Vikan


Vikan - 20.12.1994, Page 25

Vikan - 20.12.1994, Page 25
TRUÐ- URINN Fyrir jólin gefur Hörður Torfason út snælduna „Barnagaman" og geisla- diskinn „Áhrif“. Á honum eru ellefu lög og er Hörður höf- undur bæði laga og texta. Hann vann við gerð geisla- disksins í á annað ár og hóf- ust upptökur um síðustu ára- mót og lauk þeim í septem- ber. Öll lögin eiga sér sögu og fjallar „Trúðurinn“ um nú- tímamanninn. „Fólk í dag er alltaf hlæjandi og í hressu skapi,“ segir Hörður. „í stað þess að vera einlægt felur það tilfinningar sínar. Það reynir að ganga í augu ann- arra og þegar horfst er í augu við þetta fólk sér mað- ur eymd og sársauka.“ JAZZ ME UP Hljómsveitin Bong, sem skipuð er þeim Eyþóri Arn- alds og Móeiði Júníusdóttur, er að gefa út sinn fyrsta geisladisk. Nefnist hann „Release“, á honum eru tólf lög og sömdu þau Eyþór og Móeiður bæði lög og texta. Eyþór segir að lagið „Jazz me up“ sé elsta lagið á disk- inum en þau sömdu það fyrir tveimur árum. „Ævafornt," segir hann. „Og það á sér sögu.“ Þrátt fyrir aldurinn hefur lag- ið ekki verið gefið út áður og upphaflega var það hraðar. Eyþór er ánægður með nýju útgáfuna. „í laginu er bland- að saman „jazz-elementi“ og rappeigindum. Það krefst þess að ég spili á þrjú hljóm- borð á tónleikum og á útgá- futónleikunum leið mér eins og kolkrabba. Þetta er ævin- týralag og gæti kallast á ís- lensku „Hresstu mig við“. Textinn er allt að því trúar- lega væminn og mjög já- kvæður. Hann fjallar um litla ferð gegnum undarlegar lendur neonljósa." QDra tHðWB Verk eftir Fauré, Schu- mann, Beethoven og Shostakovich eru á geisla- diski þeirra Bryndísar Höllu Gylfadóttur sellóleikara og Steinunnar Birnu Ragnars- dóttur píanóleikara. Þær hafa spilað saman síðastlið- in tíu ár og eftir vel heppn- aða tónleika á síðasta ári ákváðu þær að gefa út geisladisk með sama efni. „Tónskáldin eru öll snillingar á sinn hátt,“ segir Bryndís Halla en verkið „Aprés un ré- ve“ eftir Frakkann Fauré, sem samið var í kringum 1876, er eitt af hennar uppá- haldslögum. „Ég er búin að halda upp á þetta lag síðan ég var fjórtán ára og það hefur alltaf fylgt mér. Það er mjög skemmtilegt að spiia það og mór finnst eins og það hafi verið samið fyrir mig. Það er dreymandi og sorglegt og er um mann- eskju sem vaknar eftir að hafa dreymt um ástina. Hún gerir sér grein fyrir því að þetta var allt saman draumur og finnur fyrir vonbrigðum og sorg." 12. TBL. 1994 VIKAN 25

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.