Vikan


Vikan - 20.12.1994, Side 67

Vikan - 20.12.1994, Side 67
Það styttist til jóla. Þeir duglegu eru löngu búnir að öllu og eru á höttunum eftir einhverju til aö drepa með tímann síöustu dagana fyrir jól. Hér á síðun- um fá þeir ýmsar hugmyndir að jólaskrauti og skreytingum, bæði stórum og smáum, sem þeir geta dundað sér við að afloknum vinnudegi. Ef ein- hverjir hafa enn ekki lokið hefðbundnum jólaundirbún- ingi er um tvennt að velja - sleppa því, sem er ekki bráð- nauðsynlegt, til þess að geta notfært sér hugmyndir okkar eða, ef það ekki er hægt, gleðja sig við tilhugsunina um að fyrir næstu jól muni þeir hafa tíma til að föndra svolítið meira og grípa þá að sjálf- sögðu til Vikunnar góðu. Það er Svana Jósepsdóttir sem heiðurinn á af þeim fal- legu jólaskreytingum sem hér birtast myndir af. Svana er búsett á Akureyri. Hún hefur starfað við kennslu og unnið í blómaverslunum á Akureyri um árabil og auk þess haldið mikið af námskeiðum, meðal annars leiðbeint áhugasöm- um um jólaskreytingagerð bæöi á Akureyri og í Reykja- vík. Svana hefur ávallt haft mikinn áhuga á list og það er ekkert vafamál að skreytingar hennar eru sannkölluð lista- verk. í þeim kennir margra grasa og hugmyndaauðgin er mikil. En það býr áreiðanlega svolítill listamaður í okkur öll- um. Hafi hann ef til vill fengið sér smáblund er fullvíst að hann vaknar nú upp við það eitt að skoða myndirnar af verkum Svönu. Gætið þess aðeins að halda nú ekki aftur af þessum listamanni heldur hvetjið hann til dáða! □ Hverjum hefói getaó dottió í hug aó ósköp venjuleg brauó gætu oróió svona jólaleg? En reyndar er hér meira á feró- inni en brauóin. Fyrst af öllu veróum vió aó ákveóa hvers konar undirstöóu á hafa i skreytingunni sem hentar vel í eldhús eóa í boróstofu. Flöt karfa meó haldi hefur oróió fyrir valinu, en annars konar körfur eóa jafnvel brauó- bretti úr tré gætu líka hentaó ágætlega. Næst er aó velja sér brauó. Þeir duglegu baka auóvitaó brauóin sjálfir, hinir skjótast bara út í næsta bakarí og kaupa fal- legt brauó, til dæmis fléttubrauó. Þaó liggur í hlutarins eóli aö stærö brauósins veróur aó vera í samræmi vió körf- una eóa undirstöóuna. Þaó má nota snittubrauó, langloku- brauó jafnvel rúnnstykki. Sem sagt hvað sem er. Brauóió er látió liggja á mióstöóvarofni þar til þaó er oróió þurrt og hart og síóan er þaó lakkaó. Ávextirnir í skreytingunni eru gerviávextir en í staó þeirra mætti velja náttúrulega ávexti sem ekki myndu láta á sjá þann tíma, sem skreytingin á aó endast. Sveppirnir eru gervisveppir en appelsínusneióarnar, sem liggja á bastinu framan vió körfuna, eru raunverulegar, en þurrkaóar. Haustlaufin hefói mátt taka úr eigin garói ef hugsaó hefói verió fyrir því i tíma. Þetta eru hins vegar gervi- lauf. Köflótta slaufan og boró- inn setja fal- legan svip á skreytinguna. 12. TBL 1994 VIKAN 67 JÓLASKREYTINGAR

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.