Vikan


Vikan - 26.08.1993, Page 54

Vikan - 26.08.1993, Page 54
BAKAÐUR KJÚKLINGARÉTTUR f. 12 1-2 kjúklingar (soðnir í saltvatni og katldir) 1 dós CAMPELL’S asparssúpa 1 dós CAMPELL'S sveppasúpa 2 bollar saxaó sellerí 4 tsk. saxaður laukur 1 bolli saxaðar valhnetur 1 tsk. salt '/2 tsk. pipar 2 tsk. sítrónusafi 1 '/2 bolli majónes 6 barðsoðin egg, skorin í bita 4 bollar „chips", t.d. Chipsletten frá Bahlsen Takið kjúklingakjötið af beinunum og setjið í stóra skál. Grófsaxið flögurnar og geymið 1 bolla af þeim til að strá yfir réttinn. Blandið öllu öðru saman og setjið í eld- fast mót. Stráið flögunum yfir og bakið við 200 gráður í 15-20 mínútur. Berið fram heitt með hrísgrjónum, salati og hvítlauksbrauði. Höf.: Anna Thordarson PARTÝ PATÉ 1 bolli CAMPELL'S tómatsúpa (óþynnt) 3A bolli smátt saxað sellerí V4 bolli rjómaostur 3A bollar smátt saxaður laukur 4-5 matarlímsblöð 1 bolli smátt saxaðar rcekjur 1 bolli majónes '/2 tsk. salt Hitið ofninn í 175 gráður. Smyrjið stórt kringlótt tertuform. Blandið saman öllum þurrefnunum. Bætið súpunni og smjörlíkinu í og hrær- ið á litlum hraða í 2 mfnútur. Bætið eggjum og vatni í og hrærið áfram í 2 mínútur. Setjið deigið í formið og bakið í 35-40 mínútur. Látið kökuna standa í 10 mínútur áður en hún er tekin úr forminu. 250 g rjómaostur 500 g flórsykur V2 tsk. vanilludropar Krem: Þeytið ostinn þar til hann er mjúkur. Bætið flórsykri og vanilludropum í og þeytið áfram þar til allt hefur blandast vel. Þynnið með mjólk ef kremið þykir of þykkt. Smyrjið kreminu ofan á kökuna þegar hún hefur kólnað. Höf.: Anna Thordarson Hitið súpuna í potti ásamt rjómaostinum. Mýkið matarlímið í köldu vatni og bætið því út í súpuna. Hrærið vel þar til allt er bráðnað og mjúkt. Takið pottinn af hellunni og látið mesta hitann rjúka úr. Bætið majónesinu í og hrærið vel saman. Bætið salti, selleríi, lauk og rækjum í og blandið vel saman. Hellið ostakreminu í skálar eða hring- form og látið standa í kæli yfir nótt. Hvolfið patéinu á disk og raðið salt- kexi í kring og í miðju hringsins. Berið fram ískalt með saltkexinu. Höf.: Pamela Thordarson CAMPELLS KRYDDKAKA 2 '/2 bolli hveiti 1 '/3 bolli sykur 4 tsk. lyftiduft 1 tsk. tnatarsódi 1 V2 tsk. kanill 1/2 tsk. negull 1 tsk. engifer 1 dós CAMPELL’S tómatsúpa ‘/2 bolli smjörltki 2 egg '/4 bolli vatn

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.