Vikan


Vikan - 20.12.1994, Page 68

Vikan - 20.12.1994, Page 68
Jólabjöllu má búa til í ýmsum stæróum. Hún getur verið allt frá 10 upp í 40 sentímetra há. Efni í bjölluna er aö fá í vefnaðarvöruverslun- um sem nú orðið bjóöa upp á mikið úrval jólalegra efna sem nota má í jólaskraut og skreytingar. Gaman er aö hafa eitthvað gyllt í efninu því þaö gerir bjölluna skrautlegri. Kólfurinn, sem hangir neöan í bjöll- unni, smákúla eða bjalla sem klingir í, er til prýöi og sömuleióis rauð ber, borðar, grenigreinar og silfurlit blöð. Þaö má bæta viö eða draga úr skrautinu, allt eftir því sem hverjum finnst fallegast. Sniðið af bjöllunni er hægt að stækka eöa minnka aö vild. Hæfilegt er að sniða þrjá til fjóra hluta - tvöfalda - sauma hvern hluta saman á röngunni en skilja eftir gat neðan á stykkjunum svo hægt sé að troða í tróöinu í lokin. Þegar stykkjunum hefur verið snúiö við eru þau lögð saman í bunka og saumuö saman í miöjunni. Þessu næst er tróðinu troöió inn um götin sem nú eru ■ raun orðin tvö á hverju stykki vegna miöjusaumsins. Þetta handaverk okkar tekur á sig bjöllulag um leiö og búið er að fylla hvern hluta fyrir sig meö tróóinu. Þá er einungis eftir að varpa saman götin svo að sem minnst beri á þeim og taka til við skreytinguna. Sjá munsturteikningu á bls. 87. Strákústurinn er eins konar tákn um að fyrir jólin skuli allt þrifiö hátt og lágt því hvergi má sjást rykkorn þegar hátíöin gengur í garð. Þennan kúst er hægt aö hengja á huröir eða upp á vegg ■ eldhúsinu. Strákústar fást í föndurverslunum og eftir að þið hafið eignast kústinn getið þið skreytt hann að vild og það sem meira er notað sama kústinn ár eftir ár en breytt svolítið til hvað varðar skreytinguna. Eflaust á þó flestum eftir að þykja fallegast að skreyta kústinn með ein- hverju rauöu og jólalegu - kúlum, boröum og grenigreinum. Hangi kústurinn á hurö er skemmtilegt aö setja litlar bjöllur neðan í hann eins og hér heffur verið gert. Þá berst bjöllu- hljómur um húsiö þegar gengið er um. Svana lét smíða fyrir sig þessa járnfætur eöa stangir sem hún segir að henti vel fyrir skreytingar í fyrirtækjum. Stang- irnar eru hátt á annan metra á hæð. Utan um járnstangirnar hefur Svana vafió dagblöðum sem vætt eru í lími. Þegar lím- iö er oröið þurrt málar Svana pappírinn. Þessu næst tekur hún til viö að skreyta stangirnar, festir á þær berjaklasa og mikið af þurrkuðum ávöxtum sem hún hefur sjálf þurrkað. Meðal annars sést hér úthverft melónuhýði sem var matt- lakkaö eftir að þaö var orðiö þurrt. En hér er fleira að sjá: stráhatta, perlufestar, kúlur og berjaklasa svo eitthvað sé nefnt. Stangir sem þessar getur veriö gaman að skreyta meö mismunandi hætti eftir tilefninu. Til dæmis má búa til páskastangir fyrir páskana. 68 VIKAN 12. TBL. 1994 i.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.