Vikan - 01.12.1996, Page 40

Vikan - 01.12.1996, Page 40
FRAMLIÐNIR ERU Á SKEMMTISTÖÐUM María segist hata fæöst skyggn. Sem barn talaði hún ekki mikiö um þaö sem hún sá. Hún hélt að skólafélagar sínir myndu annars stríða sér. „Ein vinkona mín hefur þó minnt mig á aö sem barn hafi ég alltaf séö einhvern í öllum hornum.“ Þaö, sem henni þótti óhugnanlegast, var þegar látið fólk gekk ( gegnum veggi. Hún var hrædd viö þaö, sem hún sá, og hún var myrkfælin fram á unglingsár. „Á böllum sá ég alltaf mikiu fleira fólk en aör- ir. Oft sá ég ýmislegt hanga utan á fólki sem var vel drukkið og þaö voru ekki fagrar sýnir. í dag hef ég góöa vernd og ég verö ekk- ert vör viö þetta." Þegar María var 17 ára lét hún loka á sér, eins og það „Fyrir mér er þetta ósköp edli- legur hlutur. Ég sé foreldra mína ekki eins og þá sem eru lifandi. Það má líkja þessu við að ég sé að horfa á sjónvarp sem er ruglað." er kallað. Hún fór til Unu í Garöi sem var miöill. „Það eina, sem hún geröi, var aö halda í hendina á mér og segja aö þetta myndi fara í einhvern tíma en myndi koma aftur þegar ég heföi þroska til.“ Þaö gerðist þegar María hafði misst móður sína. „Ég fór á miðilsfund hjá sænskum miðli sem sagöi um leið og ég kom inn að ég ætti eftir aö starfa sem miðill. Hann hafði samband viö fólk hjá Sálarrannsóknarfélaginu og ýtti á það til að fá mig til að þjálfa hæfileika mína á þessu sviði. Fyrst í stað var ég á báöum áttum en sló til í von um að ég gæti læknast af hræðslunni. Hjá Sálar- rannsóknarfélaginu starfaði nefnilega fólk sem hafði vit á þessu og gat leiðbeint mér.“ Það leið ekki á löngu þar til María komst aftur í samband við framliðna. SKIPTIR MÁLI AÐ VERA JÁKVÆÐUR Leiðbeinendur Maríu hin- um megin stjórna því að hluta til þegar hún opnar fyr- ir. „Áður en ég byrja að vinna opna ég fyrir orkustöðvar og tengi mig. Ég geri það hug- lægt og það er eins og ég lyfti mér upp um tvö til þrjú svið í gegnum hvirfilstöðina og tengi mig inn á aðra tíðni. Það geri ég til að heyra í og sjá þá látnu. Á meðan ég er í þessu ástandi er stöðugur straumur. Síðan loka ég aft- ur fyrir.“ María segir að sér líði vel á meðan hún er í sambandi. „En þetta er stundum erfitt enda er þetta gífurlega krefjandi starf. Það þarf að hafa 100% einbeit- ingu. Það er nefnilega mis- jafnt hvað ég sé og heyri vel í þeim látnu. Stundum má líkja því við að ég sé að tala við einhvern sem er í útlönd- um og að sambandið sé slæmt.“ Þegar fólk kemur í tíma hjá Maríu biður hún það um að vera jákvætt. Hún segir að þá verði flæðið miklu betra. Auk þess bendir hún fólki á að vonast ekki til þess að einhver ákveðinn aðili komi í gegn vegna þess að hún ræður ekki hverjir koma. Venjulegur miðilsfundur fer síðan þannig fram að við- skiptavinurinn situr á móti Maríu. Hún biður hann um að svara játandi eða neitandi þannig að hún heyri röddina í honum. „Síðan lýsi ég þeim, sem eru hjá honum, og kem með skilaboð ef ein- hver eru. Stundum bendi ég á ef eitthvað má betur fara. Þetta er misjafnt eftir hverj- um og einum. Sumir eru kannski bara að leita að ein- hverju ákveðnu svari. En þar með er ekki víst að þeir fái neitt svar. Svo eru aðrir sem koma vegna þess að þeir gátu ekki kvatt ástvini sína sem eru látnir. Það er líka léttir að vita að þeim látna líður vel hinum megin.“ Þeir eru margir sem trúa ekki á hæfileika miðla og halda að þeir geri upp. „Mér finnst allt í lagi að fólk horfi á þessa hluti gagnrýnum aug- um.“ María segist alltaf reyna að fá nöfnin á þeim látnu. „Það tekst ekki alltaf en ég reyni þá að lýsa þeim vel. Mér hefur tekist það hingað til. Sumir eru mjög lokaðir þegar þeir koma á fundi. Þeir þykjast ekki kann- ast við neitt og eru neikvæð- ir. Það fólk á frekar að sitja heima.“ „ÉG ER EKKERT ÖÐRUVÍSI" Sagt er að látnir fari til Guðs. Blaðamaður getur því ekki setið á sér að spyrja Maríu hvers vegna þeir látnu séu þá hjá okkur á jörðinni. „Þeir eru bara að láta vita af sér,“ segir hún, „og okkar nánustu vilja að okkur líði sem best. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hve stutt er á milli heimanna tveggja. Það má segja að það sé einungis þunn slæða á milli þeirra." Foreldrar Maríu eru látnir og segir hún þá vera mikið í kringum sig auk þess sem amma hennar sé mikið hjá henni. Hún sér foreldra sína á hverjum degi og hún segir að stundum gangi þeir um húsið eða sitji við eldhús- borðið. „Fyrir mér er þetta ósköp eðlilegur hlutur. Eg sé foreldra mína ekki eins og þá sem eru lifandi. Það má líkja þessu við að ég sé að horfa á sjónvarp sem er rugl- að.“ Það er sagt að hver og einn hafi sínar fylgjur. En hvað með Maríu sem sér þær? Blaðamaður ímyndar sór að hún geti aldrei haft á tilfinningunni að hún sé ein. Hún segir svo ekki vera. „Ég er ekkert alltaf að velta því fyrir mér hvort einhver látinn láti sjá sig. í daglegu lífi er ég eins og aðrir. Ég er ekkert öðruvísi. Ég er ekkert hrædd við það, sem ég sé, og yfir- leitt láta þeir framliðnu mig vita áður en þeir koma.“ BÖRN VELJA FORELDRA SÍNA Skoðun Maríu er að við fæðumst til að þroska okkur. Hún bendir á að sumir eigi erfitt líf og lendi í mörgum áföllum á lífsleiðinni en að hins vegar séu aðrir sem syndi stóráfallalaust í gegn- um lífið. „Þetta er eitthvað sem fólk velur sér sjálft áður en það fæðist. Það er mér að minnsta kosti sagt. Sá, sem syndir áhyggjulaus ( gegnum lífið, hefur tekið út þroska sinn í öðru lífi. En hinn þarf hins vegar að tak- ast á við ýmis vandamál. Mér hefur líka verið sagt að börn velji foreldra sína. Þau velja hvar þau geti þroskast sem mest. Svo hefur verið sagt að þegar ættingjar eða vinir deyi sé það oft til að þroska þá sem eftir lifa.“ Eins og þegar hefur komið fram sér María foreldra sína á hverjum degi. En hvað ef þau fæðast aftur? Hún segir að þá muni hún hætta að sjá þau. „Það er oft spurt hvers vegna sumir, sem eru látnir, komi aldrei fram á miðils- fundum. Ég segi að það sé vegna þess að þeir hafi verið sendir fljótt til baka. Það er misjafnt hvað fólk þarf að vera lengi hinum megin þangað til það kemur aftur. Sumir þurfa meira að segja ekki að fara aftur. Það fer einfaldlega eftir því hvað við- komandi er kominn langt á þroskabrautinni." GEFANDI STARF María segir að fólk hafi beðið hana um að horfa ekki á sig þar sem það hafi á til- finningunni að hún sjái í gegnum það. Hún segir að svo sé ekki. „Ég þyrfti að hafa gott minni ef ég ætti að muna það sem ég hef séð í gegnum árin. Ég myndi held- ur ekki hafa gaman af því. Ég er auk þess ómannglögg sem er kostur í mínu tilfelli. Ég get heldur ekki séð lottó- tölur og happdrættisvinninga eins og sumir halda. Yfirleitt sé ég ekki einu sinni það sem snertir sjálfa mig.“ Maríu finnst starf sitt gef- andi. „Ég er ánægð að geta hjálpað fólki sem líður illa. En starfið getur verið erfitt," segir hún og leggur áherslu á orð sín. „Stundum er ég eins og undin tuska eftir mið- ilsfundi. Það er misjafnt hvað þarf að nota mikið af ork- unni. Ég viðurkenni að þeir tímar hafa komið þegar ég er alveg búin að fá mig full- sadda af þessu starfi enda er það vandmeðfarið og það verður að bera mikla virð- ingu fyrir því. Þessi hæfileiki er ekki sjálfsagður hlutur.“ Blaðamaður spyr hvort hún gæti hugsað sér að skipta um vinnu. „Ekki bráðlega. Mér finnst þetta hafa gengið svo vel og mér finnst ég vera á réttri leið. Og ég veit að ég á að vera í þessu eitthvað áfram.“ □ 40 VIKAN 4. TBL. 1996

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.