Menntamál - 01.08.1935, Page 26

Menntamál - 01.08.1935, Page 26
104 MENNTAMÁL Fyrstn sporln. Barnasálarfræðin í þjónustu uppeldisins og' smábarnakennslunnar. I. 20. öldin er öld stórra atburða, gagn- gerðra breytinga og á fjölmörgum svið- um raunsærra, haldkvæmra fram- kvæmda. Á sviSum uppeldismála hafa þó breytingarnar ef til vill orðiS stórslíg- ari og gagngerðari en á flestum öSrum sviðum andlegra mála. Þeir kennarar og uppeldisfræðingar, sem hafa haft tækifæri til, síðustu 15— 20 árin, að fylgjast með þeim straum- um uppeldismála og þeim starfsaðferð- um, sem hafðar hafa verið um hönd í einstökum skólum, skólaheildum og skól- um margra óskyldra þjóða, geta ekki var•• izt þeirri vissu, að þar hefir orðið mjög mikil hreyting, bæði í viðhorfi sálarfræðingsins til barnsins og í þeim aðferSum, sem notaðar eru við uppeldi og kennslu. Hér hafa fjölmargir brautryðjendur lagt hönd á plóginn. Þeir hafa barizt með eldmóði andans, þeir hafa fórnað kröftum sínum, og oftast fyrir injög litið sýnilegt endurgjald. Hér er nóg að nefna sárfá stærstu nöfnin, t. d. Dewey, Montessori, McMillan, Park- hurst, Decroly og Washburne. Og þótt hver þessara göfugu anda hafi farið nokkuð hver sína leið, og notað sína sérstöku starfs- aðferð, þá hafa grundvaltaratriðin í boðskap þeirra allra verið þau sömu. Þannig teggja þeir allir höfuðáherzluna á það, að hvert einstakt barn sé ein sérstök lifandi vera, sem þurfi að njóta sem allra frjálsasts og óháðasts uppeldis, að hvert barn verði að fá tækifæri til að vinna að sínum sérstöku áhugamál- um á sinn sérstaka hátt. Þeir vilja stuðla að þvi, að sérhvert barn verði hamingjusöm vera, sem sé þrungin áhuga og fram- kvæmdaþrótti. Þessu vitja þeir ná með því, að gefa barninu fretsi til íhugunar og athafna, en ekki með valdboði fyrirsagna og texíunáms. íslenzkir kennarar verða, ef þeir ætla að fylgjast með kröfum hins sínýja tíma, að lesa um boðskap þessara braut- ryðjenda og þeir verða að fylgjast með starfi þeirra, sem lengst hafa komizt í að framkvæma hugsjónir brautryðjendanna, t. d. Jón Sigurðsson.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.