Menntamál


Menntamál - 01.12.1941, Qupperneq 29

Menntamál - 01.12.1941, Qupperneq 29
MENNTAMÁL 123 skóla og gagnfræðaskóla, og ganga svo frá þessu prófi, að því megi treysta sem fullgildu inntökuprófi í hvaða skóla sem er, enda sé það þá heimtað sem inntökuskilyrði í alla sérskóla og þar með af þeim létt allri kennslu í al- mennum undirstöðugreinum. Með þessu móti mætti gera aðgang að miðskólanámi jafnvel enn greiðari en nú er, og ætti að því að stefna, að fært verði að þreyta miö- skólapróf víðsvegar um landið, eftir því sem umsóknir liggja fyrir í hvert sinn, og ætti sérstök nefnd skólamanna að sjá um framkvæmd þess og bera ábyrgð á niðurstöð- um þess, en kennslumálastjórnin ætti að sjá svo um, að héraðs- og gagnfræðaskólarnir verði þess um komnir, að veita duglegum nemendum fullnægjandi undirbúning und- ir slíkt próf, án þess að sá undirbúningur móti kennslu- stefnu þeirra að öðru leyti. Ávinningurinn við þessa tilhögun er sá, að miðskóla- nemandinn, sem við nú köllum gagnfræðing, hefur að loknu gagnfræðaprófi um fleiri námsleiðir að velja en nú er, og eru þá meiri líkur til, að þeir dreifist af sjálfu sér, svo að ekki þurfi að grípa til samkeppnisprófs til þess að verja lærdómsdeildir menntaskólanna fyrir óeðlilegri aðsókn. Tvímælalaust yrði kostnaðaraukinn við þessa tilhögun hverfandi lítill, en nemendunum skapaðist að miklum mun hagfelldari og umbrotaminni námsbraut. Sérstaklega ætti það að verða nemendunum þægilegt, að geta rólegir frest- að ákvörðunum um námsval, þangað til miðskólaprófinu er lokið og miðað valið að verulegu leyti við námsreynslu, sem við það er fengin. Þá tel ég það tvímælalaust mikið ólán fyrir öll okkar skólamál, hve mikið við höfum af rétt- indalausum burtfararprófum úr ýmsum skólum. Þó kastar þá fyrst tólfunum, er nemandinn stendur uppi réttinda- laus að afloknu réttindaprófi, bara fyrir það eitt, að inn- göngudyr Menntaskólans skullu í lás að því sinni nokkr- um stigum ofar í einkunnastigunum, og öðrum réttind- um var ekki til að dreifa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.