Vikan


Vikan - 20.12.1994, Síða 37

Vikan - 20.12.1994, Síða 37
upptekin af mismunandi leikjum og áhugamálum. „Hún var í ballett og píanók- ennslu á meðan ég var í fót- bolta og strákapörum," segir Ellert. „Hún var varla nógu lengi í píanókennslunni til að kunna neitt á hljóðfærið. Það var píanó heima og mamma spilaði á píanó og gerði til- raun til að kenna börnunum á það. Fyrst og fremst stelp- unum. Þarna kemur mis- munun kynjanna; ég var sendur í fótbolta og Bryndís lærði á píanó og var send í ballett. Fólk var dálítið fast í þessu munstri. Ég held að mamma hafi viljað koma henni í einhverja afþreyingu eða áhugamál sem hanni fannst varið í. Þá var í tísku að ungar og fallegar stelpur fengju að spreyta sig í ball- ett. Bryndís var líka í íþrótt- um og var bæði í handbolta og leikfimi. En hún var góð í ballett og hefur áreiðanlega stefnt að því að verða baller- ína og út frá ballettinum fékk hún mikinn áhuga á leikhús- inu og var líka leikkona. Ég man eftir því að hún var iðu- lega prímadonna á sýning- um. Sjálfsagt hefur það háð henni að hún var stór og kannski of stór til að vera ballerína. Hún var í ballett til tvítugs en þá gifti hún sig, fór að eiga börn og fluttist til út- landa þannig að þetta fékk hægan dauðdaga." MEÐ VASAKLÚT í BÍÓ „Eitt sinn skáti, ávallt skáti," segir einhvers staðar eldrum sínum og sjálfri sér til sóma og sinna bæði námi og áhugamálum. Ég held að metnaðurinn hafi staðið til þess að vera best og ná ár- angri.“ AÐDÁANDI BRYNDÍSAR „Bryndís var skapmikil og gat verið stríðin og þá sér- staklega gagnvart mér. Eg var uppstökkur og fljótur að æsa mig og hún gekk oft á lagið. Ég man að það var oft harður slagur í baðkarinu. Við vorum sett saman í bað- kar og það var mikill buslu- gangur og slagsmál. Það var sagt um okkur að við hefð- um vitið í fótunum, hún í ballett og ég í fótbolta, og það var aðallega barist með því að sparka hvort í annað. Það voru oft harðar senur en eftir á er ekkert nema gaman að muna eftir þessu.“ í huga Ellerts hverfa æskuárin í Ijúfa minningu um skemmtilegan tíma og það er ekkert sem situr í honum sem tengist einhverj- um leiðindum. „Ég held að ég hafi verið aðdáandi Bryn- dísar bæði opinberlega og í laumi og látið við það sitja að horfa á það öfundaraug- um þegar hún dansaði út úr stofunni og inn í hana aftur," segir hann. „Hún var eftirlæti foreldra sinna. Hún heldur því að vísu fram að ég hafi verið uppáhaldsbarnið og þó það hafi verið látið mikið með hana þá hugsa ég að það hafi verið látið eins mik- ið með mig. Allavega heldur hún því fram að ég hafi verið mömmudrengur- inn og hún hefur þá verið pabbast- elpan." MISMUNUN KYNJANNA Á þeim tíma þegar systkinin voru að alast upp var mismunun kynjanna áberandi í uppeldinu auk þess sem strákar voru í strákaleikj- um og stelpur í stelpuleikjum. Þetta varð til þess að Bryndís átti sinn kunningjahóp og Ellert sinn og systkinin voru sendur í sveit sem krakki og var í sveit næstum því hálft árið þannig að það var lítið um samveru allan þann tírna," segir Ellert. „Þegar ég kom í bæinn tók skólinn við, æfingar í fótbolta og leikir með strákunum í hverfinu. Meðan við bjuggum f Skjól- unum fórum við strákarnir oft með trillukörlunum út á sjó þannig að þetta var heimur út af fyrir sig án þess að Bryndfs og stelpurnar blönd- uðust mikið inn í hann. Eftir á að hyggja finnst mér strák- arnir hafa verið miklu fleiri en stelpurnar. Allavega var heill mannfjöldi af strákum í hverju húsi á öllum aldri. Mér fannst Bryndís alltaf vera dá- lítið sjálfstæð eins og hún reyndar er í dag. Ég hugsa líka að það hafi annaðhvort háð henni eða hún notið þess að hún var falleg stúlka og það hændust að henni margir piltar og hún átti góð- an kunningjahóp úr röðum skólafélaganna. Sérstaklega eftir að hún var orðin ungl- ingur. Eftir að hún kynntist Jóni Baldvini komst ekkert annað að. Hún hefur verið frátekin og upptekin síðan.“ „Bryndís vildi standa sig vel og vera foreldr- um sín- um og sjálfri sér til sóma.“ „Ellert þóttist ekki heyra þegar hann var boöinn um viö- vik.“ SVO KOM JÓN „Ég var snemma og þótt systkinin hafi tengst skátahreyfingunni í einhvern tíma tengdist það ekki hjálp í viðlögum og skátahnútum. „Þegar við bjuggum í Norð- urmýrinni var Skátaheimilið uppi á Snorrabraut og mað- ur fór stundum þangað á bíósýningar en það var frítt á myndir með Chaplin, Gög og Gokke og fleirum,“ segir Ellert. „Þannig tengdumst við skátahreyfingunni í stuttan tíma. Yfirleitt fór fólk þó á þær myndir sem stóðu til boða í kvikmyndahús- unum eins og „Gone With the Wind“. Þetta voru annars vegar klassískar myndir og væmnar söngva- myndir og hins vegar myndir um Roy Rog- ers og Tarzan. Ég giska á að Bryndís hafi haft mest gaman af hugljúfum grát- myndum þar sem allir voru góðir og fallegir í lokin.“ 12.TBL.1994 VIKAN 37 ENDURMINNINGAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.