöilegum vanda-
málum. Bréfin mega vera nafnlaus eöa undir dulnefni.
Utanáskriftin er:
Sigtryggur Jónsson sálfræöingur, Álftamýri 3, 108 Reykjavík
Kæri sálfræðingur.
Ég hef lengi ætlað að skrifa
þér eða leita til sálfræöings
en það hefur ekki orðið af því
fyrr en nú.
Þannig er mál með vextí að
ég fæ svona hræðsiuköst
undir ákveðnum kringum-
stæðum. Þessi hræösiuköst
lýsa sér þannig að ég fæ ó-
viðráðanlega þörf eða löngun
til að komast út úr þeim að-
stæðum sem ég er í. Þetta er
ekki alltaf jafnslæmt en
stundum verð ég stjörf eða
það sprettur út á mér sviti, ég
verð andstutt og hræösian
grípur mig þeim heljartökum
að ég verð að komast burt.
Ég hef reynt að gera mér
grein fyrir því hvers vegna
þetta gerist en mér finnst eins
og þetta sé ekki alltaf tengt
sömu eða svipuðum aðstæð-
um. Stundum gerist þetta
þegar ég er til dæmis í lyftu
eða í bíl, sérstaklega ef ég er
aftur í tveggja dyra bíl, en
það gerist þó ekki alltaf. Samt
er mér illa við þetta hvort
tveggja. Stundum get ég þó
lifað þetta af tiltölulega auð-
veldlega en stundum get ég
það bara alls ekki og verð að
komast út hvað sem það
kostar. Stundum gerist þetta
á mannmörgum stööum eins
og í bíó, á balli eða á sam-
komum fólks en stundum ekki
og stundum gerist þetta þeg-
ar ég er ein og stundum þeg-
ar ég er með öðru fólki. í raun
finn ég alltaf til beygs eða
kvíða nema þegar ég er
heima hjá mér.
Þó að oft sé þetta ekki
mjög sterkt þá finn ég að ég
er smátt og smátt að loka mig
af heima hjá mér. Ég er farin
að finna alls konar afsakanir
fyrir að fara ekki hingað og
þangað sem ég þarf að fara
eða er boðið að fara. Ég er
með tvö lítil börn og nota það
óspart sem afsökun. Eftir að
þau fæddust og ég fór að
nota það sem afsökun finn ég
að þaö er að verða erfiöara
og erfiöara að vinna gegn
lönguninni til að sleppa við að
fara á mannamót. Áður lét ég
mig hafa það en nú finn ég
að það er erfiðara.
Þetta er því farið að hafa
mikil áhrif á líf mitt og fjöl-
skyldunnar allrar og maðurinn
minn er farinn að þrýsta mjög
á mig að gera eitthvað í mál-
inu. Hann er sá eini sem ég
hef talað um þetta við en mér
finnst hann ekki skilja mig.
Hann segir bara að ég verði
að herða mig og bendir á að
ef ég láti mig hafa það i nokk-
ur skipti muni hræðslan
ganga yfir. Mér finnst þetta
ekki svo auðvelt. Eins og ég
sagði er ég alltaf svolítið
kvíðin, þó ég fái líka svona
hræðsluköst. Mér finnst því
að þetta hljóti að liggja eitt-
hvað dýpra og að það þurfi
meira til en bara að harka af
sér.
Líklega þarf ég að leita til
sálfræðings en ég vildi samt
prófa að skrifa þér fyrst og
heyra hvað þú hefur að segja
um þetta.
Með fyrirfram þökk
Lolla
Kæra Lolla.
Svona kvíöi og hræösla er
njög algeng hjá fólki og miklu
algengari en fólk yfirleitt býst
viö. Það er þó misjafnt hversu
mikil áhrif hann hefur á dag-
legt líf fólks en margir lifa við
þetta meira eöa minna alla
ævi. Þaö er þó sama hversu
mikil áhrif þetta hefur á dag-
legt líf, þetta er alltaf ákveö-
inn Akkilesarhæll og sjálfsagt
aö fólk leiti sér aðstoðar viö
því. Kvíöi í mismunandi mynd
og af misjöfnum ástæöum er
eitt algengasta viðfangsefni
sálfræðinga og mjög oft
gengur vel aö vinna bug á
honum. Þaö er því sjálfsagt
fyrir þig og alla þá sem eru í
þinni stööu aö leita sér að-
stoðar. Þaö er rétt hjá þér aö
ég get ekki hjálpaö þér í
gegnum stutt svar í blaði en
ef til vill get ég létt eitthvað
undir meö þér.
ÖRLÍTIL SKILGREINING
Slík kvíðaköst, sem þú lýsir,
hafa verið til umfjöllunar inn-
an sálfræðinnar frá uþþhafi
hennar. Freud fjallaði mikið
um þau og flestir eöa allir
hans lærisveinar. Atferlis-
sinnar hafa einnig fjallað mik-
ið um þau og þeim hefur oft
tekist vel uþp í meðferð viö
kvíða. Freud leit svo á aö um
bældar tilfinningar væri aö
ræöa og þeim þyrfti aö ná
upp á yfirboröið til að geta
boriö kvíðann ofurliði en at-
ferlissinnar líta á kvíða sem
lært fyrirbæri sem hægt sé
að aflæra. Meðferð beggja
aðila mótast af hugmyndum
þeirra. Nýrri hugmyndir
ganga út frá því að hvort
tveggja sé inni í myndinni.
Þar sem mér finnst þær á-
hugaveröar ætla ég í örstuttu
máli að ræða þær.
Flestir finna fyrir sínum
fyrstu hræðsluköstum alger-
lega að óvörum og eins og
um þrumu úr heiðskíru lofti sé
að ræða. Manni finnst þetta
óskiljanlegt og finnur enga á-
stæðu fyrir hræðslunni.
Næsta hræðslukast kemur
gjarnan við svipaðar aðstæð-
ur og geta liðið dagar eða vik-
ur á milli. Eftir tvö slík köst fer
einstaklingurinn gjarnan óaf-
vitandi að þróa með sér nýtt
hegðunarmynstur sem ein-
kennist af því að forðast að-
stæðurnar. Eftir það getur slík
hegðun leitt til þess að við-
komandi fer aö tengja ýmsar
aðrar aðstæður við
hræðsluköstin og fer að forð-
ast þær líka. Hegöunarmynst-
ur viðkomandi fer þá meira
og meira að einkennast af því
að forðast. í stað þess að
sækjast eftir einhverju í lífinu
miðast lífiö viö að forðast það
sem hugsanlega er slæmt í
Iffinu.
HUGSANLEGAR
ÁSTÆÐUR
Hugmyndir eru uppi um skýr-
ingar. Daglegt líf okkar er yfir-
fullt af alls konar aðstæðum
sem leiða til streitu - bæði á
jákvæðum og neikvæðum
forsendum. Jákvæðar for-
sendur geta verið til dæmis
þjálfun líkamans, viðbrögð við
hættum, að standa sig við á-
hættusamar aöstæöur sem
við sköpum viljandi eins og I
tívolí og fleira. Neikvæðar for-
sendur geta verið of mikil
vinna, rangar vinnustellingar,
óþarfa álag og fleira. Við
streituaðstæður flæðir
adrenalín um líkamann. Það
eykst viö aðstæöur eins og
þjálfun líkamans, þegar við
veröum æst, þegar við miss-
um stjórn á skaþi okkar og
þegar viö verðum hrædd.
26 VIKAN 17.TBL. 1993