Menntamál - 01.12.1941, Page 37

Menntamál - 01.12.1941, Page 37
MENNTAMÁL 131 sem úti voru og var hún einnig fest upp á ýmsum stöðum. Hún var á þessa leið: „Brezkur herliðsafli er kominn snemma í dag á herskipum og er núna í borginni. Þessar ráðstafanir hafa verið gerðar bara til þess að taka sem fyrst nokkrar stöður og verða á undan Þióðverjum. Við Eng- lendingar ætlum að gera ekkert á móti íslenzku lands- stiórninni og íslenzka fólkinu, en við vilium verja íslandi örlög, sem Danmörk og Norvegur urðu fyrir. Þessvegna biðjum við yður að fá okkur vinsamlegar viðtökur og hjálpa okkur. Á meðan við erum að fást við Þjóðverja, sem eru búsettir í Reykjavík eða ann- arsstaðar á íslandi, verður um stundarsakir bannað (1) að útvarpa, að senda símskeyti, að fá símtöl (2) að koma inn í borgina eða fara út úr henni fyrir nokkra klukkutíma. Okkur þykir leiðinlegt að gera þetta ónæði, við biðjum afsökunar á því og vonum að það endist sem fyrst. R. P. Sturgis yfirforingi. Þannig hljóðar þetta skjal og lítur ekki út fyrir, að góðir íslenzkumenn hafi um það fjallað. Allan daginn héldu áfram stöðugir liðsflutningar, bæði um bæinn og út úr honum. Farangur mikill var fluttur í land, ýmis hús voru hertekin til afnota fyrir herinn, þar á meðal tveir skólar (síðar flestir skólar bæjarins). Nem- endur og kennarar voru reknir á dyr og hermenn komu í staðinn. Litlir herflokkar og einstakir hermenn stóöu vörð hingað og þangað, einkum framan af deginum. Þegar á leið var eins og innrásarliðið hefði minni andvara á sér, hefir líklega þótt einsýnt að ekki væri mikillar her- mennsku þörf. Klukkan 10 hófst fundur í ríkisstjórn íslands, og stundu síðar gekk hinn nýskipaði sendiherra Breta hér á landi. Mr. Howard Smith, sem komið hafði með herskipunum um morguninn, á fund hennar. Höfðu Bretar nokkrum 9*

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.