Vikan


Vikan - 20.12.1994, Síða 20

Vikan - 20.12.1994, Síða 20
JOLAHALD í lok október er búiö að setja jólaskraut í verslunarglugga og Ijós á trén. Allar verslanir eru fullar af jólaglaðningi og ýmsum kökum og þá aðal- lega „Stollen" sem er þýsk jólakaka." Á aðfangadagskvöld hefur Sólrún kalkún í matinn og segir hún að um gæti verið að ræða áhrif frá Banda- ríkjadvölinni. Á jóladag er hún hins vegar með íslenskt hangikjöt. Hún á gamla upp- töku með messu í Lang- holtskirkju þar sem séra Sig- urður Haukur Guðjónsson prédikar og kór Langholts- kirkju syngur. Þar sem Sól- rún getur ekki kveikt á út- varpinu klukkan sex á að- fangadagskvöld og hlustað á Dómkirkjumessuna sting- ur hún snældu í segul- bandstæki og hlustar á séra Sigurð Hauk og Langholts- kirkjukórinn. Um jólin ætla þeir íslendingar, sem búsett- ir eru í Hannover og fara ekki til íslands yfir hátíðarn- ar, að hittast á jóladag til að borða hangikjöt og syngja islensk jólalög. Það sem Sólrún man einna helst frá æskujólunum heima á íslandi er jóla- stemmningin. „Allir þurftu að vera góðir hver við annan og það var svo mikill hátíð- leiki yfir öllu. Hérna er stemmningin ekki eins og heima. Klukkan sex á að- fangadagskvöld heima á ís- landi virðist nokkurs konar slikja leggjast yfir allt og það myndast frábær andleg stemmning. Það sem mér finnst vera mikilvægt á jól- unum er að fólk sé saman og líði vel. Þetta á ekki að vera kappsmál um stórar og miklar gjafir." Stór- söngv- arinn Kristján Jóhanns- son og fjöl- skylda. Stefnan er tekin á Suöur- Týról. BREKKUSÖNGUR í TÝRÓL Stórsöngvarinn Kristján Jó- hannsson hefur dvalið fjarri æskuslóðunum í nær tvo áratugi. Frá því að sönggyðj- an náði tökum á honum hef- ur Akureyringurinn varið tíma sínum í landi borgarinn- ar eílífu, Rómar, og sungið sig inn í hug og hjörtu þeirra sem á hlýða. Þeir sem ná langt þurfa að færa fórnir og dvelja oft og tíðum fjarri ætt- ingjum og vinum til lengri eða skemmri tima. Kristján kallar það þó eflaust ekki því nafni þegar hann stígur á svið helstu óperuhúsa heims og flytur verk meistaranna ódauðlegu. í öll þessi ár hefur hann örsjaldan verið heima á ís- landi um jólin. Sigurjóna, strákarnir þeirra tveir og tvö uppkomin börn Kristjáns eru þó hans fjölskylda og hann segir að það megi mikið ganga á ef þau tvö eldri koma ekki til (talíu og dvelji hjá þeim yfir hátíðarnar. Um þessi jól verður engin breyting þar á. Eldri börnin koma til Ítalíu og í staðinn fyrir að halda hefðbundin jól heima munu þau öll halda til Suður-Týról og stunda skíðaíþróttina af kappi í hálf- an mánuð. Það er aldrei að vita nema aðrir ferðamenn eigi eftir að hlusta á tenórinn syngja vel valdar aríur þegar hann rennir sér niður brekk- urnar. Fjölskyldan mun taka með sér mat upp í fjöllin og án efa mun íslenska kjötið og fiskurinn bragðast vel. „Við höfum í heiðri íslensk- ar venjur í matargerð yfir jól- in og hangikjötið er vanalega á boðstólum þótt inn í bland- ist ítölsk matargerð," segir Kristján. „Jólahaldið sjálft er ekki ólíkt því sem við eigum að venjast heima á íslandi og það er því aðallega mat- urinn sem getur verið öðru- vísi. Ég veit ekki nákvæm- lega hvað verður í matinn um næstu jól en í fyrra var svínahamborgarahryggur frá KEA á aðfangadagskvöld og á jóladag var hangikjöt og laufabrauð. Hérna á Ítalíu er líka mikið borðað af ítölskum pylsum. Þetta eru fylltar svínalappir og i raun er þetta ekki ósvipað slátri þótt ekki sé blóð í þessu. Pylsurnar eru borðaðar með kartöflust- öppu og grænum baunum. Yfirleitt leggja ítalar mikið upp úr soðnum kjötréttum og í þeim getur verið innmatur og tungur." Fjölskyldan fylgist með messu páfans í sjónvarpinu og Kristján segir að þetta sé svipuð stemmning og að hlýða á Dómkirkjumessuna á íslandi á aðfangadags- kvöld. Þau eiga trygga og góða vini á Italíu sem þau heimsækja yfir hátíðamar en á aðfangadag og jóladag eru þau heima. „Jólin eiga að vera fjölskylduhátíð," segir Kristján. Hann segir að ítalar leggi ekki eins mikið upp úr gjöfum og íslendingar heldur gefi þeir færri og stærri gjafir og séu þá nokkrir saman sem gefi sömu gjöfina. Það er ekki einungis á jól- unum sem fjölskyldan fær sendan mat að heiman. Af og til fá þau senda frá íslandi þrjátíu til fjörutíu kílóa kassa fulla af kjöti og fiski og þarf Kristján að aka tvö hundruð kílómetra leið til að sækja þá. Þau halda veislur fyrir ít- alska vini sína og Kristján segir að það sé eftirsóttur viðburður þegar boðið sé upp á íslenskan fisk vegna þess að Sigurjóna sé mikill sérfræðingur í fiskréttum. 20 VIKAN 12. TBL. 1994
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.