Vikan


Vikan - 26.08.1993, Qupperneq 65

Vikan - 26.08.1993, Qupperneq 65
VIÐTÖL, TÓNLEIKALÝSING OGMYNDIR: SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR Eg geng um götur Kaup- mannahafnar. Það er 27. júlf og í borginni rík- ir undarlegt andrúmsloft. Mið- bærinn er fullur af ungu fólki sem ráfar eirðarlaust um með bros á vör, sumir eru með nokkra „Grönne" f poka og hvarvetna ómar tónlist írsku rokkhljómsveitarinnar U2. Á járnbrautarstöðinni ríkir hálf- gerð örtröð. Ég fylgi straumn- um að einni lúgunni sem merkt er U2 og tryggi mér lestarmiða til Gentofte stati- um. Loftleysið og þrengslin eru næstum óbærileg í lestarklef- anum en þrátt fyrir það virðast allir vera í besta skapi. Það er greinilegt að aðdáendur U2 eru af misjöfnu sauðahúsi. Á gólfinu við hliðina á mér sitja tveir strákar og vefja sér sfg- arettur. Nokkrar fimmtán ára stelpur gjóa augunum til þeirra og flissa á milli þess sem þær laumast til að fá sér sopa af bjór. Skrifstofumaður- inn í hópnum tekur af sér hálsbindið, laumar því ofan í skjalatösku og tekur upp der- húfu. Einhver segir brandara og allir hlæja. Leiðin frá lestarstöðinni að leikvanginum er auðfundin. Svartamarkaðsbraskarar, sem selja tónleikamiða á allt að fjórföldu verði, eru eins og leiðarvfsar um allt. Þegar nær dregur leikvanginum tek ég eftir fjölda manns sem hefur komið sér þægilega fyrir og ætlar að hafa það notalegt fyrir utan leikvanginn þar sem tónlistin heyrist eins vel og fyrir innan girðinguna. Nokkrir eru með kassagítara og syngja lög U2 hásri röddu. Stemmningin er frábær. Það er öruggt mál að fólkið fyrir utan á ekki sfður eftir að skemmta sér en þeir sem borguðu 250 danskar krónur og sitja fyrir innan. Ég virði fyrir mér mannlífið inni á leikvanginum. Meira en helmingur áhorfenda er mætt- ur þó enn séu rúmir fjórir tím- ar í tónleikana. U2 mætir ekki fyrr en klukkutíma síðar á svæðið og gífurleg gæsla er höfð svo blaðamenn og aðdá- endur láti hljómsveitarmeðlimi í friði. Löghlýðnir danskir blaðamenn sætta sig við þá yfirlýsingu hljómsveitarinnar að engin viðtöl verði veitt en ég, villingurinn frá íslandi, er ákveðin í að komast að því hversu mikil alvara fylgir þessari yfirlýsingu. Þar sem ég hef margra ára reynslu í að komast inn á skemmtistaði sem hafa verið mér lokaðir aldurs vegna á ég ekki í vand- um af starfsmönnum U2 þeg- ar þeir eru komnir inn á þeirra svæði í stað þess að standa eins og hrægammar fyrir utan. Ég rétt næ að grípa mynda- vélina mína í tæka tíð og hleyp á eftir hinum Ijósmynd- urunum sem hafa fengið leyfi til að fara upp að sviðinu til að festa tónleikana á filmu. Fagnaðarlætin eru gífurleg þegar hljómsveitin birtist. Tón- listin brýst út í loftið, Ijósa- ræðum með að leika á dönsku verðina. Eftirleikurinn er auðveldur og fyrr en varir stend ég fyrir utan búnings- klefa U2-manna með plögg upp á væntanlegt viðtal í höndunum. Ströng fyrirmæli eru um að ekki megi spyrja um einkalíf þeirra í hljómsveit- inni þar sem það komi rétti- lega aðeins þeim sjálfum við. Eftir að hafa spjallað við þá Adam Clayton, bassaleikara hljómsveitarinnar, og The Edge gítarleikara er ég drifin inn á bar þar sem starfsmenn hljómsveitarinnar keppast við að segja mér að þeir séu eins og hljómsveitarmeðlimir sjálfir gífurlega hrifnir af Sykurmol- unum og nýjustu plötunni hennar Bjarkar. Allir eru mjög vingjarnlegir og greinilega eru blaðamenn litnir öðrum aug- dýrðin er gífurleg og á þrjátíu metra háum skjáum gefur að líta umdeildar, furðulegar og fyndnar myndir á víxl. Það er ótrúlegt að standa augliti til auglitis við Bono sem syngur og öskrar í hljóðnem- ann svo áhorfendurnir fyrir neðan mig æpa af ánægju og taugatitringi. Minningin er eins og f móðu og ég get ómögu- lega sagt til um hver voru fyrstu fjögur lög tónleikanna. Að þeim loknum erum við rek- in niður í áhorfendaskarann sem dansar og hreyfir sig í takt við tónlistina. Tárin renna og svitinn bogar af fólki og frú Alice Ellemann-Jensen er án efa óvinsælasta manneskja Danmerkur þetta kvöld eftir að Bono í líki djöfulsins hringir í hana úr silfurhúðuðum síma sínum. Hann kynnir sig sem Þrjár Trabant bifreiðar, sem hanga yfir hljóm- sveitarpall- inum, beina Ijós- um sínum aö U2. 17.TBL. 1993 VIKAN 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.