Menntamál - 01.12.1941, Page 26

Menntamál - 01.12.1941, Page 26
120 MENNTAMÁL Steinþór Gnðmnndsson: Gii^nfræðiipróíið Árið 1904 var gefin út reglugerð fyrir „Hinn al- menna menntaskóla í Reykjavík“, er taka skyldi við af „Lærða skólanum“ eða „Latínuskólanum“, sem til þess tíma hafði búið nemendur undir stúdents- próf. Himim nýja skóla var skipt í tvær deildir, gagn- fræðadeild og lærdóms- deild, og var gagnfræða- próf hvorttveggja í senn, burtfararpróf gagnfræða- deildar og inntökupróf í lærdómsdeild. Próf þetta var, og er enn, háð við menntaskólann í Reykjavík, en gagnfræðaskólinn á Akur- eyri fékk einnig rétt til að brottskrá nemendur með jafn réttháu gagnfræðaprófi. Þessi breyting á námsskipun lærða skólans átti rót sína að rekja til nýskipunar í skólamálum Dana, sem innleidd var þar árið áður. Samkvæmt þeirri skólaskipun skal fjög- urra ára miðskóli taka við af barnaskólunum. Að loknu burtfararprófi miðskólans geta nemendur valið um tvennt, annaðhvort setzt í þriggja ára lærdómsdeild og tekið stú- dentspróf eða í eins árs gagnfræðadeild og tekið gagn- fræðapróf. En það próf veitir allvíðtækt atvinnuréttindi. T. d. er krafizt gagnfræðaprófs til þess að geta hlotið af-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.