Vikan


Vikan - 26.08.1993, Qupperneq 66

Vikan - 26.08.1993, Qupperneq 66
„Eg er hræddur um að viö værum orönir ansi þunglyndir ef viö værum enn aö spila á litlum krám á írlandi,” sagöi The Edge, sem hér stendur fyrir framan áhorf- endaskarann í Kaupmannahöfn. krefja „Uffemann" um svör um aðgerðaleysi stjórnvalda EB- landanna yfir stríðinu (fyrrum Júgóslavíu. „Er það þetta sem þið vilj- ið?“ öskrar Bono. Á risastór- um sjónvarpsskjá bak við hann gefur að líta litla bosn- McPhisto, útsendara djöfuls- ins á jörðinni, og biður um að fá að tala við eiginmann hennar, Uffe Ellemann-Jen- sen, fyrrum utanríkisráðherra Danmerkur. Frú Alice segir að það sé ekki mögulegt og skellir á. Bono verður að sætta sig við að fá ekki að íska stelpu sem syngur Bítla- lagið Let it be í beinni útsend- ingu frá Sarajevo á svo hjart- næman hátt að enginn sem staddur er á Gentofte statium þetta kvöld getur komist hjá því að finna til með sárþjáðum íbúum fyrrum Júgóslavíu. Á meðan flestir tónlistar- menn láta sér nægja að yrkja um ástina og vonbrigðin sem henni fylgja fjalla textar U2 um mannúð, mannvonsku og ringluleið í Evrópu dagsins i dag. Bono stendur á sviðinu, lit- ill í öllu þessu mannhafi en samt svo áhrifamikill. Mann- fjöldinn stendur fyrir neðan og grafarþögn ríkir meðal þeirra þrjátíu og tvö þúsund manna sem biða eftir því að heyra hvaða boð söngvari U2, tengiliður hljómsveitar- innar við fjöldann, hefur að flytja. Ótal logandi kveikjur- um er haldið á lofti þegar Bono tileinkar stríðshrjáðu fólki í Sarajevo lagið ONE. „Is it getting better, or do you feel the sarne," syngur hann og áhorfendur taka undir. Ég minnist þess sem The Edge gítarleikari sagði við mig fyrir réttum tveimur tímum: „Það er erfitt að tala um málin í Bosníu því enginn veit hver örlög fólksins, sem þar býr, eru. Það veit enginn hversu lengi þetta fólk verður á lífi. Fólkið, sem við sjáum í beinni útsendingu á tónleikunum í kvöld, getur allt eins verið dáið á rnorgun." „Þetta er mjög öfugsnúið á- stand,“ bætir Adam Clayton bassaleikari við. „Það er hægt að senda myndir í gegnum gervihnött frá landi þar sem hvorki er hægt að fá vatn, mat né lyf. Það er skrýtið hve fáir mótmæla útrýmingu kvenna og barna í nágrannalandi okk- ar en sífellt er verið að tala um sameinaða Evrópu. Við erum að vona að fólk ranki aðeins við sér þegar það sér striðshrjáða einstaklinga birt- ast í beinni útsendingu á risa- stóru tjaldi, grátbiðjandi um frið. Gervihnattasendingar færa atburðina nær okkur og það er vonandi að tónleika- gestir skilji hvað ástandið í Bosníu stendur okkur ná- lægt.“ Þeir sitja á móti mér, alvar- legir í bragði. Adam er í grænköflóttri skyrtu og galla- buxur, ósköp venjulegur að sjá. Hann er mjög þægilegur í framkomu og það sama er hægt að segja um The Edge en ég á samt dálítið erfitt með að vera eðlileg og minnist þess að hafa keypt fyrstu U2 plötuna mína fyrir tæpum tíu árum aðallega vegna þess að mér fannst The Edge vera svo ótrúlega töff. Stuttu sfðar lærði ég að meta tónlistina. Seinna fór ég að bera virð- ingu fyrir þeim sem hugsjóna- mönnum ekki síður en tónlist- armönnum. Þegar diskófríkin dilluðu sér við Dancing Queen og pönkararnir komu með yfir- lýsingar um hvað þeim stæði á sama um allt og alla sungu U2 um tilgangslausa baráttu 66 VIKAN 17.TBL. 1993
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.