Menntamál - 01.12.1941, Page 40

Menntamál - 01.12.1941, Page 40
134 MENNTAMÁL að hylja innri sársauka, varnarráð gegn ofurþunga til- finninganna? Nei, hún var ekki uppgerð. Við grétum ekki, af því að við fundum ekki til sorgar. Við mæltum ekki styggðaryrði, af því að við vorum ekki reið, enda þó að við yrðum fyrir þeirri meðferð, sem vel hefði mátt vekja sársauka og gremju. Við vorum eins og hver önnur Kot- strandarkvikindi, sem ekki fundum til smánarinnar, líkust hundum. sem skríða að fótum þeirra, sem berja þá. Bretar börðu ekki. Þeir komu með kurteisleg orð á vörum, en eigi að síður óhvikulir í ásetningi sínum. Það skiptir þá í rauninni engu, hver afleiðingin kann að verða fyrir okkar þjóð. Landið hefur hernaðarlega þýðingu í þeirra augum, sökum legu sinnar, en þjóðin, sem byggir það, er þýð- ingarlaus. Blöðin, sem komu út þennan dag lögðu öll áherzlu á loforð herstjórnarinnar um, „að setuliðið yrði ekki í land- inu stundinni lengur en hernaðarnauðsyn krefði“. Þau hvöttu til rósemi eins og þau byggjust við upphlaupum og óeirðum. Sjálfsagt var ekkert fjær Reykvíkingum, um þessar mundir, en slíkt athæfi. Líklega hafa þessar setn- ingar um rósemina verið ritaðar snemma dagsins. Þau hvöttu almenning til að sýna festu. Það voru vissulega orð í tíma töluð. Þau hvöttu til kurteisi! Um kvöldið flutti forsætisráðherra útvarpsræðu til þjóð- arinnar: „Eins og nú stendur á, óska ég að íslenzka þjóðin skoði hina brezku hermenn gesti og samkvæmt því sýni þeim eins og öðrum gestum fulla kurteisi í hvívetna", sagði hann í ræðu sinni. Minnir þetta allt á þá venju, sem tíðkast sumsstaðar á bæjum, þar sem börn eru að hasta á þau, ef ókunnugir koma: — Uss, uss, krakkar! Það eru komnir gestir. En raddir þeirra fáu, sem töluðu um íslenzkan þjóðar- metnað og reyndu að líta á það, sem gerðist frá íslenzku sjónarmiði, en létu ekki blekkjast af allskonar vaðli um styrjaldarmarkmið og hernaðarnauðsyn og öðru slíku,

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.