Vikan - 20.12.1994, Page 16
JOLAHALD
Erlend áhrif hafa
ekki einungis sett
mark sitt á jólin hér
heima. Þúsundir íslend-
inga búa i útlöndum og á
heimilum þeirra bland-
ast oft erlendir jólasiðir
við þá íslensku.
M
TEXTI: SVAVA JONSDOTTIR
EIGINMAÐURINN OG
ÆTTINGJAR HANS ERU
MÚHAMEÐSTRÚAR
Ræðismaöur íslands í Amm-
an í Jórdaníu, Stefanía
Reinhardsóttir Khalifeh, hef-
ur búið þar í tólf ár. Hún hef-
ur einunpis einu sinni haldið
jólin á Islandi frá því hún
fluttist út og segir að sér
finnist vera heldur kalt og
dimmt í desembermánuði
hér á landi. Engu að síður
segist hún óska þess að það
væru hvít jól í Jórdaníu en í
jólamánuðinum er þar yfir-
leitt átta til tuttugu og tveggja
stiga hiti.
Stefanía og sonurinn Arnar Qais á
jólunum í fyrra. Jólabókin aó heiman
er mesta tilhlökkunarefniö.
Arnar Qais úti á túni áöur en haldió var á
jólaball.
Hjá níutíu prósent þjóðar-
innar eru jóladagarnir eins
og aðrir dagar en þó er hefð
fyrir því að fólk af
múhameðstrú heimsæki
kristna vini og nágranna á
jólunum til að óska þeim
gleðilegra jóla. Jafnframt
heimsækja þeir kristnu fólk
sem er múhameðstrúar á
þeirra hátíðum. Tíu prósent
þjóðarinnar eru því kristin en
ákveðin jólastemmning er í
borginni og verslanir eru
skreyttar. Útlendingar halda
auk þess upp á jólin og
messur eru fyrir þá kristnu.
„Það er ekki mikill undirbún-
ingur fyrir jólin á mínu heim-
ili,“ segir Stefanía. „Við kon-
urnar frá Norðurlöndunum
höldum basar í desember og
þá bökum við smákökur og
piparkökur og búum til jóla-
skraut. Jólaundirbúningurinn
hefst því á starfinu fyrir
þennan basar. Einnig höld-
um við Lúsíuhátíð og þá
bökum við piparkökur og
lúsíubollur og ég baka þá
fyrir heimilið í leiðinni. Ég
skreyti heimilið fyrr en tíðk-
ast á íslandi, eða eftir fyrstu
vikuna í desember. Það geri
ég til að gera jólin lengri. Eft-
ir gamlárskvöld tek ég svo
jólatréð niður.“
Stefanía og eiginmaður
hennar eiga fimm ára gaml-
an son og áður
en hann fæddist
var haldið upp á
jólin á aðfanga-
dag. Eiginmaður-
inn á afmæli á
jóladag og fyrir
fæðingu yngsta
fjölskyldumeð-
limsins var van-
inn að halda upp á afmælið
á jólanótt. „Jólin eru hátíð
barnanna og núna höldum
við upp á jólin á afmælisdegi
mannsins rníns," segir Stef-
anía. Þrátt fyrir að eiginmað-
urinn og ættingjar hans séu
múhameðstrúar halda þau
jólin hátíðleg fyrir Stefaníu.
Þau koma til hjónanna á
jóladag og hún eldar hangi-
kjöt frá íslandi með öllu til-
heyrandi og kalkún og í eftir-
rétt er hrísgrjónagrautur með
möndlu í. „Ég reyni að halda
þá jólasiði sem ég ólst upp
við. Manninum mínum finnst
það notalegt. Við syngjum
öll jólalög og það er alltaf
einn úr fjölskyldunni sem
leikur jólasvein. Einn frænd-
inn er vinsæll í það hlutverk
vegna þess að hann spilar á
gítar.“ Stefanía segir að það
sé sama hvar í heiminum
fólk sé, það sé alls staðar
lagt eins mikið upp úr jóla-
gjöfum og hér á Islandi. „Ég
fæ alltaf sendar bækur að
heiman og það er kærkomn-
asta gjöfin. Ég hlakka alltaf
til að fá jólabókina að heim-
an og í raun er það mesta til-
hlökkunarefnið."
JÓLIN HÁTÍDLEGUST Á
ÍSLANDI
Vesturheimur hefur heillað
margan manninn og ís-
lendingar eru þar engin
undantekning. Steinn Logi
Björnsson er einn þeirra
sem starfsins vegna hefur
flutt sig vestur um haf.
Hann gegnir stöðu svæðis-
stjóra Flugleiða í Banda-
ríkjunum og hann hefur áð-
ur búið f útlöndum til lengri
eða skemmri tíma. Sem
unglingur var hann skiptin-
emi í Bandaríkjunum í eitt
ár, síðan var hann þar
námsmaður í fjögur ár,
hann bjó í Þýskalandi í rúm
fimm ár og síðastliðið ár
hefur hann búið í Col-
umbia, sem er mitt á milli
Baltimore og Washington.
„Við hjónin eigum þrjú
börn og þegar við fluttum
út ákváðum við að halda
jólin úti að íslenskum sið.
Svo erum viö alltaf á ís-
landi um áramótin. í lok
nóvember, eftir Þakkar-
gjörðarhátíðina sem er
önnur mesta hátíð ársins
hér í Bandaríkjunum, er
byrjað að skreyta verslanir
og opinbera staði. Við byrj-
um hins vegar á undirbún-
ingnum þremur til fjórum
vikum fyrir jól og konan
bakar tvær til þrjár smá-
kökutegundir. Húsið er
skreytt og við setjum jóla-
tréð upp tveimur vikum fyrir
jól en Bandaríkjamenn eru
vanir að skreyta það á jóla-
dag.
Á jólunum hlustum við á
íslenska, bandaríska og
þýska jólatónlist. Á að-
fangadagskvöld boröum
við gæs en á jóladag er
hangikjöt að heiman á boö-
stólum og við drekkum meö
matnum bland, malt og
16 VIKAN 12. TBL. 1994