Vikan


Vikan - 20.12.1994, Page 64

Vikan - 20.12.1994, Page 64
SALRÆN SJONARMIÐ hyldýpi glötunar. Huglæg af- staða hans þarf að breytast. OFBELDI OG LÆKNING Stebba spyr hvort hægt sé að lækna ofbeldishneigð fólks eins og áfengissýki. Málið er að áfengisástríðan verður ekki beint læknuð þótt við leitum okkur hjálpar við að vinna á fyrirferð henn- ar í lífi okkar og tilveru. Um er að ræða sjúkdóm sem hægt er að halda niðri með til þess gerðum aðgerðum og heppilegri hugarfars- breytingu. Hann lifir jafnt sem áður áfram blundandi í manneskjunni þótt halda megi einkennum hans niðri. Sá, sem einu sinni hefur orð- ið áfengisbölinu að bráð og komist yfir það með réttri leiðsögn, má aldrei líta á sig sem læknaðan sökum þess að einungis er hægt að halda einkennum sjúkdóms- ins niðri með því að bragða ekki áfengi. Hann gýs upp á svipstundu aftur með fyrra afli ef neytandinn dettur í það aftur og trúir því að hann sé læknaður og geti óhræddur drukkið. ÓVIÐEIGANDI BARSMÍÐAR HÚÐFANTANNA Sama er með ofbeldis- hneigingar fólks. Ef þær, með leiðsögn og sálfræði- og geðlæknismeðferð, eru yfirunnar þá þýðir það alls ekki að berjandinn við vissar aðstæður geti ekki misst stjórn á hegðun sinni og orð- ið laus höndin. Það, sem hægt er að gera, er að auka skilning húðfantsins á því að of- beldi er óvið- eigandi at- ferli og órétt- lætanlegt og á upphaf sitt í hugsana- skekkjum og röngu sið- ferðis- og hegðunar- mynstri lemjandans. Endanlega verðum við sjálf að taka ákvörðun um að beita ekki aðra ofbeldi en ekki aðrir fyrir okkur. Vinsamlegast handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður alls ekki hægt að fá þau í einkabréfi. Utanáskriftin er: Jóna Rúna Kvaran Kambsvegi 25, 104 Reykjavík LÉLEG SIÐFERDISKENND OG ÖNNUR MEINVÖRP Hugarfarsbreyting er auð- vitað viss lausn og upprætir sem betur fer oft rangt atferli berjandans. Vart er þó hægt að tala um eiginlega lækn- ingu, fremur aukin skilning húðfantsins á því að athæfið er siðferðislega rangt og þjónar engum tilgangi öðrum en að beygja þolandann undir rangan vilja lemjand- ans. Ef okkur skortir siðferð- issjónarmið, sem eru heil- brigð og heilsteypt, getum við orðið til þess að beita aðra ósæmilegu atferli eins og t.d. hvers kyns ofbeldi og þá jafnvel þrátt fyrir allar meðferðir og tilraunir til hug- arfarsbreytinga. VÍMUGJAFAR OG ÖNNUR MEINVÖRP Sama á við áfengissýkina; það er ekki nóg að fara í meðferð því ef hugur fylgir ekki máli þá gerist ekki neitt raunhæft og endanlegt í af- stöðu okkar til á fengis og af- leiðinga þess á líf okkar og tilveru. Sá, sem einu sinni hefur misnotað áfengi og lent í hremmingum sökum þess, á ekki að nota það framar. Sama gildir um of- beldi. Sá sem einu sinni hef- ur beitt því fyrir sig á ekki að verða sjálfur til að skapa skilyrði á slíku framferði með því að nota t.d. vímugjafa eins og áfengi til að slæva dómgreind sína og siðferðis- kennd. Hvort tveggja hlýtur að hverfa út úr lífi fólks ef það ákveður að slíkt sé nauðsynlegt. Það er ekki hægt að taka ábyrgð á okkur eða fyrir okkur að þessu leyti og engin lækning er til við þessum meinvörpum nema sú sem liggur í okkar eigin huga. PRESTUR, SÁLFRÆÐINGUR OG BÖRNIN Eðlilega veltir Stebba framtíð barna sinna fyrir sér og óttast að heimilisbölið geti skaðað þau sem mann- eskjur. Það er auðvitað margsönnuð staðreynd að þau börn, sem alin eru upp á heimilum þar sem bæði of- beldi og áfengi fær að við- gangast í óhófi, eiga mjög erfitt andlega sem félags- lega. Þau skaðast því vissu- lega á ýmsa vegu ef heimil- isfriðurinn er hverfull og ef á bak við öll samskipti þeirra við þeirra nánustu liggur ótti og áþján. Trúlegt er að bæði prestur og sálfræðingur geti bent Stebbu á hvernig hún geti hugsanlega varið börnin fyrir þessari áþján. Hvort börnin hafa þegar skaðast varanlega getur enginn skor- ið úr um, nema sá sem hefur fagþekkingu. EIGA Í VÖK AÐ VERJAST Stebba getur ekki breytt manninum, það gerir hann sjálfur, en hún getur reynt að vernda börnin sín fyrir mögulegu tjóni af völdum föðurins með hjálp þeirra sem gjörþekkja svona vanda. Það er þó sannað mál að börn, sem alast upp í andrúmslofti áfengisbölsins, eiga í vök að verjast heima og að heiman. Þessi börn eru varla nein undantekning frá þeirri staðreynd. Þessi börn eru m.a. svipt æsku sinni, sjálfsvirðingu og ör- yggi og lifa stöðugt í skjóli ótta, ofbeldis og óöryggis, sem er mjög alvarlegt og ranglátt, auk þess að vera vanvirðandi. ÞAR SEM RÍKIR SÁTT OG SAMLYNDI Heimili, sem eru menguð af áfengi, eru alltaf í upp- lausn og þar ríkir afbrigði- legt ástand þannig að á slfku heimili fær enginn grið sökum þess að hvers kyns hætta er stöðugt yfirvofandi og nánast alltaf til staðar þar sem óreglan leikur lausum hala. Við eigum ekki að bjóða börnunum okkar upp á óöryggi eða of- beldi. Við eigum mun frem- ur að búa þeim góð heimili þar sem ríkir sátt og sam- lyndi en ekki ótti, ofbeldi og annarálíka hryllingur. Lengi býr að fyrstu gerð. Við vit- um það að börn læra það sem fyrir þeim er haft. Við getum ekki verið viss um að barn, sem elst upp við of- beldi og óreglu, taki ekki upp svipaða ósiði í sam- skiptum þegar það vex úr grasi. HAFNA REFILSTIGUM VANDRÆÐA Best er því að bjóða ekki börnunum okkar upp á neitt það í samskiptum sem er óheillavænlegt og öfug- snúið einmitt vegna þess að slíkt hefur áhrif og við vitum það ekki fyrr enn á reynir hvernig þau áhrif geta orðið. Vitanlega eru til einstaklingar í þessu ágæta samfélagi sem alist hafa upp við ömurleg lífsskilyrði en hafa samt, þrátt fyrir þá staðreynd, orðið fyrirmynd- arfólk síðar. Það breytir þó ekki þeim sannleika að enginn getur séð hvaða lífsstíll bíður þess barns síðar sem fer út í lífið þjak- að og þreytt með lélega sjálfsímynd og brostna framtíðarsýn, sökum óreglu foreldra sinna. Slíkur ein- staklingur verður í raun að vera mun staðfastari en aðrir og ákveðinn í að velja ekki sömu refilstigu vand- ræða og foreldrar hans gerðu. ÁFENGISBÖL OG HÁTÍÐIR Ef við íhugum að lokum fullyrðingar Stebbu um þá staðreynd að maðurinn hennar sé afar slæmur gagnvart heimilisföstum á hátíðum þá er ýmislegt við þá staðreynd að athuga. Hvernig má það vera að nokkur maður skuli velja mikilvægustu hátíðir innan kristninnar til að kvelja fjöl- skyldu sína og gera henni ókleift að vera til. Það sam- ræmist auðvitað ekki boð- skap Jesú Krist að gera ástvini sína óhamingju- sama - og það vitum við öll. LÍFID ER DÝRMÆTT Við reiknum með því að það sé réttur allra manna að fá að hafa frið fyrir ranglæti við allar aðstæður. Maður Stebbu hefur engan siðferð- islegan rétt til að bregðast sínu fólki. Þetta er, að því er virðist, ágætur maður og verður því að láta sér segj- ast. Við eigum öll þann rétt að fá að vera í friði fyrir sjálfsskaparvítum annarra. Eða eins og djúpvitra konan sagði. „Elskurnar mínar. Vonandi líður ykkur vel eft- ir að hafa gert upp við ykk- ur að lífið er það dýrmæt- asta sem við eigum og við ættum ekki án umhugsun- ar að kasta því í fang þess tilkomulitla en tortímandi trölls sem áfengið í raun er.“ Með vinsemd, Jóna Rúna.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.