Menntamál - 01.12.1941, Page 10

Menntamál - 01.12.1941, Page 10
104 MENNTAMÁL eitt og annað í starfi skólans, tók mjög til greina tillögur þeirra og sýndi þeim fyllsta traust. Hann naut og ávallt virðingar og trausts kennara skólans. Nýbreytni í starfsháttum skólans tók hann ekki at- hugunarlaust né án gagnrýni. Hann vissi, að til eru falskar vörur og gylltur leir. En hann gaf kennaraliði sínu frjálst, að reyna nýungarnar, hvort sem þær áttu upptök sín inn- an veggja skólans, eða voru aðfluttar. Reyndust þær til bóta, skyldi þeim sízt hafnað. Þann aðalsmannshátt og yfirburðamennsku sýndi Bene- dikt að gæta þess, að enginn yrði var eigin smæðar við hlið hans. Slíkt var honum fjarri skapi. Og honum var jafn andstætt og óeðlilegt, að láta kenna síns eigin valds. Hann vildi stjórna án þess, og gerði það. Heimili Benedikts var um allmörg ár í skólahúsinu, og stóð jafnan opið öðrum kennurum skólans, ef þeir vildu þiggja hressingu eða njóta hvíldar, þegar hlé varð á störf- um. Var þar veitt af rausn og örlæti, því að ekki hallaði á um gestrisni og greiðasemi þeirra hjóna hvors um sig. Fáa eða enga óvini átti Benedikt, og má af því marka persónuleik hans, svo mjög sem hann þó, vegna afskipta sinna af sveitarmálum og afstöðu sinnar til þeirra, hlaut oft að eiga í höggi við andstæðinga. Á umræðufundum um sveitarmálefni talaði Benedikt jafnan rólega og rökfast og forðaðist að gerast persónu- legur ádeilandi, þótt að honum væri vegið. En allar per- sónulegar ádeilur og óvild annarra í hans garð, þótt aðeins væri um stundarkala að ræða, tók hann sér miklu nær en almennt var vitað. Hann var maður stórbrotinn í lund, en hversdagslega stilltur, dulur og fámáll. Tilfinningar hans voru heitar og næmar. En hjarta- hlýja hans, mildi og samúð með þjáðum og vanmáttugum, var tíðast dulin undir rólegu og alvarlegu yfirbragði. Benedikt Björnsson var ljóselskur og ljóssækinn vor-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.