Vikan - 23.07.1998, Síða 10
eða hátíðleikinn sem kallar
fram tárin í augu íslendinga í
kirkjunni. Það eru raddir
hinna íslensku kvenna. Þeg-
ar „Heyr himnasmiður”
hljómar um kirkjuna langar
mann mest að standa upp og
kalla: „Halló! Þetta eru land-
armínir!” Þær syngja nánast
eingöngu íslenska sálma og
Hörður Bragason, organisti í
Grafarvogskirkju, leikur
undir. „Það var stórkostlegt
að spila á orgel í svona stórri
kirkju,” segir hann, en áður
hefur hann oft spilað undir í
kaþólskum messum og þekk-
ir því messuformið.
Klukkan er farin að ganga
tíu um kvöld. Á kirkjutröpp-
unum er verið að raða upp
stólum og þar fer fremstur í
flokki aðalpresturinn, Don
Luca. Hann gætir þess að allt
sé eftir kúnstarinnar reglum.
En hvernig komust kórarnir
að í þessari kirkju?
„Við fengum símhringingu
frá Margréti Pálmadóttur á
íslandi. Við vissum ekki hver
hún var; samþykktum að
kórarnir syngju við messu í
lítilli kirkju hér í borginni en
eftir eitt símtal til Rómar
skiptum við um skoðun.
Kona sem hefur stýrt
kvennakór í sjálfri Péturs-
kirkju syngur auðvitað í
Dómkirkjunni í Massa!”
Þær slá í gegn. Það er gam-
an að horfa á mannfjöldann
sem kemur að hlýða á þær:
borgarbúar, ferðamenn, prest-
ar og nunnur, að ógleymdum
Kvennakór Halharíjarðar sem
mætir til að sýna stuðning.
Gospellögin hljóma og á
milli þeirra segir Margrét
brandara á ítölsku. Að tón-
leikunum loknum þyrpist
fólk að kórsystrunum og
stjórnandanum; margar eldri
konur vilja fá að vita hvort
kvennakórar séu algengir á
íslandi. Don Luca segist ekki
vita um einn einasta kvenna-
kór á Ítalíu. „Það var merki-
legt að upplifa beinu tengslin
sem við náðum að mynda
við áheyrendur á tónleikun-
umsegir Margrét. „Það eru
gífurleg viðbrögð við
gospeltónlist. Hún er létt,
gefandi, auðsungin og tján-
ingarrík. Textarnir eru
fengnir úr guðspjöllunum og
í negrasálmunum, sem við
syngjum líka, eru frásagnir af
frelsisvon svertingja. Mín til-
finning er sú að það losnar
um eitthvað hjá þeim sem
syngja þessi lög; allir eiga sér
von um einhvers konar
frelsi. Ég átti þá ósk að
kynna kaþólska messu fyrir
íslenskum konum, jafnvel
sem hugsanlegan undirbún-
ing fyrir komu þeirra í Pét-
urskirkjuna í Róm”.
Margfaldur
m illjónamœringur
Þetta hefur verið lærdóms-
rík vika. Undir lok ferðar-
innar eru margar kvennanna
orðnar góðar vinkonur; kon-
ur sem hafa hist klukkustund
í viku við söngæfingar og lít-
ið sem ekkert talað saman
áður. Ein þeirra andvarpar
og segist vilja óska þess að
ekki hefði komist upp um
mistökin sem gerð voru í
bankanum þar sem hún
keypti gjaldeyrinn: „Ég fór
með 40 þúsund og bað um
milljón lírur,” segir hún.
„Gjaldkerinn rétti mér stór-
an bunka af seðlum, sem ég
átti í erfiðleikum með að láta
haldast saman, þrátt fyrir að
við settum tvær teygjur utan
um bunkann. Ég hugsaði
með mér að þetta væri svolít-
ið sérstakur gjaldmiðill, að
40 þúsund krónur tækju
hálfa ferðatösku. Daginn eft-
ir var hringt frá bankanum
og mér sagt að það kæmu
menn þaðan heim til mín eft-
ir vinnu til að telja gjaldeyr-
inn. „Ég hef engan tíma til
að taka á móti einhverjum
bankamönnum!” svaraði ég.
„Ég er að vinna til fjögur og
fer svo á kóræfingu”. Að
beiðni þeirra arkaði ég með
bunkann í bankann næsta
dag. Þar taldi fólk seðlana og
rétti mér smá bunka til baka:
„Gjörðu svo vel, hér eru
milljón lírurnar þínar”. Ég
fékk seðlaveski, merktu
bankanum, í skaðabætur.
Gjaldkerinn hafði látið mig
fá lírur fyrir eina milljón ís-
lenskra króna! Ég hefði al-
deilis getað haft það gott hér
á Ítalíu með 250 milljón lírur
í vasanum...!”
Ferðamálaráð Marina di
Massa sendir beiðni til kór-
anna: Er möguleiki að fá þá
til að syngja í fallegum garði
í bænum? Jú, ekkert vanda-
mál og næstum hundrað
konur ganga fylktu liði eftir
strandgötunni, stilla sér upp
og syngja fyrir íbúa bæjarins.
Og hver situr þarna á
fremsta bekk, með breitt
bros og klappar manna mest
og lengst? Enginn annar en
presturinn sjálfur, Don Luca.
Hluti Gospelsystra um borð í skipinu sem bar okkur um Miðjarðarhafið til
bæja sem vart er hægt heimsækja nema sjóleiðis. Við Portovenere.
Don Luca heillaðist svo af íslensku konun-
um að hann gerði allt til að dagurinn og
kvöldið yrði eftirminnilegt. Hér raðar
hann upp stólum fyrir kvöldtónleikana.
Með honum eru nokkrir
prestar sem virðast jafn
hrifnir og hann. Aðdáunin á
andliti Don Luca leynir sér
ekki. Skyldi hann skipta um
trú og flytja til íslands?!
Æfingabúðir árlega
Ferðin er á enda. Á flug-
vellinum í Mílanó fara þær
inn á snyrtinguna, hver á fæt-
ur annarri. Ermalausu kjól-
unum og opnu sandölunum
er pakkað ofan í tösku. Fram
koma virðulegar, íslenskar
konur, í síðbuxum og jökk-
um: „Þá er maður orðinn Is-
lendingur aftur,” segja þær, -
en það er greinilegt að marg-
ar bera þá von í brjósti að
þetta hafi alls ekki verið
fyrsta og síðasta ferðin til
Ítalíu.
Margrét Pálmadóttir á
fleiri drauma, sem hún ætlar
að láta rætast:
„Mig langar að þær konur á
íslandi sem kunna eitthvað
pínulítið fyrir sér í söng, hafi
samband við mig í byrjun
febrúar á hverju ári. Ég
myndi prófa þær, senda þeim
svo æfingaskrá og svo yrði
farið í æfingabúðir hingað til
Ítalíu, árlega. Hver veit
hvenær verður kominn stór
kór, Gospelsystur Möggu
Pálma? Konur eiga að leysa
drauma sína úr læðingi og
láta þá rætast...”