Vikan


Vikan - 23.07.1998, Síða 7

Vikan - 23.07.1998, Síða 7
[I I 1 flfr 1 1 1 1 • f> [ 1. W'! *’ rl. r: ^ 1Æ»^' ■ *■ m ' m ; i • 1 v ; | mm Kvennakór Hafnarfjarðar og Gospelsystur Kvennakórs Reykjavíkur við aftansöng í dómkirkjunni í Massa. (Mynd: Anthony Tolaine) um sem við dveljum í; ekki á hótelinu sem hún býr á og getur engan veginn munað hvað heitir. Eftir nokkurra kílómetra göngu fram og til baka eftir strandgötunni, hring eftir hring, man hún skyndilega nafnið á hótelinu, stöðvar konu á hjóli og sú fylgir henni alla leið heim. Hún hlær að þessari upplifun nokkrum dögum síðar; segir að sennilega hafi fólk haldið hana stórskrýtna að ganga að því og upplýsa það um hvar það væri statt! SUNGIÐ Á MIÐJARÐARHAFINU Á fyrsta degi er farið í sigl- ingu um Miðjarðarhafið. Við heimsækjum tvo litla bæi, sem varla er hægt að komast að nema sjóleiðina, Monte- rosse og Portovenere. Sólin glampar á haffletin- um, hitinn er ekki kæfandi lengur þar sem hafgolan kæl- ir um leið og það er kátt yfir hópnum. Þegar siglt er að landi síðla dags bíður mann- fjöldi á bryggjunni. Við höld- um kannski að það hafi frést til nærliggjandi bæja og borga að á ferðinni séu eitt hundrað, syngjandi, íslensk- ar konur og hér séu ítalirnir komnir til að sjá þær. En, ó nei, því miður er það ekki svo. Bryggjan hafði hrunið einhvern tíma og nú var lok- ið nýrri gerð hennar. Hér eru mættir prestar til að blessa brúna og hafið í kring; hópur fólks gengur skrúðbúinn og ber skreyttan kross. Þegar við sjáum hvar prest- ur í fullum skrúða réttir krans um borð í bát með sjó- liðsforingjum, og hann held- ur af stað til sjávar, stýrir Margrét Pálmadóttir fjölda- söng. Það eru engin stuðlög á ferðinni, enda sjá allir að alvara er á ferðum og þetta minnir okkur mest á sjó- mannadaginn heima. Krans- inum er varpað í Miðjarðar- hafið og íslensku konurnar syngja lágt: „Sofðu unga ást- in mín.” En þetta er ekki skemmti- ferð, heldur vinnuferð. Kon- 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.