Vikan


Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 7

Vikan - 23.07.1998, Blaðsíða 7
[I I 1 flfr 1 1 1 1 • f> [ 1. W'! *’ rl. r: ^ 1Æ»^' ■ *■ m ' m ; i • 1 v ; | mm Kvennakór Hafnarfjarðar og Gospelsystur Kvennakórs Reykjavíkur við aftansöng í dómkirkjunni í Massa. (Mynd: Anthony Tolaine) um sem við dveljum í; ekki á hótelinu sem hún býr á og getur engan veginn munað hvað heitir. Eftir nokkurra kílómetra göngu fram og til baka eftir strandgötunni, hring eftir hring, man hún skyndilega nafnið á hótelinu, stöðvar konu á hjóli og sú fylgir henni alla leið heim. Hún hlær að þessari upplifun nokkrum dögum síðar; segir að sennilega hafi fólk haldið hana stórskrýtna að ganga að því og upplýsa það um hvar það væri statt! SUNGIÐ Á MIÐJARÐARHAFINU Á fyrsta degi er farið í sigl- ingu um Miðjarðarhafið. Við heimsækjum tvo litla bæi, sem varla er hægt að komast að nema sjóleiðina, Monte- rosse og Portovenere. Sólin glampar á haffletin- um, hitinn er ekki kæfandi lengur þar sem hafgolan kæl- ir um leið og það er kátt yfir hópnum. Þegar siglt er að landi síðla dags bíður mann- fjöldi á bryggjunni. Við höld- um kannski að það hafi frést til nærliggjandi bæja og borga að á ferðinni séu eitt hundrað, syngjandi, íslensk- ar konur og hér séu ítalirnir komnir til að sjá þær. En, ó nei, því miður er það ekki svo. Bryggjan hafði hrunið einhvern tíma og nú var lok- ið nýrri gerð hennar. Hér eru mættir prestar til að blessa brúna og hafið í kring; hópur fólks gengur skrúðbúinn og ber skreyttan kross. Þegar við sjáum hvar prest- ur í fullum skrúða réttir krans um borð í bát með sjó- liðsforingjum, og hann held- ur af stað til sjávar, stýrir Margrét Pálmadóttir fjölda- söng. Það eru engin stuðlög á ferðinni, enda sjá allir að alvara er á ferðum og þetta minnir okkur mest á sjó- mannadaginn heima. Krans- inum er varpað í Miðjarðar- hafið og íslensku konurnar syngja lágt: „Sofðu unga ást- in mín.” En þetta er ekki skemmti- ferð, heldur vinnuferð. Kon- 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.