Vikan


Vikan - 20.12.1994, Page 15

Vikan - 20.12.1994, Page 15
Jón Baldvin Hannibalsson blaöar í gegnum völvuspá Vik- unnar 1987. Vart kætist hann viö lestur spádóma hennar fyrir næsta ár. Fer hann vestur um haf til nýrra starfa? Nokkrir mjög efnilegir söngvarar koma fram á næsta ári sem við getum hampað og eiga eftir að koma mjög við sögu. íslensk popphljómsveit á eftir að fá umtalsverða athygli erlendis á árinu, án þess að mikils framhalds sé að vænta af þeim árangri. Tveir áður Iftt þekktir ís- lendingar hljóta viðurkenn- ingar að utan og verða landi og þjóð til sóma. Landinn verður hreykinn af sigrum ungs skákmanns, sem verð- ur í sviðsljósinu til ársins 2005. Líklegt er að við eign- umst nýjan stórmeistara á næsta ári. Tveir íþróttamenn skara fram úr á eriendum vettvangi á árinu og ung sunddrottning á eftir að ná meiri árangri. Forsetakjör '96. Næsti for- seti er karlmaður, sem ekki er kominn inn í umræðuna sem frambjóðandi. Hann er úr hópi stjórnmálamanna, myndarlegur maður, sem er umræddur fyrir fyrri störf. Fjórir aðrir verða í framboði og tvísýn keppni milli tveggja. Völvan bætir því við, að með nýjum manni sé breytinga að vænta á valda- sviði forseta. Við eigum ekki eftir að geta litið jafn stolt til heims- meistaramótsins í handbolta ’95 og leiðtogafundarins forðum. Erfiðlega gengur að útvega nægt hótelrými en skólar verða loks teknir undir erlenda gesti. „Ég er svo hrædd um að þetta snúist um alvarlegan fjárhags- vanda," segir völvan. ísland og ESB. ESB-aðild kemur ekki til atkvæða- greiðslu á þssari öld. ESB verður þó inni í umræðunni, ekki síst vegna erfiðleika í norrænu samstarfi. Völvan segir að lokum að hún skynji samstöðu fólks í auknum mæli á árinu og að allir leggi hönd á plóginn við þá miklu vinnu sem fram- undan er. íslendingar beri nú í fyrsta sinn í manna minn- um gæfu til þess að setjast allir samhentir við árarnar f einu. □ Margt getur oröiö aö gulli í höndum okk- ar fslendinga ef viö kunnum aö fara meö þaö sem okkur er gefið, segir Völvan. Hún víkur m.a. að vatnsútflutningi í spá sinni. NflM Hvers vegna að borga 1200 kr. fyrir kvartlítra af Aloe Vera þegar þú getur fengið tvöfalt meira magn af Aloe Vera geli frá Banana Boat á aðeins 1000kr.? Hvers vegna að bera á sig 2% af þráavarnarefnum þegar þú getur fengið 99,7% hreint Aloe Vera frá Banana Boat? Biddu um Banana Boat ef þú vilt 99,7% hreint Aloe Vera gel á 40-60% lægra verði. Það er alltaf ferskt (framleitt eftir pöntun), án spírulínu, án kemískra lyktar- efna eða annarra ertandi of- næmisvalda og fæst í 6 mismun andi túpu-, brúsa- og flöskustærðum. Þú finnur engan mun á því að bera ferska. 99,7% hreina Aloe Vera gelið frá Banana Boat og hlaup úr Aloe Vera blaði beint á sár, bólgur eða útbrot. Prófaðu lika Banana Boat E-gelið á sölustöðum Banana Boat (fæst einnig í 3 stærðum hjá Samtökum psori- asis- og exemsjúklinga), hrukkuhindrandi og húðmýkjandi Banana Boat A-gel, baugaeyðandi og húðstyrkjandi Banana Boat kollagen gel, hraðgræðandi Banana Boat varasalvann með sólarvörn #21, græðandi, mýkjandi og rakagefandi Banana Boat Body Lotion með Aloe Vera, lanolíni, A-, B-, D- og E-vítamíni, húðnærandi og öldrunarhindrandi Banana Boat djúpsólbrúnkugel fyrir Ijósaböð, Banana Boat sólmarg- faldarann sem milljónfaldar sólar- Ijósið í skýjaveðri, Banana Boat sól- varnarkremið með hæsta sólvarnar- stuðulinn á markaðnum, #50, næringar- kremin Banana Boat Brún-Án-Sólar í 3 gerðum, Naturica BK Sólbrún-lnnan-Frá, Naturica hrukkubanann, alnáttúrlega svita- lyktareyðinn, kristalsteininn sem þú strýkur eftir blautum handarkrika þar sem kvikna engar lyktarbekteríur. Biddu um Banana Boat í apótekum, á snlbaðsstotum, í snyrtiviiruverslunum, öllum heilsubúðum utan Reykjavikur og I Heilsuvali, Barónsstíg 20, ?? 626275

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.