Vikan


Vikan - 20.12.1994, Side 17

Vikan - 20.12.1994, Side 17
appelsín sem ég kaupi í Is- lenskum markaði á Kefla- víkurflugvelli. Áður vorum við oft með rjúpur á að- fangadagskvöld en þegar við bjuggum í Þýskalandi reyndist oft erfitt að ná í þær þannig að við hættum því.“ Steinn Logi segir að kristnir Bandaríkjamenn leggi jafn mikið upp úr gjöf- um og íslendingar en bóka- gjafir eru þó ekki eins al- gengar. Þegar þau hjónin voru námsmenn voru þau um jól í New York. „Banda- ríkjamenn eru misjafnir," segir Steinn Logi. „í landinu búa margir ólíkir hópar og þá sérstaklega í New York. Rétt fyrir klukkan sex á að- fangadagskvöld vantaði mig eitthvað úr búð en allar litlu búðirnar voru opnar enda halda Kínverjar og Arabar ekki jólin hátíðleg. Þetta er ekki eins og seinnipartinn heima á að- fangadag þegar allt er lok- að og einungis prúðbúið fólk á ferðinni á milli jóla- boða.“ Hann segist ekki geta hugsað sér betri jól en að halda þau með börnunum að íslenskum sið. „Hátíð- leikinn er hvergi eins og JÓLAHALDí FRÖNSKUM KASTALA Meistari Erró hefur búið og starfað á erlendri grund í rúm fjörutíu ár. Á þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar í lífi unga piltsins á Klaustri sem beið eftir jólunum svo að segja allt árið og þegar að þeim kom var mikil hátíð í Steinn Logi heldur jólin aö íslenskum siö enda segir hann aö hátföleikinn sé hvergi eins og á íslandi. heima. Ég hef ekki fundið hann neins staðar annars staðar. Jólin heima eru svo friðsæl, róleg og hátíðleg. Það er allt stopp, allt svo að segja frýs og námsmenn og sjómenn koma heim. Það má segja aö við náum í skottið á jólastemmning- unni þegar við komum heim á milli jóla og nýárs.“ bæ. Þess var gætt að allir fengju jólagjöf, börnin gátu valið einn ávöxt og Guð- mundur Guðmundsson, Erró, valdi alltaf epli. Á jóladag var spilað á spil. „Ég hef gleymt jólunum,“ segir listamaðurinn sem býr í París. „Ég hef ekki hugsað um þau og ekki reynt að halda upp á þau að vissu leyti. Hér um bil ( tuttugu ár var ég í Tælandi á jólunum og þar er ekki haldið upp á þau. Á stóru hótelunum voru sérstök gilli og ég fór stund- um þangað út af matnum, flugeldunum og svo til að komast í selskap." Erró seg- ist ekki sakna jólanna á ís- landi. Undanfarin þrjú ár hef- ur honum verið boðið til vina- fólks á jólunum og mætir hann yfirleitt til þeirra að morgni aðfangadags. „Þetta fólk er eins og fjölskylda mín. Konan á gallerý sem ég sýni í í París og við ferðumst mik- ið saman. Við erum með „surprísur“ og bjóðum hvort öðru í stuttar ferðir. Einu sinni hringdu þau í mig og buðu mér með sér í ferð til Tyrk- lands sem fara átti í daginn eftir. Þetta fólk á fallegan kastala fyrir utan París og fyr- ir þremur árum samþykktum við með handsali að ég yrði alltaf hjá þeim á jólakvöld. Til að komast til þeirra ferðast ég með lest í einn klukkutíma og svo er ég keyrður að kast- alanum. Mað urinn sem gerði kastal ann upp er frægur inn- anhússarkit- ekt og hann skreytir yfir- leitt veislu- boröið með þurrkuðum blómum, kertum og fleiru og svo eru fallegir diskar og glös á boröinu. 12.TBI. 1994 ViKAN 17 JOLAHALD

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.