Menntamál - 01.12.1941, Side 41

Menntamál - 01.12.1941, Side 41
MENNTAMÁL 135 köfnuðu að mestu í moldviðri hins diplómatiska orða- flaums, léttúð hins ábyrgðarlausa lýðs og barnalegri og sakleysislegri undrun yfir öllum þeim nýjungum, sem bar fyrir augu. Eða hvernig er sjálfstæðistilfinningu íslenzku þjóðarinn- ar varið, að hún skuli vart finna, þegar höggvið er jafn nærri henni og hér var gert? Gat það ekki vakið kvíða í brjósti hennar að eiga fyrir höndum sambúð við erlent setulið um ófyrirsjáanlegan tíma? Að vísu er það bót í máli, að setulið þetta er frá mikilli menningarþjóð, en er það ekki frekar ranghverfa menningarinnar, sem snýr út, þar sem her og hernaður er annars vegar? Þessi saga skal nú ekki rakin hér mikið lengur, þó má bæta hér einu við. Þegar leið að kvöldi fór hið erlenda herlið að búa um sig í bækistöðvum þeim, sem það hafði tekið sér. — Kvöldið var milt og hlýtt. Það var íslenzkt vorkvöld í Reykjavík, með tærum bláma yfir fjarlægum fjöllum, og svo kom lágnættið með míldu rökkri og hljóðum hvíld- arsvip. — Um það leyti átti blaðamaður einn leið um bæinn. Hann ók framhjá húsi einu, þar sem enskir her- menn höfðu búist um. Gluggar voru lágt og loguðu ljós inni hjá þeim, en utan við gluggana stóðu ungar Reykja- víkurstúlkur í röð og mændu inn. Bættist þar við einn hlekkur í keðju þeirrar svívirðingar, sem gekk yfir ís- lenzka þjóð þennan dag, og mætti ef til vill líta á þetta atvik sem táknrænan lokaþátt dagsins. Hér hefir verið talað um tvo daga í Reykjavík, og þess- ar línur eru eingöngu helgaðar atburðum þeirra. f sam- bandi við þá eru óteljandi atvik, sem síðar hafa gerzt. Ekki verður um þau rætt hér, en vafalaust eiga þau eftir að verða mikið umræðuefni síðar, og án efa verður ein- hver til þess að gera því efni góð og makleg skil. Og „hvað er þá orðið okkar starf“? Hafa sjálfstæðis- hetjurnar til einskis fórnað lífi sínu og starfskröftum og

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.