Vikan


Vikan - 20.12.1994, Page 73

Vikan - 20.12.1994, Page 73
Hér sýnum við ýmsar hugmyndir að jóla- föndri sem vinna má síðustu dagana fyrir jól. Þessar hugmyndir er einfalt að útfæra, margt föndurefnið eigum við í handraðanum en annað má kaupa í föndur- verslunum. Hér er boðið upp á jólahekl, jólasveina af tvennum toga, engla, smá- hluti unna úr vaxreimum og skrautlega jólapakka. Gefið ykkur stund til að setjast nið- ur með börnunum og styttið tímann til jólanna saman með því að hafa skemmtileg verkefni milli handanna. JÓLAKERLING OG KARL Kerling og karl eru fljót- gerð og munu börn frá 8 ára aldri vel ráða við að búa þau til. ÁHÖLD OG EFNI: Skæri, títuprjónar, föndurlím, nál og tvinni. Klósettpappírshólkur, stór frauðkúla, tvær litlar frauðkúlur og undirstaða (fyrir karl). Prjónastroff, fílt, gervihár, bjöllur, kústur og krans. Allt efnið fæst í Litur og Föndur, Skólavörðustfg. SKÝRINGAR: Kerling er frauðkúla klædd með prjóna- stroffi. Dragið tvinna í lykkjur í hálsmáli og festið. Látið rúllast upp á stroffið í hinn endann svo það myndi stoð undir kúluna. Strekkið húðlit- aðan bút af prjónastroffi á litlu kúluna og festið með títuprjónum. Klippið til augu, kinnar og munn úr filti og límið við. Festið hárið með títuprjón- um og dragið húfuna yfir. Dragið tvinna í endann á húfunni og festið bjölluna. Brjótið saman litla búta af húðlituðu stroffi og setjið í endann á mjóa stroffinu sem myndar handleggina. Festið það við bolinn með títuprjón- um. Klippið til hvítt filt í svuntu og kraga. Límið höf- uðið við bolinn og kústinn við hendina. Karl er gerður á sama hátt en klósettpappírshólkur not- aður í stað kúlunnar. Klæðið neðri hluta hólksins með ein- litu stroffi og efri hlutann með röndóttu. Festið hand- leggina á bakið og klippið til vesti og smeygið yfir. Festið með títuprjóni að framan. Annað er gert eins og á kerlu. JÓLASVEINAR ÚR BANDI Jólasveinarnir eru afar einfaldir og geta yngstu börnin hjálpað til. Efnið eiga flestir heima hjá sér og má benda á að ekki þarf endi- lega að kaupa filt eða gervi- hár heldur má notast við efn- isafganga og bómull. EFNI OG ÁHÖLD: rautt band, hvítt og rautt efni eða filt, bómull eða gervihár. Tússpennar, skæri og bútar af þykkum pappa. SKÝRINGAR: Klippið til tvo búta af þykkum pappa, 10 sm og 13 sm á lengd. Vefjið bandinu utan um en það fer eftir þykkt bandsins hversu oft. Prófið ykkur áfram. Smeygið bandinu af papp- anum, 10 sm hönkin eru handleggirnir en 13 sm hönkin er bolur og fætur eða pils. Hnýtið utan um báða enda styttri hankarinnar og um annan enda hinnar. Smeygið styttri hönkinni inn- an í þá lengri og hnýtið mitt- ið. Nú skal klippa upp í end- ann ef gera skal pils, en skipta í tvo hluta og hnýta ut- an um ef gera skal fætur. Þræðið band í gegnum höf- uðið til að hengja upp jóla- sveinana. Klippið til filt í and- lit og húfu. Límið andlit og hár eða skegg og húfuna ut- an um bandið. Teiknið andlit að lokum. MÚSASTIGI OG POPPKORNSLENGJUR Þetta hvorutveggja er auð- velt að gera með yngstu börnunum. Músastiginn er úr kreppappír og er þetta gam- alkunnugt jólaskraut. SKÝRINGAR: Pappírinn er klipptur í lengjur, en breiddin má vera allt frá 2 sm til 5 sm. Mjórri lengjur má hengja á jólatré en þær breiðari í loft og glugga. Endarnir eru límdir saman svo strimlarnir myndi rétt horn. Þá eru þeir lagðir til skiptis hvor yfir annað og klemmur notaðar til að halda þeim í skefjum. Endarnir eru svo límdir saman að lokum. Poppkorn, þrætt á tvinna, er skemmtilegt jólatrésskraut jafnt inni sem úti. Smáfugl- arnir munu þá njóta jólanna með okkur. 12. TBL. 1994 VIKAN 73 JÓLAFÖNDUR

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.