Vikan - 20.12.1994, Page 24
TONLIST
unu
OIRL
„The more Things change
the more they stay the
same“ heitir geisladiskur
hljómsveitarinnar Quicksand
Jesus. Á geisladiskinum eru
sautján lög og segir söngvari
hljómsveitarinnar, Guðfinnur
Karlsson, að lagið „Little
Girl“ sé tileinkað frænku
sinni, Berglindi Borgþórs-
dóttur, og sé jafnframt jóla-
gjöf sín til hennar. „Hún
missti pabba sinn þegar hún
var tíu ára og mömmu sína
þegar hún var fimmtán ára
og lagið er samið um það
þegar mamma hennar dó.“
„Bít“ heitir geisladiskur
hljómsveitarinnar Tweety og
hefur hann að geyma tíu lög.
Öll eru þau eftir Þorvald
Bjama Þorvaldsson en text-
arnir eru eftir söngkonu
hljómsveitarinnar, Andreu
Gylfadóttur. „Ég held mikið
upp á lagið „Aðeins fyrir
þig“,“ segir hún, „og það er
gaman að flytja það. Þegar
við unnum að því kölluðum
við það „Fiðlulagið". í viðlag-
inu segir: „Leika fagra fiðlu-
tóna, leika eitthvað beint frá
hjartanu, leika aðeins fyrir
þig.“ Lagið er ástaróður frá
konu til karls og er í rauninni
ástaróður frá mér til ákveð-
ins manns. í laginu er lögð
áhersla á tilfinningar, ást og
hljómfall. Þetta er létt og
skemmtilegt lag og í því er
smá rokk.“
VEIT
ÞÚ
KEMUR
Árið 1963 var lagið góð-
kunna „Ég veit þú kemur"
eftir Oddgeir Kristjánsson
fyrst tekið upp á plötu. Ellý
Vilhjálms sá um sönginn en
lagið er að finna á geisla-
diskinum „Lítill fugl“ sem hef-
ur að geyma tuttugu endur-
útgefin lög með Ellý. Lagið
er eitt af svonefndum þjóð-
hátíðarlögum Vestmanna-
eyja. Þótt deildar meiningar
séu um tilurð textans hefur
Ellý þá trú að hann sé ástar-
Ijóð og hún segist syngja
hann með þeirri tilfinningu.
Enda sé það í anda lagsins.