Vikan - 01.12.1996, Page 51

Vikan - 01.12.1996, Page 51
ÞÝTT OG ENDURSAGT: ÞÓRDÍS BACHMANN Tískuhönnuðurinn Karl Lagerfeld, sem tískublaðafólk kallar Karl keisara, kemur sannarlega til dyranna eins og hann er klæddur í þessu viðtali sem hann átti við þýskan blaöamann. Hann svarar nærgöngulum sþurningum um yfirborðslegan tískuheiminn, kyn- hneigðina, einmanaleikann, bernskuna og aðra tísku- hönnuði sem allir fá það óþvegið. - Þú sendir kvenfólkið út í þröngum pínupilsum, plast- kjólum og skóm með háum hælum. Heldurðu að því líði vel í þessu? - Konu, sem tollir í tískunni, líður alltaf vel. - En það er ekki hægt að ganga á þessum skóm. - Jú, það kemst upp í vana. - Hönnuðurinn Yohji Yama- moto hefur sagt að hann hanni föt á konur til að vernda þær í karlaheimi sem honum finnst ógnandi. - Það finnst mér hroki. Ég dái það sem Yamamoto gerir og hann er góður tæknilega en það, sem hann lætur út úr sér, er stundum alger hroði. - Jean-Paul Gaultier kallar konur, sem eltast við tísk- una, „gæsir sem fá bestu kæfu að borða og verða veikar af henni. “ - Þetta er nú meira bullið. Gaultier ætti ekki að tala svona mikið. Fötin hans eru betri en yfirlýsingarnar. - Yves Saint Laurent fullyrðir að maður geti lesið það, sem honum er mest virði, út úr sköpunarverkum hans: Ást hans til kvenna. - Já, en hann hefur aldrei verið með konu. - Áttu við vegna þess að hann er hommi? - Já, en ég hef ekki áhuga á þess konar spurningum. Það er liðin tíð að raða fólki niður samkvæmt kynhneigð. - / myndinni Prét-a-porter út- skýrir Robert Altman muninn á körlum og konum f tfsku- heiminum á þennan hátt: „Konur hanna föt á sjálfar sig eða aðrar konur. Karlmaður hannar föt á þá konu sem hann langar í - eða á þá konu sem hann langar til að vera. “ - Djöf. . . della. Við þurftum ekki að bíða eftir að Altman segði okkur þetta. Þetta rugl er það sem gerir þessa mynd svo innantóma og leið- inlega. Altman er bitur gaml- ingi. Ég þekki hann vel. Hann heimsótti mig og bað mig að leika í myndinni. Þegar ég hafnaði því bað hann Robert de Niro. En launin voru of lág fyrir de Ni- ro. - Coco Chanel talaði iíka af lítilsvirðingu um karlkyns tískuhönnuði. - Já, það hefur hún gert í reiði vegna þess að körlun- um gekk betur en henni en hún þoldi ekki kvenfólk. Henni fannst konur ömurleg- ar. - Þú hefur starfað fyrir Chanel síðan 1983. Fyrstu fötin, sem þú hannaðir þar, voru dæmigerð fyrir fágaða hönnun Chanel. - Það gerði ég að yfirlögðu ráði. Ég er líka á þeirri línu núna. Tískan hreyfir sig í bylgjum, eins og hafið og ástin. Það þarf að eyðileggja eitthvað til að skapa annað. Maður yerður að endurnýta það gamla, sýna því svolítið virðingarleysi, umpotta. - Þú sagðir eitt sinn í viðtali: „Tískan þarfnast fórnar- lamba. Vlð lifum af þessum fórnarlömbum. Það þarf enginn á öllu þessu drasli að halda. Konurnar langar meira til að kaupa fötin en vera í þeim. Á þann hátt fá þær svolítið ævintýri inn í sitt leiðinlega líf.“ - Það sem ég segi, gildir einungis á því andartaki sem ég segi það. Eftir hálft ár er ekki lengur að marka það. - Finnst þér ekki að konurn- ar ættu að reyna að gera eitthvað í sínu leiðindalífi frekar en að kaupa fötin þín, sem þær hafa ekkert við að gera, sér til afþreyingar? - Þú verður að ræða við konu um það. Það er ekki mál okkar karlanna. - Skilurðu baráttu kvenrétt- indakvenna fyrir bættri sam- félagslegri stöðu kvenna? - Ég hef alltaf forðast að hafa viðhorf. Hefði ég viðhorf myndi ég ekki tjá mig mikið um þau því það er hundleið- inlegt fyrir aðra. - En það er þó ennþá þannig að konan skreytir sig til þess að þóknast manninum. Hún vill að hann girnist hana. - Já, hvers vegna ekki? Ég þekki margar konur sem vilja láta girnast sig í vissu sam- hengi af því að þær girnast manninn en svo verða þær sinn eiginn miðdepill á ný. Það er ekkert að því. Ég þekki engar kúgaðar konur en það er vitanlega vegna þess að ég þekki ekkert nema forréttindakonur. - Þú vitnar gjarna í Oscar Wiide. Ein uppáhaldssetn- ingin þín er: „Hið mikilvæg- asta í lífinu er að vera yfir- borðslegur. Enginn veit hvað er næstmikilvægast. “ - Já, ég hef ekkert á móti því að vera talinn yfirborðslegur. Ég er enginn menningarviti. Þeir, sem velta hlutunum of mikið fyrir sér, eiga ekki heima í tískuheiminum. Fólk má hugsa eins mikið og það vill en það verður aumkunar- vert þegar það fer að flagga þessum djúpu hugsunum. Tískan er yfirborðsleg. Því verður maður að kyngja þeg- ar maður velur þetta fag. Þeir hönnuðir, sem telja sig mikla hugsuði, hafa í raun- inni ekki náð að skilja nokk- urn skapaðan hlut. Þeir vita ekkert i sinn haus, eru menningarsnauðir en vaða svo í þeirri villu að þeir séu of góðir fyrir þennan bransa. Þeir spyrja sig: Hvernig stóð á því að ég valdi mér svo yf- irborðslega atvinnu. Ég tek mínu starfi eins og það er. Ég þarf ekki að gera atvinnu mína að sálrænum harmleik. - Hver gerir það? - Yves Saint Laurent, til dæmis. Þú veist hvað hann segir í viðtölum. - Hann segist þjást af þung- lyndi. - Mér finnst það fráhrindandi af því að ég veit hverjar skoðanir hans í rauninni eru, hvernig hann hagar sér í raun og veru. Raunverulegt líf hans er langt frá því þvaðri sem hann lætur út úr sér opinberlega. - Hann er með arabíska vændisdrengi í höllinni sinni í Marokkó. - Einmitt. Þess vegna nenni ég ekki að hlusta á þessa dómadags þvælu og væl út í eitt. - Hvers vegna ætti maður, sem notfærir sér vændis- drengi, ekki að geta þjást? Pasolini (ítalskur leikstjóri) þjáðist líka. - Vissulega, en Saint Laur- ent er ekki Pasolini. Við er- um í fatabransanum. Tíska er ekki list. [ verkum Pasolin- is er vídd sem ekki fyrirfinnst í taftkjólum. Sérhver verður að haga sínu lífi eins og hann óskar og megnar. Mað- ur á að geta séð sjálfan sig utan frá. Ég get séð sjálfan mig utan frá og hlegið að sjálfum mér. Það er nú allur galdurinn. Maður á ekki að taka sig of hátíðlega. Það eru margir milljarðar manna í • Ég er enginn menningarviti. Þeir, sem velta hlutun- um of mikið fyrir sér, eiga ekki heima í tískuheimin- um. • Mér fannst tímasóun aö vera lítill. • Um Yves Saint Laurent og ást hans til kvenna: „Já, en hann hefur aldrei verið með konu.“ • Kannski er gríman oröin að minu raunverulega andliti. • Ég er niðurstaða þess sem ég ímyndaði mér, vildi og ákvað að verða. 4. TBL. 1996 VIKAN 51

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.