Vikan


Vikan - 20.12.1994, Síða 8

Vikan - 20.12.1994, Síða 8
VOLVUSPAIN 1995 þó úr öðrum þeirra þegar líð- ur á kjörtímabilið. Innan R-listans munu koma lægðir í samstarfinu. Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur vegnar vel í borgarstjóra- starfinu þótt hún eigi oft eftir að þurfa að bíta á jaxlinn þegar að henni verður vegið. „Hún er dugleg og heiðarleg kona sem býr yfir mikilli hlýju og skoðar málin ofan í kjöl- inn,“ segir völvan. Þegar upp verður staðið, fær Ingibjörg Sólrún einkunnina alvöru- manneskja en hún situr að- eins þetta eina kjörtímabil í borgarstjórastóli. IÍMI JÓHÖNNU KOMINN Þjóðvaki, samtök Jóhönnu Sigurðardóttur, vinna stór- sigur þótt ekki verði hann jafnstór og skoðanakannanir undangenginna vikna gefa til kynna. Kjósendur fagna stefnu sem miðar að jöfnun lífskjara, jafnrétti kynjanna og minni skattbyrði láglauna- fólks. Þeir flykkja sér um Jó- hönnu og tryggja samtökum hennar öruggt fylgi. „Þeir háu herrar, sem eru hræddir við hana núna, eiga eftir að verða hræddari," segir völv- an. „Jóhanna er rétt að byrja. Hún á þó eftir að kom- ast illilega upp á kant við fylgismann fljótlega eftir kosningar og þá verða há- værir hurðaskellir. Mér sýnist þetta helst vefa vegna ósættis í sjávarútvegsmál- um.“ Tillögur Framsóknarflokks- ins um átak í atvinnumálum og lífskjarajöfnun skila Halldór á eftir aó virka sannfærandi á kjósendur. flokknum öruggu fylgi. Völv- an segir að þótt loforðin séu gamlar lummur finnist henni Halldór Ásgrímsson ná að virka sannfærandi á kjós- endur með sínum rólega stíl og aukna sjálfs- öryggi. Völvan sér fylgi Framsóknar- flokksins aukast mikið og styrk hans fara vax- andi frá því sem verið hefur að undanförnu. Þjóðvaki Jó- hönnu og Fram- sókn verða því sigurvegarar kosninganna. „Ég fæ ekki betur séð en að þessir tveir flokkar eigi eftir að verða fyrstir til stjórnar- myndunarvið- ræðna. En Sjálf- stæðisflokkur á líka eftir að reyna að koma Fram- sókn til við sig,“ segir völvan. „Skipan ráð- herra veldur óánægju og mér sýnist ein- hverjir stjórnmálamenn berja hraustlega í borðið vegna þessa og jafnvel hafa í hót- unum um að snúa baki við þingflokknum,“ segir völvan. AFHROÐ ALÞÝÐUFLOKKS Sjálfstæðisflokkur missir nokkur þingsæti en bíður engan hnekki. Alþýðubanda- lag missir tvo til þrjá menn. Völvan segir Kvennalista skaðast af framboði Þjóð- vaka. Kvennalisti gæti misst mann og jafnvel annan. Alþýðuflokkur geldur al- gert afhroð í kosningunum og fer verst allra flokka út úr þeim. Þar neyðast menn til þess að viðhafa mikla nafla- skoðun eftir kosningarnar þar eð rústirnar einar verða eftir. Mikill öldugangur verður í fremstu röðum Alþýðuflokks og breytingar verða á forystu flokksins. Völvunni sýnist Jón Baldvin fara frá sem for- maður flokksins, jafnvel fyrir kosningar. Hans bíði þá álit- legt embætti vestanhafs. Ummæli Guðmundar Árna á prenti um tilteknar persónur eiga líka eftir að draga dilk á eftir sér. [ stað Jóns Baldvins kem- ur inn ung stjórnmálamann- eskja sem reynir að byggja upp baráttuvilja innan flokks- ins og endurreisa það sem brotið hefur verið niður. Þær breytingar, sem verða á fylgi flokkanna úti um landið, koma skýrast fram á Vesturlandi og þar verður fólk ánægðast með útkomuna. Austfirðir koma síst út úr kosningunum hvað þetta varðar. SPILLING í STJÓRNSÝSLU Rannsóknir á öllum svið- um þjóðlífsins einkenna árið 1995, ekki síst rannsóknir á spillingu í stjórnsýslu. Urg- ur og uppreisnarhugur er í fólki vegna heimatilbúinnar kreppu, skattpíningar og kaupmáttarskerðinga. Fólki er farið að leiðast úrræða- ieysi hinna háu herra og ákveðinn vilji er hjá almenn- ingi til þess að hafa meiri af- skipti af sínum málum og taka sameiginlega á vand- anum sem við blasir. „Allt of mikið hefur verið falið fyrir okkur, en það mun fljótt heyra til liðinni tið,“ segir völvan. Siðvæðingin f íslenskum stjórnmálum heldur áfram á árinu. Almenningur er farinn að gera kröfu um aðhald og gerir sér nú grein fyrir því að hann hefur ekki aðeins völd til að ráða menn til starfa, heldur einnig til að koma þeim frá. Þrír stjórnmálamenn verða teknir fyrir á árinu og verk þeirra rannsökuð til hlítar. Einn þeirra fer frá í kjölfarið þar eð honum verður ekki vært lengur eftir að upp um hann kemst. Mesta rótið varð- andi þá rannsókn er f aprílmánuði. Þetta mál verður litlu fegurra en mál Guðmundar Árna og mörgum er Ijóst að málið stefnir í óefni en þora ekki að beita sér. Völvan segist sjá frekari rann- sókn beinast að ákveðnu ráðu- neyti. Hún kveðst örlítið leið yfir því að þar hafi mikil ósanngirni átt sér stað; feluleikur, eitthvað sem þarf að koma fram í dagsljósið. „Þetta verða ekki alveg bestu mál að lenda í en það er engin spurning um að þetta mun gerast,“ segir hún. „Embætt- ismenn verða heldur ekki stikkfrí til eilífðar, ekki aldeil- is.“ Starfsemi hins svonefnda Smokkfisks, Kolkrabbans og fleiri afla undir yfirborðinu, á eftir að koma eftirminnilega fyrir augu almennings á ár- inu. Átök risanna verða sýni- legri og bolabrögð þeirra og óvægin vinnubrögð í valda- baráttunni eiga eftir að valda hneyksli. FÍKNIEFNI OG FORVARNIR Eins og áður segir verður 1995 ár rannsóknar og tekið verður til í hverju skúma- skoti. Stungið verður á stór- um kýlum, meðal annars flett ofan af fíkniefnahring og í Ijós kemur að stórlaxar tengjast þar fjármögnun. Völvan verður nú óttaslegin og segist varla þora að segja frá því sem henni er sýnt. Nokkrir aðilar hafa þegar týnt lífi fyrir atbeina hrings- ins. „Ég hefði viljað að þetta mál færi lengra en mér sýn- ist jafnvel verða lokað á það áður en við fáum fullan botn í það. Svo er ég hrædd um 8 VIKAN 12. TBL. 1994
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.