Vikan


Vikan - 20.12.1994, Page 77

Vikan - 20.12.1994, Page 77
Við höfum haldið jólin hátíðleg á mun hóf- samari hátt fyrr á tímum en nú gerist. Gott þótti hór áður fyrr að fara í bað um jól, borða sig mettan og eignast kannski nýja flík, kerti og spil. Þá fór enginn í jólaköttinn. En væru börnin ekki þæg á hátíðastundum var þeim hótað Grýlu og börnunum hennar jólasvein- unum, þeim stríðnu og þjóf- óttu körlum. Oftast eru þeir taldir annaðhvort 9 eða 13 og bera mörg og ólík nöfn (80 nöfn eru þekkt). Þekkið þið þessi jólasveinanöfn? Faldafeykir, Flotnös, Flór- sleikir, Guttormur, Kleinu- sníkir, Lungnaslettir, Svarti- Ijótur og Steingrímur. Þeir siðir og venjur, sem við þekkjum nú, eiga sér ekki langa sögu í menningu okkar hér á Fróni. Jólatré og jólaskraut verður fyrst þekkt í núverandi mynd snemma á þessari öld. En útlit og hátta- lag jólasveina breytist fyrir áhrif hins góða St. Nikulásar og þá verða þeir rauð- klæddir. Breytingin er afleiðing aukinna umsvifa í verslun og meiri kaup- máttar almenn- ings. Að gleðja ættingja og vini með jólagjöfum fer að aukast eftir miðja 19. öld, en þá varð mikil fjölgun sölu- búða eftir að verslunarfrelsi komst á 1855. Fyrsta jólagjafaauglýsing- in birtist 1866 í Þjóðólfi og er með öðru móti en nú þekk- ist. Þar auglýsir hið Eng- elska og útlenda Biblíufélag að ekkert sé betur lagað til jóla- og nýársgjafa börnum og unglingum en hið ís- lenska Nýa Testamenti. Jókst svo með ári hverju að kerti og spil, bækur, glys- varningur og hagnýtir hlutir voru auglýstir til gjafa. Jólatré eru eitt helsta tákn jólanna um heim allan. Fram yfir síðustu aldamót þekktust þau ekki nema hjá efnuðu fólki sem bjó í rúmgóðum húsakynnum. Snemma á öldinni eykst sala á jóla- trjám. I fyrstu voru þau oft gerð úr sterkum vír og vafin klipptum kreppappfr eða gerð úr prikum og þá vafin lyngi, oft sortulyngi eða eini. Þau voru skreytt kertum og ýmsu heimagerðu skrauti. Almenn sala á jólatrjám hefst eftir 1940 og fyrsta, er- lenda, stóra jólatréð er gjöf frá Osló- borg 1952. □ Hárgreiðslustofa U Bleikjukvísl 8, Sími 673722 OPIÐ MÁNUD. - FÖSTUD. KL. 9-18. LAUGARD. KL. 10-14. Gnoðarvogi 44-46 • 104 Reykjavík sími: 39990 Elín Jónsdóttir, hárgreiðslumeistari, Ásgerður Felixdóttir Lilja Jóhannsdóttir Halla Rúna Ólafsdóttir HARSNYRTISTOFAN GRANDAVEGI 47 0 62 61 62 kunsl RAKARA- á HAR^mSCOfSTDFA HVERFISGÖTU 62-101 REYKJAVlK X ANDLITSBOÐ/ HÚÐHREINSUN M.D. Formulations ávaxtasýrumeðferð, áhrifamesta húðmeðferðin sem kostur er á í dag. Handsnyrting - Fótsnyrting Vaxmeðferð - litun o.fl. Gjafakort - góð gjöf fyrir alla Borgarkringlunni, 4. hæð, norðurtum, sími 568 5535 Ath* kvöldtímar á fimmtudögur 12. TBL. 1994 VIKAN 77 NAFNSPJOLD

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.