Vikan


Vikan - 20.12.1994, Page 92

Vikan - 20.12.1994, Page 92
ÖRKIN 2163-10-8 Ómar Ragnarsson ðnum slþðum með Omari Ómar Ragnarsson er sannkallaður meistari þegar hann fjallar um fólk sem kýs að búa utan alfaraleiðar og bindur ekki bagga sína nákvæmlega sömu hnútum og samferðamennirnir. Innsæi hans, næmi og skilningur á högum og viðhorfum þessa fólks endurspeglast í þessari bók þar sem Ómar fer í ferðalag á Skaftinu sínu og kemur víða við. Meðal söguhetja Ómars í bókinni eru Þórður í Haga, systkinin í Knarrarnesi á Mýrum, Sigríður á Hrafnabjörgum, Óli kommi á Hornbjargsvita, Guðmundarstaðabræður í Vopnafirði og bræðurnir og vísindamennirnir á Kvískerjum í Öræfum. Auk þess rifjar Ómar upp kynni sín m.a. af Gísla á Uppsölum og bregður upp nýrri mynd af óvenjulegri hegðun hans og lífsmáta. A ferð sinni hefur Ómar yfir firnindi að fara og þeim lýsir hann af sama næmi og virðingu og fólkinu sem kemur við sögu í bókinni.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.