Menntamál - 01.08.1935, Síða 13

Menntamál - 01.08.1935, Síða 13
MENNTAMÁL 91 Eg ætla ekki að fara lcngra út í þá sálma liér, hve mikla og ómetanlega þýðingu hin eldgamla leiklist Austurlanda (Japan, Ivína og Indlands) og leiklist Forn- Grikkja hafa haft fyrir menningu og andlegan þroska æskulýðsins i þessum löndum. Það efni er of umfangs- mikið, til að ræða það hér. En í þessu sambandi væri vert að íhuga það, hve mik- inn menningarlegan árangur það gæti borið, ef ung- menni, og jafnvel börn næðu að þekkja skil ýmsra teg- unda lista, svo að þau með aldri og þroska yrðu fær um að gera upp á milli hins betra og hins lakara á þessu sviði. Skólaleiksýningar — utan og innan skólanna sjálfra — liafa notið allmikillar hylli, allt frá skólasýningum miðaldanna og fram á vora daga. Þó að þcssi starfsemi sé hverfandi nú við það, sem áður var, eru þó allmarg- ir skólar í Evrópu og viðar, sem liafa haldið þessari venju. 1 efri bekkjum barnaskólanna, bæði hér á Is- landi og annars staðar í álfunni, liafa nemendur tekið smáleiki til meðferðar innan skólans, og er jafnvel stundum seldur aðgangur fyrir utanskólafólk. Þessar sýningar eru eitt liið vinsælasta skemmtivið- fangsefni nemendanna. Þær geta og haft þýðingu fyr- ir uppeldi þeirra og menntun, en þvi aðeins að vel sé á haldið. Ef gengið er út frá því, að vinna barnanna, eða ung- linganna við þessar leiksýningar, sé eitthvað annað og meira en skemmtiatriði og dægradvöl, sem auðvitað virðist ekki ná neinni átt, því að öll viðfangsefni nem- enda eiga óneitanlega að stuðla að því beint og óbeint, að manna þá og þroska hugsun þeirra og skilning, og fegra framkomu þeirra, — þá er það einkum þrennt, sem vandlega ber að gæta. / fijrsta lagi það, að viðfangsefnið sé valið við hæfi

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.